Fleiri fréttir Stórfurðulegt að vera í New York núna Það er stórfurðulegt að vera í New York núna. Þetta segir Margrét Valdimarsdóttir, íbúi í New York, sem ræddi um fellibylinn Sandy í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag. 29.10.2012 18:35 Ari segir ekkert afskrifað hjá 365 Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að það sé ósatt sem fram hafi komið í pistli Páls Magnússonar á Pressunni að 365 hafi fengið afskrifuð lán hjá Landsbankanum. 29.10.2012 18:06 Launamunur kynjanna meiri hjá hinu opinbera Launamunur kynjanna er meiri hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Álag á konur í starfi hefur aukist. 29.10.2012 18:05 Snekkja Steve Jobs tilbúin Snekkjan sem Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, hannaði fyrir sjálfan sig er fullbúin. Hún er nú til sýnis í hollensku höfninni þar sem hún var smíðuð. Snekkjan, sem heitir Venus, er 80 metra löng. Fréttir herma að Philippe Starck hafi hannað snekkjuna að innanverðu. Sjón er sögu ríkari 29.10.2012 17:36 Beðið eftir Sandy: "Þetta verður stór og mikill stormur“ Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ávarpaði þjóð sína fyrir stuttu. Hann hvatti íbúa á austurströnd Bandaríkjanna til að vera á varðbergi og ekki vanmeta kraft fellibylsins Sandy. 29.10.2012 17:10 Ólag á netþjónum Vísis Tæknimenn Vísis hafa í dag verið að kljást við tæknilega örðugleika á netþjónum. Þetta hefur valdið því að fréttir hafa ekki birst eins greiðlega og venja er. Hugsanlegt er að netþjónarnir haldi áfram að stríða okkur fram á kvöld. Við biðjum dygga lesendur um að sýna okkur þolinmæði og vonumst til þess að síðan komist í samt lag sem fyrst. Við hvetjum ykkur líka til þess að halda áfram að fylgjast með okkur á Facebook. 29.10.2012 17:08 Veturinn kemur á morgun Veturinn kemur á morgun. Þetta staðfestir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. "Það má alveg orða það þannig og það virðast alveg verða umhleypingar í kjölfarið á þessu," segir Óli Þór. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í morgun kemur fram að búist er við vondu veðri á Norðurlandi frá og með seinni hluta morgundagsins, með töluverðri ofankomu. 29.10.2012 15:58 Ríkissaksóknari óskar eftir krufningu vegna mannsláts á Hverfisgötu Ríkissaksóknari hefur krafist krufningar á líkama manns sem lést á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær. Karl á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni um miðnætti í gærkvöldi, en maðurinn fékk skyndilega hjartastopp og báru lífgunartilraunir ekki árangur. 29.10.2012 15:54 Gæti hugsað sér að bakka aftur yfir Hildi - sviptur ökuréttindum ævilangt Femínistanum Hildi Lilliendahl hefur verið úthýst af Facebook eftir að hún birti skjáskot af orðum manns sem heitir Stefán Heiðar Erlingsson. 29.10.2012 15:07 Stofnandi PIP laus úr fangelsi Jean-Claude Mas, stofnanda brjóstapúðafyrirtækisins PIP, hefur verið sleppt úr fangelsi. 29.10.2012 14:59 Beðið eftir Sandy: Kjörbúðir tæmdar í New York "Það má segja að borgin sé í lamasessi. Við erum í raun ekki farin að finna fyrir veðrinu, en það er sérstaklega flóðahættan sem við höfum áhyggjur af." 29.10.2012 14:20 Karlmaður lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu Karl á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík um miðnætti í gærkvöld, en maðurinn fékk skyndilega hjartastopp og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Maðurinn, sem var í haldi lögreglu þegar þetta gerðist, hafði verið handtekinn skömmu áður eftir að tilkynnt var um mann í miðborginni og hann sagður láta ófriðlega. Lögreglan fór á vettvang og handtók manninn, sem veitti nokkra mótspyrnu. Í framhaldinu var hann fluttur á lögreglustöðina, en lést þar eins og áður sagði. Ríkissaksóknara var þegar gerð grein fyrir málinu og tók embætti hans yfir rannsókn þess lögum samkvæmt. 29.10.2012 14:09 Sandy: Áhöfn HMS Bounty bjargað Björgunarmenn bandarísku landhelgisgæslunnar hafa bjargað fjórtán af sextán skipverjum seglskipsins HMS Bounty. 29.10.2012 13:43 Fordæma dóminn yfir vísindamönnum Alþjóðleg samtök um jarðskjálftafræði og innri gerð jarðar (IASPEI) fordæmir dóm ítalskra dómstóla yfir sjö jarðfræðingum í l'Aquila á Ítalíu í tilkynningu sem þeir hafa sent frá sér. Dómurinn dæmdi mennina í síðustu viku fyrir manndráp af gáleysi, en mannfall og gríðarleg eyðilegging varð vegna skjálftanna. 29.10.2012 13:40 Um 700 tonn af gullgrýti sukku í sæ Flutningaskip með hátt í 700 tonn af gull málmgrýti og níu skipverja um borð hvarf undan Kyrrhafsströnd Rússlands fyrr í dag. 29.10.2012 13:09 Forvarnardagurinn á miðvikudaginn Forvarnardagur 2012 verður haldinn á miðvikudaginn. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. 29.10.2012 13:09 Sögðu konu hafa dottið vegna ölvunar og neituðu að borga Tryggingafélagið Vörður var dæmt í dag i Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða tæplega sextugri konu frístundatryggingu sem konan hafði hjá tryggingafélaginu. 29.10.2012 13:08 Sandy í rauntíma Tæknirisinn Google hefur birt gagnvirkt kort af þróun mála við austurströnd Bandaríkjanna. Helstu upplýsingar um veðurfar, staðsetningu neyðarskýla og áætlaða leið fellibylsins Sandy má finna á kortinu. 29.10.2012 11:58 Veðurstofan varar við vonskuveðri Veðurstofan varar við vonskuveðri sem mun ganga yfir landið frá og með morgundeginum. "Eftir miðjan dag á morgun verður komið norðan vonskuveður um landið norðanvert með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Með þessu verður snjókoma og él og getur færð og skyggni spillst á skömmum tíma. Eins ættu menn sem hafa húsdýr úti við að huga að því að koma skepnum í skjól. Búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli frá því síðdegis á morgun og fram eftir vikunni,“ segir í tilkynningunni. 29.10.2012 11:49 Forsvarsmenn WOW svara: Við erum víst flugfélag Forsvarsmenn WOW air segja að fyrirtækið sé víst flugfélag og WOW travel sé ferðaskrifstofa sem hafi það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum heildarlausn þegar það kemur að ferðum til og frá Íslandi. Þetta segir í tilkynningu frá WOW, þar sem fyrirtækið bregst við umfjöllun Flugmálastjórnar þess efnis að WOW sé ekki flugfélag í þeim skilningi að það hefur ekki flugrekstrarleyfi. 29.10.2012 11:41 Kosningastjóri forsetans vinnur fyrir Árna Pál Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. 29.10.2012 11:39 Ölvaður maður réðst á starfsmann Olís Ölvaður maður gekk berserksgang í verslun Olís á Selfossi á milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt laugardags. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn kom við annan mann inn í nætursölu Olís og fór að rífa niður vörur úr hillum og lét öllum illum látum meðal annars sprautaði hann tómatsósu um allt. Þegar starfsmaður hugðist vísa manninum út réðst hann á starfsmanninn auk þess að sparka í útihurð og fleiri dauða hluti. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu og síðan yfirheyrður þegar hann kom til vits. 29.10.2012 11:24 Neyðarástand í sjö ríkjum vegn Sandy, þjóðvarðliðið kallað út Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna og búið er að kalla úr hersveitir í þjóðvarðliðinu. Reiknað er með að Sandy nái landi í New Jersey síðdegis í dag. 29.10.2012 11:15 Fella niður flug til Boston Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins frá Keflavík til Boston fellur niður í dag. Eins er með flug frá Boston til Keflavíkur. Ástæðan er fellibylurinn Sandy sem fer nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Áður hafði verið tilkynnt um niðurfellingu flugs Icelandair í dag til og frá New York vegna fellibylsins. Farþegum er bent á að fylgjast með á vefsíðu Icelandair. 29.10.2012 10:32 Segir WOW air nota villandi tungutak Flugmálastjórn Íslands hefur fundið sig knúið til þess að setja tilkynningu á heimasíðu sína þar sem það er áréttað að WOW air sé ekki flugrekstrarfélag í þeim skilningi að félagið eigi og haldi úti loftfari. Ástæðan er sú að í tilkynningu WOW air þegar félagið yfirtók hluta af rekstri Iceland Express í síðustu viku, kom fram að félagið hefði teki yfir flugrekstur IE. 29.10.2012 10:18 Svandís vill leiða Reykjavíkurkjördæmi Svandís Svavarsdóttir gefur kost á sér í 1. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í komandi Alþingiskosningum. Svandís leiddi lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningum vorið 2009 og hefur setið á þingi síðan. Hún hefur gegnt embætti umhverfisráðherra frá sama tíma og embætti umhverfis- og auðlindaráðherra frá haustinu 2012. 29.10.2012 09:54 Leiguverð stúdentaíbúða hærra en reiknað var með Talsmenn Félaqgsstofnunar stúdenta hafa tjáð Stúdentaráði Háksóla Íslands að leiguverð í stúdentagörðunum, sem verið er að byggja, verði umtalsvert hærra en reiknað var með í upphafi, vegna kostnaðarauka sem hlýst af nýrri byggingarreglugerð. Eins og fram er komið telja samtök iðnaðarins að reglugerðin hækki byggingarkostnað um tíu til 20 prósent og hafa mótmælt ýmsum atriðum í henni. 29.10.2012 09:21 Saddam Hussein blandast inn í morðin á bresku fjölskyldunni Rannsókin á morði bresku fjölskyldunnar í frönsku Ölpunum í sumar hefur tekið enn einn snúninginn. Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Írak kemur nú við sögu í rannsókninni. 29.10.2012 09:12 Stór skjálfti norðaustur af Siglufirði Jarðskjálfti upp á 3,4 varð norðaustur af Siglufirði á áttunda tímanum í morgun en þá höfðu engir skjálftar mælst yfir þremur stigum út af Norðurlandi síðan að þrír skjálftar urðu þar upp á um og yfir þrjú stig í fyrrakvöld. 29.10.2012 08:19 Deilur og átök um 800 milljarða fjárfestingu á Grænlandi Mikil átök og deilur eru nú uppi á Landsþinginu á Grænlandi vegna frumvarps sem heimilar fleiri þúsund kínverskir og austurevrópskir verkamenn verði fluttir til landsins til að vinna við námurekstur á vegum Kínverja og byggingu nýs álvers á vegum Alcoa. 29.10.2012 08:11 Glysrokkarinn Gary Glitter handtekinn Hneykslið í kringum fyrrverandi sjónvarpsmann BBC, Jimmy Savile, vatt upp á sig í gær þegar lögreglan handtók glysrokkarann og dæmda barnaníðinginn Gary Glitter. 29.10.2012 07:00 Milljónir eru í hættu Tugum þúsunda íbúa norðausturstrandar Bandaríkjanna var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna fellibyljarins Sandy sem á að ganga yfir Bandaríkin í dag. 29.10.2012 07:00 Koma á böndum á beit og græða land Samstarfsnefnd um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu á að skila ráðherrum ráðleggingum sínum eftir rúman mánuð. Þetta kom fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir helgi. 29.10.2012 07:00 Iceland Airwaves í viðbragðsstöðu Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves eru í viðbragðsstöðu vegna fellibyljarins Sandy. 29.10.2012 07:00 Wen Jiabao segir frétt New York Times vera ranga Lögfræðingar fjölskyldu kínverska forsætisráðherrans Wen Jiabao hafa vísað til föðurhúsanna frétt New York Times um að hún hafi rakað til sín hundruð milljarða króna á bak við tjöldin. 29.10.2012 07:00 Tvöfalt kjördæmisþing niðurstaðan Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hyggjast velja á framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor á tvöföldu kjördæmisþingi. Kosið var um aðferð við val á listann á kjördæmisþingi í Mývatnssveit í gær. 29.10.2012 07:00 Skipulagið er í ólestri Skipulag strandsvæða og starfsemi á þeim heyrir sem stendur undir fjögur ráðuneyti og ellefu stofnanir, að því er fram kom í svari Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir helgi. 29.10.2012 07:00 Rólegt á skjálftasvæðinu fyrir norðan Engir skjálftar hafa mælst yfir þrjú stig út af Norðurlandi síðan að þrír skjálftar urðu þar upp á um og yfir þrjú stig í fyrrakvöld, norður af Siglufirði og út af Gjögurtá. 29.10.2012 06:51 Þrjú útköll vegna rjúpnaskyttna um helgina Björgunarsveitir voru þrívegis kallað út um helgina, eftir að farið var að óttast um rjúpnaskyttur, en nýliðin helgi var sú fyrsta af fjórum, sem veiðar eru heimilaðar í haust. 29.10.2012 06:49 Stjórnarskipti framundan í Litháen Stjórnarskipti eru framundan í Litháen en hægri stjórn landsins féll í síðari umferð þingkosninganna sem haldnar voru í landinu um helgina. 29.10.2012 06:45 Kristnir koptar í Egyptalandi velja páfa í dag Hinir kristnu koptar í Egyptalandi munu velja sér nýjan páfa í dag. 29.10.2012 06:41 Icelandair fellir niður allt flug til New York vegna Sandy Icelandair hefur, eins og önnur flugfélög, fellt niður flug til og frá New York í dag og óvissa er um flug á morgun. 29.10.2012 06:38 Stjórnarflokkurinn lýsir yfir sigri í Úkraínu Stjórnarflokkur forseta Úkraínu hefur lýst yfir sigri sínum í þingkosningunum sem fór fram í landinu um helgina. 29.10.2012 06:36 Hassframleiðsla olli sprengingu í íbúð á Lollandi Íbúð í Maribo á Lollandi í Danmörku sprakk í loft upp þegar 18 ára gamall drengur var þar að búa til hass úr kannabistoppum og laufum. 29.10.2012 06:30 Rannsaka þjófnað á skjölum úr bandaríska Þjóðskjalasafninu Bandaríska Þjóðskjalasafnið hefur komið á fót rannsóknarnefnd til að kanna það sem virðist vera skipulagður þjófnaður á skjölum úr safninu í gegnum árin. 29.10.2012 06:27 Sjá næstu 50 fréttir
Stórfurðulegt að vera í New York núna Það er stórfurðulegt að vera í New York núna. Þetta segir Margrét Valdimarsdóttir, íbúi í New York, sem ræddi um fellibylinn Sandy í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag. 29.10.2012 18:35
Ari segir ekkert afskrifað hjá 365 Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að það sé ósatt sem fram hafi komið í pistli Páls Magnússonar á Pressunni að 365 hafi fengið afskrifuð lán hjá Landsbankanum. 29.10.2012 18:06
Launamunur kynjanna meiri hjá hinu opinbera Launamunur kynjanna er meiri hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Álag á konur í starfi hefur aukist. 29.10.2012 18:05
Snekkja Steve Jobs tilbúin Snekkjan sem Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, hannaði fyrir sjálfan sig er fullbúin. Hún er nú til sýnis í hollensku höfninni þar sem hún var smíðuð. Snekkjan, sem heitir Venus, er 80 metra löng. Fréttir herma að Philippe Starck hafi hannað snekkjuna að innanverðu. Sjón er sögu ríkari 29.10.2012 17:36
Beðið eftir Sandy: "Þetta verður stór og mikill stormur“ Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ávarpaði þjóð sína fyrir stuttu. Hann hvatti íbúa á austurströnd Bandaríkjanna til að vera á varðbergi og ekki vanmeta kraft fellibylsins Sandy. 29.10.2012 17:10
Ólag á netþjónum Vísis Tæknimenn Vísis hafa í dag verið að kljást við tæknilega örðugleika á netþjónum. Þetta hefur valdið því að fréttir hafa ekki birst eins greiðlega og venja er. Hugsanlegt er að netþjónarnir haldi áfram að stríða okkur fram á kvöld. Við biðjum dygga lesendur um að sýna okkur þolinmæði og vonumst til þess að síðan komist í samt lag sem fyrst. Við hvetjum ykkur líka til þess að halda áfram að fylgjast með okkur á Facebook. 29.10.2012 17:08
Veturinn kemur á morgun Veturinn kemur á morgun. Þetta staðfestir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. "Það má alveg orða það þannig og það virðast alveg verða umhleypingar í kjölfarið á þessu," segir Óli Þór. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í morgun kemur fram að búist er við vondu veðri á Norðurlandi frá og með seinni hluta morgundagsins, með töluverðri ofankomu. 29.10.2012 15:58
Ríkissaksóknari óskar eftir krufningu vegna mannsláts á Hverfisgötu Ríkissaksóknari hefur krafist krufningar á líkama manns sem lést á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær. Karl á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni um miðnætti í gærkvöldi, en maðurinn fékk skyndilega hjartastopp og báru lífgunartilraunir ekki árangur. 29.10.2012 15:54
Gæti hugsað sér að bakka aftur yfir Hildi - sviptur ökuréttindum ævilangt Femínistanum Hildi Lilliendahl hefur verið úthýst af Facebook eftir að hún birti skjáskot af orðum manns sem heitir Stefán Heiðar Erlingsson. 29.10.2012 15:07
Stofnandi PIP laus úr fangelsi Jean-Claude Mas, stofnanda brjóstapúðafyrirtækisins PIP, hefur verið sleppt úr fangelsi. 29.10.2012 14:59
Beðið eftir Sandy: Kjörbúðir tæmdar í New York "Það má segja að borgin sé í lamasessi. Við erum í raun ekki farin að finna fyrir veðrinu, en það er sérstaklega flóðahættan sem við höfum áhyggjur af." 29.10.2012 14:20
Karlmaður lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu Karl á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík um miðnætti í gærkvöld, en maðurinn fékk skyndilega hjartastopp og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Maðurinn, sem var í haldi lögreglu þegar þetta gerðist, hafði verið handtekinn skömmu áður eftir að tilkynnt var um mann í miðborginni og hann sagður láta ófriðlega. Lögreglan fór á vettvang og handtók manninn, sem veitti nokkra mótspyrnu. Í framhaldinu var hann fluttur á lögreglustöðina, en lést þar eins og áður sagði. Ríkissaksóknara var þegar gerð grein fyrir málinu og tók embætti hans yfir rannsókn þess lögum samkvæmt. 29.10.2012 14:09
Sandy: Áhöfn HMS Bounty bjargað Björgunarmenn bandarísku landhelgisgæslunnar hafa bjargað fjórtán af sextán skipverjum seglskipsins HMS Bounty. 29.10.2012 13:43
Fordæma dóminn yfir vísindamönnum Alþjóðleg samtök um jarðskjálftafræði og innri gerð jarðar (IASPEI) fordæmir dóm ítalskra dómstóla yfir sjö jarðfræðingum í l'Aquila á Ítalíu í tilkynningu sem þeir hafa sent frá sér. Dómurinn dæmdi mennina í síðustu viku fyrir manndráp af gáleysi, en mannfall og gríðarleg eyðilegging varð vegna skjálftanna. 29.10.2012 13:40
Um 700 tonn af gullgrýti sukku í sæ Flutningaskip með hátt í 700 tonn af gull málmgrýti og níu skipverja um borð hvarf undan Kyrrhafsströnd Rússlands fyrr í dag. 29.10.2012 13:09
Forvarnardagurinn á miðvikudaginn Forvarnardagur 2012 verður haldinn á miðvikudaginn. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. 29.10.2012 13:09
Sögðu konu hafa dottið vegna ölvunar og neituðu að borga Tryggingafélagið Vörður var dæmt í dag i Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða tæplega sextugri konu frístundatryggingu sem konan hafði hjá tryggingafélaginu. 29.10.2012 13:08
Sandy í rauntíma Tæknirisinn Google hefur birt gagnvirkt kort af þróun mála við austurströnd Bandaríkjanna. Helstu upplýsingar um veðurfar, staðsetningu neyðarskýla og áætlaða leið fellibylsins Sandy má finna á kortinu. 29.10.2012 11:58
Veðurstofan varar við vonskuveðri Veðurstofan varar við vonskuveðri sem mun ganga yfir landið frá og með morgundeginum. "Eftir miðjan dag á morgun verður komið norðan vonskuveður um landið norðanvert með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Með þessu verður snjókoma og él og getur færð og skyggni spillst á skömmum tíma. Eins ættu menn sem hafa húsdýr úti við að huga að því að koma skepnum í skjól. Búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli frá því síðdegis á morgun og fram eftir vikunni,“ segir í tilkynningunni. 29.10.2012 11:49
Forsvarsmenn WOW svara: Við erum víst flugfélag Forsvarsmenn WOW air segja að fyrirtækið sé víst flugfélag og WOW travel sé ferðaskrifstofa sem hafi það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum heildarlausn þegar það kemur að ferðum til og frá Íslandi. Þetta segir í tilkynningu frá WOW, þar sem fyrirtækið bregst við umfjöllun Flugmálastjórnar þess efnis að WOW sé ekki flugfélag í þeim skilningi að það hefur ekki flugrekstrarleyfi. 29.10.2012 11:41
Kosningastjóri forsetans vinnur fyrir Árna Pál Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. 29.10.2012 11:39
Ölvaður maður réðst á starfsmann Olís Ölvaður maður gekk berserksgang í verslun Olís á Selfossi á milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt laugardags. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn kom við annan mann inn í nætursölu Olís og fór að rífa niður vörur úr hillum og lét öllum illum látum meðal annars sprautaði hann tómatsósu um allt. Þegar starfsmaður hugðist vísa manninum út réðst hann á starfsmanninn auk þess að sparka í útihurð og fleiri dauða hluti. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu og síðan yfirheyrður þegar hann kom til vits. 29.10.2012 11:24
Neyðarástand í sjö ríkjum vegn Sandy, þjóðvarðliðið kallað út Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna og búið er að kalla úr hersveitir í þjóðvarðliðinu. Reiknað er með að Sandy nái landi í New Jersey síðdegis í dag. 29.10.2012 11:15
Fella niður flug til Boston Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins frá Keflavík til Boston fellur niður í dag. Eins er með flug frá Boston til Keflavíkur. Ástæðan er fellibylurinn Sandy sem fer nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Áður hafði verið tilkynnt um niðurfellingu flugs Icelandair í dag til og frá New York vegna fellibylsins. Farþegum er bent á að fylgjast með á vefsíðu Icelandair. 29.10.2012 10:32
Segir WOW air nota villandi tungutak Flugmálastjórn Íslands hefur fundið sig knúið til þess að setja tilkynningu á heimasíðu sína þar sem það er áréttað að WOW air sé ekki flugrekstrarfélag í þeim skilningi að félagið eigi og haldi úti loftfari. Ástæðan er sú að í tilkynningu WOW air þegar félagið yfirtók hluta af rekstri Iceland Express í síðustu viku, kom fram að félagið hefði teki yfir flugrekstur IE. 29.10.2012 10:18
Svandís vill leiða Reykjavíkurkjördæmi Svandís Svavarsdóttir gefur kost á sér í 1. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í komandi Alþingiskosningum. Svandís leiddi lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningum vorið 2009 og hefur setið á þingi síðan. Hún hefur gegnt embætti umhverfisráðherra frá sama tíma og embætti umhverfis- og auðlindaráðherra frá haustinu 2012. 29.10.2012 09:54
Leiguverð stúdentaíbúða hærra en reiknað var með Talsmenn Félaqgsstofnunar stúdenta hafa tjáð Stúdentaráði Háksóla Íslands að leiguverð í stúdentagörðunum, sem verið er að byggja, verði umtalsvert hærra en reiknað var með í upphafi, vegna kostnaðarauka sem hlýst af nýrri byggingarreglugerð. Eins og fram er komið telja samtök iðnaðarins að reglugerðin hækki byggingarkostnað um tíu til 20 prósent og hafa mótmælt ýmsum atriðum í henni. 29.10.2012 09:21
Saddam Hussein blandast inn í morðin á bresku fjölskyldunni Rannsókin á morði bresku fjölskyldunnar í frönsku Ölpunum í sumar hefur tekið enn einn snúninginn. Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Írak kemur nú við sögu í rannsókninni. 29.10.2012 09:12
Stór skjálfti norðaustur af Siglufirði Jarðskjálfti upp á 3,4 varð norðaustur af Siglufirði á áttunda tímanum í morgun en þá höfðu engir skjálftar mælst yfir þremur stigum út af Norðurlandi síðan að þrír skjálftar urðu þar upp á um og yfir þrjú stig í fyrrakvöld. 29.10.2012 08:19
Deilur og átök um 800 milljarða fjárfestingu á Grænlandi Mikil átök og deilur eru nú uppi á Landsþinginu á Grænlandi vegna frumvarps sem heimilar fleiri þúsund kínverskir og austurevrópskir verkamenn verði fluttir til landsins til að vinna við námurekstur á vegum Kínverja og byggingu nýs álvers á vegum Alcoa. 29.10.2012 08:11
Glysrokkarinn Gary Glitter handtekinn Hneykslið í kringum fyrrverandi sjónvarpsmann BBC, Jimmy Savile, vatt upp á sig í gær þegar lögreglan handtók glysrokkarann og dæmda barnaníðinginn Gary Glitter. 29.10.2012 07:00
Milljónir eru í hættu Tugum þúsunda íbúa norðausturstrandar Bandaríkjanna var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna fellibyljarins Sandy sem á að ganga yfir Bandaríkin í dag. 29.10.2012 07:00
Koma á böndum á beit og græða land Samstarfsnefnd um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu á að skila ráðherrum ráðleggingum sínum eftir rúman mánuð. Þetta kom fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir helgi. 29.10.2012 07:00
Iceland Airwaves í viðbragðsstöðu Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves eru í viðbragðsstöðu vegna fellibyljarins Sandy. 29.10.2012 07:00
Wen Jiabao segir frétt New York Times vera ranga Lögfræðingar fjölskyldu kínverska forsætisráðherrans Wen Jiabao hafa vísað til föðurhúsanna frétt New York Times um að hún hafi rakað til sín hundruð milljarða króna á bak við tjöldin. 29.10.2012 07:00
Tvöfalt kjördæmisþing niðurstaðan Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hyggjast velja á framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor á tvöföldu kjördæmisþingi. Kosið var um aðferð við val á listann á kjördæmisþingi í Mývatnssveit í gær. 29.10.2012 07:00
Skipulagið er í ólestri Skipulag strandsvæða og starfsemi á þeim heyrir sem stendur undir fjögur ráðuneyti og ellefu stofnanir, að því er fram kom í svari Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir helgi. 29.10.2012 07:00
Rólegt á skjálftasvæðinu fyrir norðan Engir skjálftar hafa mælst yfir þrjú stig út af Norðurlandi síðan að þrír skjálftar urðu þar upp á um og yfir þrjú stig í fyrrakvöld, norður af Siglufirði og út af Gjögurtá. 29.10.2012 06:51
Þrjú útköll vegna rjúpnaskyttna um helgina Björgunarsveitir voru þrívegis kallað út um helgina, eftir að farið var að óttast um rjúpnaskyttur, en nýliðin helgi var sú fyrsta af fjórum, sem veiðar eru heimilaðar í haust. 29.10.2012 06:49
Stjórnarskipti framundan í Litháen Stjórnarskipti eru framundan í Litháen en hægri stjórn landsins féll í síðari umferð þingkosninganna sem haldnar voru í landinu um helgina. 29.10.2012 06:45
Kristnir koptar í Egyptalandi velja páfa í dag Hinir kristnu koptar í Egyptalandi munu velja sér nýjan páfa í dag. 29.10.2012 06:41
Icelandair fellir niður allt flug til New York vegna Sandy Icelandair hefur, eins og önnur flugfélög, fellt niður flug til og frá New York í dag og óvissa er um flug á morgun. 29.10.2012 06:38
Stjórnarflokkurinn lýsir yfir sigri í Úkraínu Stjórnarflokkur forseta Úkraínu hefur lýst yfir sigri sínum í þingkosningunum sem fór fram í landinu um helgina. 29.10.2012 06:36
Hassframleiðsla olli sprengingu í íbúð á Lollandi Íbúð í Maribo á Lollandi í Danmörku sprakk í loft upp þegar 18 ára gamall drengur var þar að búa til hass úr kannabistoppum og laufum. 29.10.2012 06:30
Rannsaka þjófnað á skjölum úr bandaríska Þjóðskjalasafninu Bandaríska Þjóðskjalasafnið hefur komið á fót rannsóknarnefnd til að kanna það sem virðist vera skipulagður þjófnaður á skjölum úr safninu í gegnum árin. 29.10.2012 06:27
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent