Saddam Hussein blandast inn í morðin á bresku fjölskyldunni 29. október 2012 09:12 Rannsókin á morði bresku fjölskyldunnar í frönsku Ölpunum í sumar hefur tekið enn einn snúninginn. Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Írak kemur nú við sögu í rannsókninni. Það eru upplýsingar frá þýsku leyniþjónustunni sem bendla nafn Saddam Hussein við málið. Vitað er að fjölskyldufaðirinn sem myrtur var, Saad al-Hilli, er ættaður frá Írak og að faðir hans var einn af nánustu ráðgjöfum Hussein á síðustu öld. Faðirinn lenti síðan í deilum við Hussein og flúði land. Þýska leyniþjónustan hefur haft uppi á reikning í svissneskum banka í eigu breska fjölskylduföðursins. Saddam Hussein yfirfærði tæplega 170 milljónir króna inn á þennan reikning árið 2006 eða skömmu áður en hann hrökklaðist frá völdum. Yfirfærslan var hluti af milljarða króna undanskotum Hussein úr Írak skömmu áður en hann fór í felur í Írak og var síðan tekinn af lífi. Það er franska blaðið Le Monde sem greinir frá þessari flækju í morðrannsókninni. Hingað til hafa komið nokkrar tilgátur um þetta fjölskyldumorð, eða allt frá því að ísraelska leyniþjónustan Mossad hafi staðið fyrir því og til þess að franskur reiðhjólamaður sem einnig var skotinn til bana hafi verið hið raunverulega skotmark. Morðin áttu sér stað við Annecy vatnið þann 5. september en auk al-Hilli voru eiginkona hans og tengdamóðir myrt. Tvær barnungar dætur hans sluppu á lífi, sú eldri þeirra varð hinsvegar einnig fyrir skoti. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Rannsókin á morði bresku fjölskyldunnar í frönsku Ölpunum í sumar hefur tekið enn einn snúninginn. Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Írak kemur nú við sögu í rannsókninni. Það eru upplýsingar frá þýsku leyniþjónustunni sem bendla nafn Saddam Hussein við málið. Vitað er að fjölskyldufaðirinn sem myrtur var, Saad al-Hilli, er ættaður frá Írak og að faðir hans var einn af nánustu ráðgjöfum Hussein á síðustu öld. Faðirinn lenti síðan í deilum við Hussein og flúði land. Þýska leyniþjónustan hefur haft uppi á reikning í svissneskum banka í eigu breska fjölskylduföðursins. Saddam Hussein yfirfærði tæplega 170 milljónir króna inn á þennan reikning árið 2006 eða skömmu áður en hann hrökklaðist frá völdum. Yfirfærslan var hluti af milljarða króna undanskotum Hussein úr Írak skömmu áður en hann fór í felur í Írak og var síðan tekinn af lífi. Það er franska blaðið Le Monde sem greinir frá þessari flækju í morðrannsókninni. Hingað til hafa komið nokkrar tilgátur um þetta fjölskyldumorð, eða allt frá því að ísraelska leyniþjónustan Mossad hafi staðið fyrir því og til þess að franskur reiðhjólamaður sem einnig var skotinn til bana hafi verið hið raunverulega skotmark. Morðin áttu sér stað við Annecy vatnið þann 5. september en auk al-Hilli voru eiginkona hans og tengdamóðir myrt. Tvær barnungar dætur hans sluppu á lífi, sú eldri þeirra varð hinsvegar einnig fyrir skoti.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira