Fleiri fréttir Flugi til New York aflýst vegna fellibyls Icelandair hefur ákveðið að fella niður flug milli Keflavíkur og New York á morgun vegna fellibylsins Sandy. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að fjórar flugferðir eru felldar niður. Ekki er gert ráð fyrir að þessi breyting valdi röskun á öðru flugi Icelandair. 28.10.2012 21:41 "Við verðum að vera viðbúin því versta“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Sandy. 28.10.2012 21:08 Lögreglumenn áhyggjufullir Lögreglumenn á Vestfjörðum hafa þungar áhyggjur af fjárheimildum til lögreglunnar á svæðinu. Niðurskurður síðustu ára, auk þeirrar staðreyndar að lögreglan hafi ekki fengið að fullu bættar verðlagshækkanir og tilfærslur á kostnaði, sem færður hefur verið bótalaust yfir á rekstur lögreglunnar, hefur orðið til þess að rekstur lögreglunnar er kominn undir það sem hægt væri að kalla þolmörk. 28.10.2012 20:56 Start hnappurinn horfinn í Windows 8 28.10.2012 20:44 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28.10.2012 19:30 „Ef ég sæi lausn í málinu værum við sestir að borðinu“ Það kemur ekki til greina að breyta hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna að svo stöddu, segir formaður sjómannasambandsins. Hann segir ágætis afkomu vera hjá útgerðunum til að standa straum af auknum kostnaði vegna veiðileyfagjaldsins. 28.10.2012 19:01 Di Matteo: Dómarinn var skelfilegur og kostaði okkur þennan leik Roberto di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, var virkilega harðorður í garð dómara leiksins, Mark Clattenburg, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Manchester United 3-2. 28.10.2012 19:00 Eins og að leggja veg í gegnum Dimmuborgir Jarð- og náttúrufræðingur líkir lagningu Álftanesvegar í gegnum Garðahraun við það að Mývetningar legðu veg í gegnum Dimmuborgir. Svæðið sé það síðasta sinnar tegundar við höfuborgarsvæðið. Hæstaréttarlögmaður segir lagarök bæjarstjórnarinnar í Garðbæ brjóstumkennanleg. 28.10.2012 18:37 New York nánast lokuð Í kvöld verður svo öllum almenningssamgöngum lokað, þar á meðal neðanjarðarlestakerfi borgarinnar og strætisvagnar. Á morgun verður svo öllum skólum í borginni lokað. 28.10.2012 17:52 Vildi 50 prósent hlut í Facebook - sagðist hafa fundið á upp á síðunni með Zuckerberg Paul Ceglia, kaupsýslumaður og frumkvöðull frá New York, hefur verið ákærður fyrir að reyna svíkja fé út úr Facebook en maðurinn fullyrti að hann ætti 50 prósent hlut í samskiptamiðlinum. 28.10.2012 15:54 Álfheiður vill 2. sætið í Reykjavík "Erfitt að taka til eftir hrunið,“ segir hún. 28.10.2012 15:41 26 börn fengu styrk úr Vildarbörnum Icelandair Tuttugu og sex börnum og fjölskyldum þeirra, samtals rúmlega 150 manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í gær, fyrsta vetrardag. 28.10.2012 15:07 Bítlarnir hættu ekki vegna Yoko Ono Bítlarnir hættu ekki vegna Yoko Ono, líkt og lengi hefur verið haldið fram. Þetta segir Bítillinn Sir Paul McCartney í viðtali við sjónvarpsmanninn David Frost, sem sýnt verður á Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni í næsta mánuði. 28.10.2012 15:01 Ásta Ragnheiður býður sig ekki fram Spurð hvort að með þessari ákvörðun sé hún að hætta í stjórnmálum segir hún: „Ég hef ákveðið þetta núna og svo sjáum við bara til hvað setur," segir hún. 28.10.2012 14:27 Flóðbylgjuviðvaranir dregnar til baka Áttatíu þúsund manns þurftu að rýma heimili sín á Hawai í nótt af ótta við fljóðbylgju eftir að mjög öflugur skjálfti varð við vesturströnd Kanada. Fljóðbylgjurnur reyndust þó minni en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og hafa fljóðbylgjuviðvaranir verið dregnar tilbaka 28.10.2012 13:16 Haltu áfram að borga af láninu þínu Lántakendur eiga í mörgum tilvikum kröfu á fjármögnunarfyrirtæki eins og Lýsingu vegna ofgreiðslna af gengistryggðum lánum segir hæstaréttarlögmaður. Fólk eigi samt sem áður að halda áfram að greiða af lánunum þar sem vanskil setji skuldara í verri stöðu. 28.10.2012 12:42 Misskilningur að höfuðborgarbúar greiði fyrir landsbyggðina Allt að 278% munur var á hæsta og lægsta kostnaði við að hita upp meðalstórt íbúðarhúsnæði á ári á landinu í fyrra. 28.10.2012 12:31 Sandy hefur áhrif á kosningabaráttuna Fellibylurinn Sandy hefur sett kosningabaráttu forstaframbjóðendanna í Bandaríkjunum úr skorðum. Talið er að fellibylurinn komi að landi á morgun og geti haft víðtæk áhrif um alla austurströnd Bandaríkjanna en íbúum er sagt að búa sig undir jafnvel margra daga rafmagnsleysi. 28.10.2012 12:26 Fóru í sund í Árbæjarlaug - foreldrarnir sóttu þá á lögreglustöðina Um klukkan hálf sex í morgun var tilkynnt um pilta sem höfðu laumast í sund í Árbæjarlaug. Þeir voru handsamaðir frekar klæðalitlir og vegna aldurs var haft samband við foreldra þeirra. Auk þess verður barnaverndarnefnd gert viðvart um hegðan piltanna. Að sögn lögreglu voru piltarnir sóttir af foreldrum sínum. 28.10.2012 11:04 Kastaði steini í mannlausa bifreið Maður var handtekinn um klukkan sjö í morgun en lögreglu var tilkynnt um að hann væri að reyna komast inn í bifreið á Laugavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir manninn kasta steini í gegnum hliðarrúðu bifreiðar sem stóð mannlaus í stæði. Hann var í annarlegu ástandi og gat í engu gert grein fyrir gerðum sínum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 28.10.2012 10:55 Fíkniefni, líkamsárás og vopnaburður í Vesturbæ Fimm voru handteknir og vistaðir í fangageymslu klukkan hálf sjö í morgun eftir gleðskap í íbúð við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögregla fékk tilkynningu um að eitthvað gengi á í íbúðinni og kom þá í ljós að samkvæmi hafi farið úr böndunum og komu fíkniefni, líkamsárás og vopnaburður meðal annars við sögu, að sögn lögreglu. Rætt verður við fólkið síðar í dag. 28.10.2012 10:49 Yrsa ein af tíu bestu í Independent Skáldsagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur hefur verið valin ein af tíu bestu glæpa- og spennusögum vetrarins af álitsgjöfum breska stórblaðsins Independent. Bókin kom út nú í vikunni á ensku, undir nafinu I Remember You, og hefur hún fengið ágætis dóma, meðal annars í Guardian og Marie Claire. 28.10.2012 10:35 Fleiri skjálftar fyrir norðan Þrír jarðskjálftar um og yfir þrjú stig urðu á skjálftasvæðinu fyrir utan Norðurland í gærkvöldi. Tveir voru tuttugu kílómetrum norðaustur af Siglufirði á svipuðum stað og stóri skjálftinn sem reið yfir fyrir viku síðan en þeir mældust 3 og 3,3 stig. 28.10.2012 10:16 Jarðskjálfti upp á 7,7 stig við Kanada Mjög öflugur jarðskjálfti varð við vesturströnd Kanada rétt eftir klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt og mældist hann 7,7 stig. 28.10.2012 10:04 Sagði dyraverði hafa reynt við konuna sína Tvær líkamsárásir voru skráðar í miðborginni eftir nóttina. Í öðru tilfellinu voru átök á milli aðila sem voru mjög óljós. Í hinu tilfellinu veittist maður á fimmtugsaldri að dyravörðum og síðan lögreglumönnum sem voru við staðinn. Vildi hann meina að dyraverðirnir hefðu litið konu hans hýru auga. Maðurinn gistir fangageymslu. Að sögn lögreglu var nokkuð um tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum. 28.10.2012 09:58 Sofnaði á rauðu ljósi Nokkur erill var var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um miðnætti veittu lögreglumenn athygli bifreið á Langholtsvegi. Ökumaður hafði stöðvað á rauðu ljósi en þegar græna ljósið kom fór bifreið hans ekki af stað. 28.10.2012 09:36 Hvað ætti ég að gera með kastala? Sara Marti Guðmundsdóttir lifir engan veginn dæmigerðu lífi. Hún er söngkona, leikkona og leikstjóri, býr í London með annan fótinn á Íslandi og sögur ganga um glamúrlíf að hætti kvikmyndastjarna. Sara sagði Friðriku Benónýsdóttur sannleikann að baki sögunum, rómantíska ástarsögu og hvernig það er að búa í því fræga hverfi Notting Hill í London. 27.10.2012 22:00 Facebook í tvísýnum línudansi Þrátt fyrir að á Facebook sé nú rúmlega milljarður virkra notenda, eða sjöunda hvert mannsbarn á jarðarkringlunni, eru kólguský við sjóndeildarhringinn. Virði fyrirtækisins hefur lækkað um 40 milljarða dala frá því að það var sett á markað í maí og lúta helstu áhyggjur á Wall Street að möguleikum eða skorti á möguleikum, fyrir Facebook til tekjuöflunar. 27.10.2012 20:30 Gekk ekki út Enginn var með fyrsta vinninginn í lottóinu í kvöld en vinningurinn hljóðaði upp á 28,5 milljónir króna. Tveir voru þá með annan vinning og fá þeir rúmlega 200 þúsund í sinn hlut. Einn var með allar jókertölurnar í réttri röð og fær sá heppni spilari tvær milljónir í vasann. 27.10.2012 19:27 Óhugnanlegt morð í New York Barnfóstra sem grunuð er um að hafa stungið tvö börn í hennar umsjá til bana í New York fyrir helgi er í lífshættu, en hún reyndi að svipta sig lífi. Lögregla hefur enn ekki getað yfirheyrt hana vegna málsins, sem vakið hefur mikinn óhug vestanhafs. 27.10.2012 19:13 Íslensk ungmenni íhaldssamari en fyrir 20 árum Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. 27.10.2012 18:57 Losuðu tarf úr girðingarflækju "Hann var sprækur en um leið maður nær að setjast á kviðinn á þeim þá detta þeir niður og verða rólegir,“ segir Þröstur Ágústsson, meðlimur í Björgunarfélagi Hornafjarðar, sem aðstoðuðu tarf sem var fastur í girðingu hjá Firði í Lóni. 27.10.2012 16:32 Ætlar að halda áfram í stjórnmálum Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, segist vera skuldbundinn til að halda áfram sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að verið í gær dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik. 27.10.2012 15:59 Eignaðist marga óvini „Ég eignaðist marga óvini á starfsferli mínum hjá Fjármálaeftirlitinu,“ sagði Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri FME, á laugadagsspjalli Framsóknarfélags Reykjavíkur sem fór fram í dag. 27.10.2012 15:27 Sumir fengu sér oft í skálina Hinn árlegi kjötsúpudagur er haldinn hátíðlegur í dag. Yfir 1500 lítrar af kjötsúpu eru í boði fyrir gesti og gangandi á fimm stöðum á Skólavörðustíg í miðborginni. 27.10.2012 15:04 Jóhanna hvöss í garð fjármálastofnanna: Lánin þarf að endurreikna strax! Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að frekari undansláttur fjármálastofnanna varðandi útreikninga erlendra lána verði ekki liðinn - lánin þurfi að endurreikna strax. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Natura í dag. 27.10.2012 14:11 Gat ekki sagt Ragnar og Brynjar Hinn írski Graham Norton átti í erfiðleikum með að bera nöfn krakkanna í Of Monsters and Men fram. Hann gat þó sagt Nanna, en nöfnin Ragnar og Brynjar voru aðeins of erfið fyrir hann. 27.10.2012 13:44 Er þetta ekki aðeins of mikil snilld? Raftækjaframleiðandinn Panasonic hefur nú hannað vélmenni sem sérhæfir sig í því að nudda höfuð. Vélmennið er keimlíkt öðru vélmenni frá Panasonic sem sér um að þvo hár. 27.10.2012 13:21 "Ef þú vilt ekki blotna þá áttu ekki að fara í sund“ Prófessor í byggingarverkfræði segir að Íslendingar sem og aðrir að skjálftasvæðum verði að vera vel undirbúnir skjálftum. 27.10.2012 12:16 Nubo líkt við illmennið Dr. No úr James Bond Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo segist í viðtali við der Spiegel eiga erfitt með að skilja af hverju fjárfestingaráform hans hér á landi hafi verið svona umdeild. 27.10.2012 11:47 Átök þrátt fyrir vopnahlé Hundrað fjörutíu og sex létust í átökum í Sýrlandi í gær, þrátt fyrir að stríðandi fylkingar hafi lýst yfir fjögurra daga vopnahléi í gærmorgun þegar ein mesta trúarhátíð múslima, Eid-al-Adha, hófst en hún markar upphaf hinna árlegu pílagrímaferða til Mekka. 27.10.2012 11:20 Tóku upp auglýsingu á Langjökli Í byrjun júní kom japanski dekkjaframleiðandinn Yokohama til Íslands til að taka upp vetrardekkjaauglýsingu á Langjökli. Japanskt og franskt framleiðslufyrirtæki stóðu sameiginlega að auglýsingunni, en Peppi hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus aðstoðaði við undirbúninginn. 27.10.2012 11:06 Heimilisofbeldi í Hafnarfirði Nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 27.10.2012 10:07 Rólegra á skjálftasvæðinu - óvissustig enn í gildi Nokkuð rólegra var á skjálftasvæðinu út af Norðurlandi í gærkvöldi og í nótt. Síðasti skjálfti sem náði þremur stigum var rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi en fyrir utan hann hefur enginn skjálfti mælst stærri en þrjú stig síðan á fimmtudagsmorgun. Skjálftarnir eiga flestir upptök sín vestan megin á skjálftasvæðinu nær Siglufirði þar sem stóri skjálftinn varð fyrir tæpri viku síðan. Vísindamenn veðurstofunnar fylgjast náið með þróuninni í samstarfi við Almannavarnir og er óvissustig enn í gildi. 27.10.2012 09:45 Páll horfinn af sjónvarpsskjánum í bili „Ég tók mér bara ótímabundið leyfi frá þessu eins og ég hef oft gert áður,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri, sem nú í október hefur ekki lesið fréttir í Sjónvarpinu eins og hann er vanur. 27.10.2012 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Flugi til New York aflýst vegna fellibyls Icelandair hefur ákveðið að fella niður flug milli Keflavíkur og New York á morgun vegna fellibylsins Sandy. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að fjórar flugferðir eru felldar niður. Ekki er gert ráð fyrir að þessi breyting valdi röskun á öðru flugi Icelandair. 28.10.2012 21:41
"Við verðum að vera viðbúin því versta“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Sandy. 28.10.2012 21:08
Lögreglumenn áhyggjufullir Lögreglumenn á Vestfjörðum hafa þungar áhyggjur af fjárheimildum til lögreglunnar á svæðinu. Niðurskurður síðustu ára, auk þeirrar staðreyndar að lögreglan hafi ekki fengið að fullu bættar verðlagshækkanir og tilfærslur á kostnaði, sem færður hefur verið bótalaust yfir á rekstur lögreglunnar, hefur orðið til þess að rekstur lögreglunnar er kominn undir það sem hægt væri að kalla þolmörk. 28.10.2012 20:56
Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28.10.2012 19:30
„Ef ég sæi lausn í málinu værum við sestir að borðinu“ Það kemur ekki til greina að breyta hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna að svo stöddu, segir formaður sjómannasambandsins. Hann segir ágætis afkomu vera hjá útgerðunum til að standa straum af auknum kostnaði vegna veiðileyfagjaldsins. 28.10.2012 19:01
Di Matteo: Dómarinn var skelfilegur og kostaði okkur þennan leik Roberto di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, var virkilega harðorður í garð dómara leiksins, Mark Clattenburg, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Manchester United 3-2. 28.10.2012 19:00
Eins og að leggja veg í gegnum Dimmuborgir Jarð- og náttúrufræðingur líkir lagningu Álftanesvegar í gegnum Garðahraun við það að Mývetningar legðu veg í gegnum Dimmuborgir. Svæðið sé það síðasta sinnar tegundar við höfuborgarsvæðið. Hæstaréttarlögmaður segir lagarök bæjarstjórnarinnar í Garðbæ brjóstumkennanleg. 28.10.2012 18:37
New York nánast lokuð Í kvöld verður svo öllum almenningssamgöngum lokað, þar á meðal neðanjarðarlestakerfi borgarinnar og strætisvagnar. Á morgun verður svo öllum skólum í borginni lokað. 28.10.2012 17:52
Vildi 50 prósent hlut í Facebook - sagðist hafa fundið á upp á síðunni með Zuckerberg Paul Ceglia, kaupsýslumaður og frumkvöðull frá New York, hefur verið ákærður fyrir að reyna svíkja fé út úr Facebook en maðurinn fullyrti að hann ætti 50 prósent hlut í samskiptamiðlinum. 28.10.2012 15:54
26 börn fengu styrk úr Vildarbörnum Icelandair Tuttugu og sex börnum og fjölskyldum þeirra, samtals rúmlega 150 manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í gær, fyrsta vetrardag. 28.10.2012 15:07
Bítlarnir hættu ekki vegna Yoko Ono Bítlarnir hættu ekki vegna Yoko Ono, líkt og lengi hefur verið haldið fram. Þetta segir Bítillinn Sir Paul McCartney í viðtali við sjónvarpsmanninn David Frost, sem sýnt verður á Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni í næsta mánuði. 28.10.2012 15:01
Ásta Ragnheiður býður sig ekki fram Spurð hvort að með þessari ákvörðun sé hún að hætta í stjórnmálum segir hún: „Ég hef ákveðið þetta núna og svo sjáum við bara til hvað setur," segir hún. 28.10.2012 14:27
Flóðbylgjuviðvaranir dregnar til baka Áttatíu þúsund manns þurftu að rýma heimili sín á Hawai í nótt af ótta við fljóðbylgju eftir að mjög öflugur skjálfti varð við vesturströnd Kanada. Fljóðbylgjurnur reyndust þó minni en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og hafa fljóðbylgjuviðvaranir verið dregnar tilbaka 28.10.2012 13:16
Haltu áfram að borga af láninu þínu Lántakendur eiga í mörgum tilvikum kröfu á fjármögnunarfyrirtæki eins og Lýsingu vegna ofgreiðslna af gengistryggðum lánum segir hæstaréttarlögmaður. Fólk eigi samt sem áður að halda áfram að greiða af lánunum þar sem vanskil setji skuldara í verri stöðu. 28.10.2012 12:42
Misskilningur að höfuðborgarbúar greiði fyrir landsbyggðina Allt að 278% munur var á hæsta og lægsta kostnaði við að hita upp meðalstórt íbúðarhúsnæði á ári á landinu í fyrra. 28.10.2012 12:31
Sandy hefur áhrif á kosningabaráttuna Fellibylurinn Sandy hefur sett kosningabaráttu forstaframbjóðendanna í Bandaríkjunum úr skorðum. Talið er að fellibylurinn komi að landi á morgun og geti haft víðtæk áhrif um alla austurströnd Bandaríkjanna en íbúum er sagt að búa sig undir jafnvel margra daga rafmagnsleysi. 28.10.2012 12:26
Fóru í sund í Árbæjarlaug - foreldrarnir sóttu þá á lögreglustöðina Um klukkan hálf sex í morgun var tilkynnt um pilta sem höfðu laumast í sund í Árbæjarlaug. Þeir voru handsamaðir frekar klæðalitlir og vegna aldurs var haft samband við foreldra þeirra. Auk þess verður barnaverndarnefnd gert viðvart um hegðan piltanna. Að sögn lögreglu voru piltarnir sóttir af foreldrum sínum. 28.10.2012 11:04
Kastaði steini í mannlausa bifreið Maður var handtekinn um klukkan sjö í morgun en lögreglu var tilkynnt um að hann væri að reyna komast inn í bifreið á Laugavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir manninn kasta steini í gegnum hliðarrúðu bifreiðar sem stóð mannlaus í stæði. Hann var í annarlegu ástandi og gat í engu gert grein fyrir gerðum sínum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 28.10.2012 10:55
Fíkniefni, líkamsárás og vopnaburður í Vesturbæ Fimm voru handteknir og vistaðir í fangageymslu klukkan hálf sjö í morgun eftir gleðskap í íbúð við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögregla fékk tilkynningu um að eitthvað gengi á í íbúðinni og kom þá í ljós að samkvæmi hafi farið úr böndunum og komu fíkniefni, líkamsárás og vopnaburður meðal annars við sögu, að sögn lögreglu. Rætt verður við fólkið síðar í dag. 28.10.2012 10:49
Yrsa ein af tíu bestu í Independent Skáldsagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur hefur verið valin ein af tíu bestu glæpa- og spennusögum vetrarins af álitsgjöfum breska stórblaðsins Independent. Bókin kom út nú í vikunni á ensku, undir nafinu I Remember You, og hefur hún fengið ágætis dóma, meðal annars í Guardian og Marie Claire. 28.10.2012 10:35
Fleiri skjálftar fyrir norðan Þrír jarðskjálftar um og yfir þrjú stig urðu á skjálftasvæðinu fyrir utan Norðurland í gærkvöldi. Tveir voru tuttugu kílómetrum norðaustur af Siglufirði á svipuðum stað og stóri skjálftinn sem reið yfir fyrir viku síðan en þeir mældust 3 og 3,3 stig. 28.10.2012 10:16
Jarðskjálfti upp á 7,7 stig við Kanada Mjög öflugur jarðskjálfti varð við vesturströnd Kanada rétt eftir klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt og mældist hann 7,7 stig. 28.10.2012 10:04
Sagði dyraverði hafa reynt við konuna sína Tvær líkamsárásir voru skráðar í miðborginni eftir nóttina. Í öðru tilfellinu voru átök á milli aðila sem voru mjög óljós. Í hinu tilfellinu veittist maður á fimmtugsaldri að dyravörðum og síðan lögreglumönnum sem voru við staðinn. Vildi hann meina að dyraverðirnir hefðu litið konu hans hýru auga. Maðurinn gistir fangageymslu. Að sögn lögreglu var nokkuð um tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum. 28.10.2012 09:58
Sofnaði á rauðu ljósi Nokkur erill var var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um miðnætti veittu lögreglumenn athygli bifreið á Langholtsvegi. Ökumaður hafði stöðvað á rauðu ljósi en þegar græna ljósið kom fór bifreið hans ekki af stað. 28.10.2012 09:36
Hvað ætti ég að gera með kastala? Sara Marti Guðmundsdóttir lifir engan veginn dæmigerðu lífi. Hún er söngkona, leikkona og leikstjóri, býr í London með annan fótinn á Íslandi og sögur ganga um glamúrlíf að hætti kvikmyndastjarna. Sara sagði Friðriku Benónýsdóttur sannleikann að baki sögunum, rómantíska ástarsögu og hvernig það er að búa í því fræga hverfi Notting Hill í London. 27.10.2012 22:00
Facebook í tvísýnum línudansi Þrátt fyrir að á Facebook sé nú rúmlega milljarður virkra notenda, eða sjöunda hvert mannsbarn á jarðarkringlunni, eru kólguský við sjóndeildarhringinn. Virði fyrirtækisins hefur lækkað um 40 milljarða dala frá því að það var sett á markað í maí og lúta helstu áhyggjur á Wall Street að möguleikum eða skorti á möguleikum, fyrir Facebook til tekjuöflunar. 27.10.2012 20:30
Gekk ekki út Enginn var með fyrsta vinninginn í lottóinu í kvöld en vinningurinn hljóðaði upp á 28,5 milljónir króna. Tveir voru þá með annan vinning og fá þeir rúmlega 200 þúsund í sinn hlut. Einn var með allar jókertölurnar í réttri röð og fær sá heppni spilari tvær milljónir í vasann. 27.10.2012 19:27
Óhugnanlegt morð í New York Barnfóstra sem grunuð er um að hafa stungið tvö börn í hennar umsjá til bana í New York fyrir helgi er í lífshættu, en hún reyndi að svipta sig lífi. Lögregla hefur enn ekki getað yfirheyrt hana vegna málsins, sem vakið hefur mikinn óhug vestanhafs. 27.10.2012 19:13
Íslensk ungmenni íhaldssamari en fyrir 20 árum Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. 27.10.2012 18:57
Losuðu tarf úr girðingarflækju "Hann var sprækur en um leið maður nær að setjast á kviðinn á þeim þá detta þeir niður og verða rólegir,“ segir Þröstur Ágústsson, meðlimur í Björgunarfélagi Hornafjarðar, sem aðstoðuðu tarf sem var fastur í girðingu hjá Firði í Lóni. 27.10.2012 16:32
Ætlar að halda áfram í stjórnmálum Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, segist vera skuldbundinn til að halda áfram sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að verið í gær dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik. 27.10.2012 15:59
Eignaðist marga óvini „Ég eignaðist marga óvini á starfsferli mínum hjá Fjármálaeftirlitinu,“ sagði Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri FME, á laugadagsspjalli Framsóknarfélags Reykjavíkur sem fór fram í dag. 27.10.2012 15:27
Sumir fengu sér oft í skálina Hinn árlegi kjötsúpudagur er haldinn hátíðlegur í dag. Yfir 1500 lítrar af kjötsúpu eru í boði fyrir gesti og gangandi á fimm stöðum á Skólavörðustíg í miðborginni. 27.10.2012 15:04
Jóhanna hvöss í garð fjármálastofnanna: Lánin þarf að endurreikna strax! Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að frekari undansláttur fjármálastofnanna varðandi útreikninga erlendra lána verði ekki liðinn - lánin þurfi að endurreikna strax. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Natura í dag. 27.10.2012 14:11
Gat ekki sagt Ragnar og Brynjar Hinn írski Graham Norton átti í erfiðleikum með að bera nöfn krakkanna í Of Monsters and Men fram. Hann gat þó sagt Nanna, en nöfnin Ragnar og Brynjar voru aðeins of erfið fyrir hann. 27.10.2012 13:44
Er þetta ekki aðeins of mikil snilld? Raftækjaframleiðandinn Panasonic hefur nú hannað vélmenni sem sérhæfir sig í því að nudda höfuð. Vélmennið er keimlíkt öðru vélmenni frá Panasonic sem sér um að þvo hár. 27.10.2012 13:21
"Ef þú vilt ekki blotna þá áttu ekki að fara í sund“ Prófessor í byggingarverkfræði segir að Íslendingar sem og aðrir að skjálftasvæðum verði að vera vel undirbúnir skjálftum. 27.10.2012 12:16
Nubo líkt við illmennið Dr. No úr James Bond Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo segist í viðtali við der Spiegel eiga erfitt með að skilja af hverju fjárfestingaráform hans hér á landi hafi verið svona umdeild. 27.10.2012 11:47
Átök þrátt fyrir vopnahlé Hundrað fjörutíu og sex létust í átökum í Sýrlandi í gær, þrátt fyrir að stríðandi fylkingar hafi lýst yfir fjögurra daga vopnahléi í gærmorgun þegar ein mesta trúarhátíð múslima, Eid-al-Adha, hófst en hún markar upphaf hinna árlegu pílagrímaferða til Mekka. 27.10.2012 11:20
Tóku upp auglýsingu á Langjökli Í byrjun júní kom japanski dekkjaframleiðandinn Yokohama til Íslands til að taka upp vetrardekkjaauglýsingu á Langjökli. Japanskt og franskt framleiðslufyrirtæki stóðu sameiginlega að auglýsingunni, en Peppi hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus aðstoðaði við undirbúninginn. 27.10.2012 11:06
Heimilisofbeldi í Hafnarfirði Nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 27.10.2012 10:07
Rólegra á skjálftasvæðinu - óvissustig enn í gildi Nokkuð rólegra var á skjálftasvæðinu út af Norðurlandi í gærkvöldi og í nótt. Síðasti skjálfti sem náði þremur stigum var rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi en fyrir utan hann hefur enginn skjálfti mælst stærri en þrjú stig síðan á fimmtudagsmorgun. Skjálftarnir eiga flestir upptök sín vestan megin á skjálftasvæðinu nær Siglufirði þar sem stóri skjálftinn varð fyrir tæpri viku síðan. Vísindamenn veðurstofunnar fylgjast náið með þróuninni í samstarfi við Almannavarnir og er óvissustig enn í gildi. 27.10.2012 09:45
Páll horfinn af sjónvarpsskjánum í bili „Ég tók mér bara ótímabundið leyfi frá þessu eins og ég hef oft gert áður,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri, sem nú í október hefur ekki lesið fréttir í Sjónvarpinu eins og hann er vanur. 27.10.2012 09:00