19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2013 15:07 Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. Kolbrún Harðardóttir var ásamt fjórum öðrum starfsmönnum og 19 börnum að koma úr göngutúr í Laugardal og hugðust taka strætó frá Suðurlandsbraut niður á Hlemm. Þegar börnin og starfsfólk voru komin inn í vagninn og sest kom í ljós að Kolbrún hafði í misgripum tekið með sé útrunnið strætókort barnaheimilisins. Eftir nokkra rekistefnu samstarfskonu og bílstjórans gekk Kolbrún fram í til bílstjórans, sem þá var að reyna að ná símasambandi við skrifstofu Strætó. „Ég segi ertu ekki að grínast? Þú ferð ekki að henda okkur hérna út úr vagninum. Hann svaraði engu nema opnaði dyrnar og við fórum út með börnin, nítján stykki." Krakkarnir eru á aldrinum tveggja til fimm ára og augljóst að þarna voru leikskólabörn á ferð. „Þau voru öll í gulum vestum sem æpa á mann langar leiðir, merkt Barónsborg og Reykjavíkurborg og öllu slíku." Bílstjórinn neitaði að afhenda útrunna kortið og sagðist ekki mega það. Hann tók heldur ekki boði Kolbrúnar um að hún næði í rétt kort og kæmi með það á Hlemm til að sýna honum. Starfsfólkið og börnin tóku síðan annan vagn þar sem bílstjórinn var öllu skilningsríkari. „Mér finnst það. Það er full ástæða til þess því ég veit að það er þjónustusamningur milli Reykjavíkurborgar og Strætó. Mér fannst allt í lagi að við værum skammaðar fyrir að vera með ónýtt kort. En að vísa okkur út úr vagninum fannst mér fáheyrt," sagði Kolbrún Harðardóttir deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. Kolbrún Harðardóttir var ásamt fjórum öðrum starfsmönnum og 19 börnum að koma úr göngutúr í Laugardal og hugðust taka strætó frá Suðurlandsbraut niður á Hlemm. Þegar börnin og starfsfólk voru komin inn í vagninn og sest kom í ljós að Kolbrún hafði í misgripum tekið með sé útrunnið strætókort barnaheimilisins. Eftir nokkra rekistefnu samstarfskonu og bílstjórans gekk Kolbrún fram í til bílstjórans, sem þá var að reyna að ná símasambandi við skrifstofu Strætó. „Ég segi ertu ekki að grínast? Þú ferð ekki að henda okkur hérna út úr vagninum. Hann svaraði engu nema opnaði dyrnar og við fórum út með börnin, nítján stykki." Krakkarnir eru á aldrinum tveggja til fimm ára og augljóst að þarna voru leikskólabörn á ferð. „Þau voru öll í gulum vestum sem æpa á mann langar leiðir, merkt Barónsborg og Reykjavíkurborg og öllu slíku." Bílstjórinn neitaði að afhenda útrunna kortið og sagðist ekki mega það. Hann tók heldur ekki boði Kolbrúnar um að hún næði í rétt kort og kæmi með það á Hlemm til að sýna honum. Starfsfólkið og börnin tóku síðan annan vagn þar sem bílstjórinn var öllu skilningsríkari. „Mér finnst það. Það er full ástæða til þess því ég veit að það er þjónustusamningur milli Reykjavíkurborgar og Strætó. Mér fannst allt í lagi að við værum skammaðar fyrir að vera með ónýtt kort. En að vísa okkur út úr vagninum fannst mér fáheyrt," sagði Kolbrún Harðardóttir deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira