Fleiri fréttir

Fleiri bekki svo fólk hreyfi sig

Öldungaráð Hafnarfjarðar leitar nú til bæjarstjórnar, fyrirtækja og félagasamtaka í bænum um að koma að verkefninu „Brúkum bekkinn“.

Endurkjörin formaður BSRB

Félagsmál Elín Björg Jónsdóttir var í gær endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára. Elín Björg hefur verið formaður frá árinu 2009 og hún fékk 212 atkvæði í kjörinu sem fór fram á þingi BSRB. Jónas Engilbertsson hlaut tólf atkvæði en auðir seðlar voru þrír.

Færeyingar færast nær réttarbreytingu

Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það.

Aldrei fleiri nauðganir tilkynntar í Ósló

Tilkynningum um nauðganir og nauðgunartilraunir hefur fjölgað stöðugt hjá lögreglunni í Ósló síðasta áratug og þær hafa aldrei verið fleiri en einmitt í fyrra. Dagbladet segir frá þessu á vef sínum.

Vonar að 28 kaflar verði hafnir fyrir lok ársins

Framvinduskýrsla um aðildarviðræður Íslands við ESB, sem kynnt var á dögunum staðfestir að viðræður ganga vel, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Hann vonast til þess að viðræður verði hafnar um 28 kafla af 33 fyrir árslok.

Vilja friðlýsa 479 hektara lands

Umhverfisstofnun og bæjarstjórn Garðabæjar hafa auglýst tvær tillögur að friðlýsingu svæða innan marka Garðabæjar. Svæðin eru í eigu Garðabæjar, utan Vífilsstaðahrauns sem er í eigu ríkisins, og er samanlögð stærð þeirra 479,3 hektarar.

Aldrei meiri áhugi á sumarbústaðalóðum í Grímsnesi

Sjaldan eða aldrei hefur verið jafnmikill áhugi á sumarbústaðalóðum í Grímsnesi eins og nú, þrátt fyrir allt tal um efnahagskreppu. Oddviti sveitarfélagsins segir þetta koma skemmtilega á óvart. Fjölmargir bústaðir eru í byggingu og biðlisti er eftir lausum lóðum.

Myndskreytt líffræðikennslubók fyrir blinda

Nýútskrifaður grafískur hönnuður hefur útbúið myndskreytta kennslubók í líffræði fyrir blind og sjónskert börn, en slíkt kennsluefni þekkist varla hér á landi. Verkið hefur vakið talsverða athygli erlendis og hefur höfundur áhuga á að ráðast í gerð fleiri sambærilegra bóka.

Lítill ávinningur af risasveitarfélagi

Prófessor í stjórmálafræði segir lítinn ávinning af því búa til annað risasveitarfélag á Suðvesturhorninu. Hann efast um að það muni muni gagnast sveitarstjórnarsviðinu.

Lyfturnar of litlar á spítalanum

Lyftur gjörgæsludeildar Landspítalans eru svo litlar að nauðsynleg tæki komast oft ekki í þær. Öndunarvélinni er oft sleppt þegar sjúklingar eru fluttir milli hæða. Hugmyndir eru um að byggja utanáliggjandi lyftur á elsta hluta spítalans.

Fjórtán ára stelpa sendir sjúkum börnum hárið sitt

Hin fjórtán ára gamla Helga Guðrún Þorbjörnsdóttir ákvað í vikunni að klippa af sér hárið og senda það til útlanda svo hægt sé að gera úr því hárkollu fyrir börn sem hafa misst hárið vegna lyfjameðferðar.

Tryggvi vill leiða listann í Norðausturkjördæmi

Tryggvi Þór Herbertsson ætlar að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Norð-Austurkjördæmi í komandi kosningum. Þetta hyggst hann tilkynna á fundi kjördæmisráðs flokksins sem fram fer í Mývatnssveit um helgina. Tryggvi vildi ekki staðfesta þetta í dag en samkvæmt heimildum fréttastofu tilkynnti Tryggvi, Kristjáni Þór Júlíusson núverandi oddvita flokksins í kjördæminu um ákvörðun sína í dag. Kristján hyggst halda áfram á þingi og því stefnir í oddvitaslag hjá Sjálfstæðismönnum í NorðAusturkjördæmi.

Safna fyrir bændur sem fóru illa út úr fárviðrinu

Söfnun til að styðja við bakið á bændum á þeim svæðum sem urðu fyrir áföllum í fárviðrinu sem gekk yfir Norðurland í september var formlega hleypt af stað í gær. Á sama tíma hófust bændadagar Kaupfélags Skagfirðinga.

Lýst eftir ökumönnum á skellinöðru og bifreið

Lögreglan á Suðurnesjum auglýsir eftir tveimur vitnum vegna líkfundar í Keflavík í morgun. Lögreglan vill ná tali af ökumanni á skellinöðru og ökumanni á bifreið, en þessum ökutækjum mun hafa verið ekið meðfram sjónum eftir Ægisgötu á sjötta tímanum í nótt.

Lætur krabbamein ekki aftra sér frá prófkjöri

Pétur Blöndal þingmaður ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segist vilja koma hreint fram við sína kjósendur og tilkynna þeim að hann þjáist af krabbameini en hafi samt margt fram að færa.

„Skelfileg niðurstaða“ í dómsmáli

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir nýuppkveðinn dóm yfir manni sem réðist á lögreglumenn við störf vera vonbrigði. Maðurinn fékk átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á tvo lögreglumenn í fangageymslu lögreglustöðvar.

Stórt skref í átt að bættu öryggi sjómanna

Aðildarþjóðir Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar hafa náð samkomulagi um staðfestingu á svonefndri Torremolios samþykkt. Það þykir eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í átt að bættu öryggi sjómanna á fiskiskipum á heimsvísu.

Dýr rúntur

"Það er ekki oft sem lögreglumönnum er komið á óvart," segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á facebook síðu sinni, en þó gerðist það um daginn þegar verið var að skoða myndir úr hraðamyndavél nokkurri. Þar var að finna sama ökumanninn á tveimur myndum með um 10 mínútna millibili.

Dæmd í 99 ára fangelsi

Dómstóll í Dallas í Bandaríkjunum dæmdi í dag 23 ára gamla konu til 99 ára fangelsisvistar fyrir að hafa misþyrmt tveggja ára gamalli dóttur sinni í september á síðasta ári.

Rottueitur í lifrarpylsubitunum

Ljóst er að rottu- eða músaeitur var í lifrarpylsubitum sem dreift var í og við reiðhöll Gusts í Kópavogi í síðasta mánuði. Hundaræktunarfélagið Rex neyddist til að fresta hundasýningu sinni vegna atviksins.

Alls óvíst hver hinn látni er - lögreglan óskar upplýsinga

Svo virðist sem lögreglan viti ekki hver það er, sem fannst látinn í fjörunni í Keflavík um hádegisbil í dag. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag fannst lík þar. Lögreglan hefur varist allra frétta en sendi tilkynningu laust fyrir klukkan fjögur.

Undarlegt grjót fannst á Mars

Vitjeppinn Curiosity hefur nú hafið vettvangsrannsóknir sínar á Mars. Fyrstu niðurstöðurnar er komnar í hús en þær hafa vægast sagt komið vísindamönnum í opna skjöldu.

Barnamaraþon á þriðjudaginn

Barnamaraþon alþjóðasamtakanna Save the Children verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi á þriðjudaginn. Þá er alþjóðlegur dagur fæðu og næringar. Hlaupið kallast Kapphlaupið um lífið, eða Race for Survival og fer fram í 40 löndum í ár. Rúmlega 20 þúsund börn taka þátt í hlaupinu. Þau vilja vekja athygli á baráttunni gegn hungri og þætti hungurs og vannæringar í fjölda barnadauða á hverju ári. Hlaupið er ákall til stjórnvalda og ráðamanna um að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir barnadauða af viðráðanlegum orsökum.

Sló í brýnu milli mótmælenda

Það sló í brýnu milli fylgismanna Mohammed Mursi, forseta Egyptalands, og andstæðinga hans á Frelsistorginu í Kaíró í dag. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa beitt forsetatilskipun um að ríkissaksóknari Egyptalands yrði gerður að erindreka landsins í Páfagarði.

Lík fannst í fjörunni við Reykjanesbæ

Lík fannst í fjörunni við Reykjanesbæ í dag. Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu, en Vísir hefur fengið þær upplýsingar að fréttatilkynning verði send út klukkan fjögur í dag.

Enn á sjúkrahúsi eftir hnífsstungu í Bankastræti

Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var með eggvopni í Bankastræti rétt upp úr miðnætti, er enn á sjúkrahúsi, en félagi hans, sem líka hlaut áverka í árásinni hefur verið útskrifaður. Lögregla rannsakar málið sem sem alvarlega líkamsárás.

Dópaður ökumaður gaf upp nafn systur sinnar

Rösklega þritug kona hefur verið ákærð fyrir að aka bíl undir áhrifum amfetamíns skammt frá Háaleitisbraut í október í fyrra og án öryggisbeltis. Þegar lögreglan hafði afskipti af konunni gaf hún upp nafn systur sinnar. Hegðun konunnar varð til þess að systir hennar var sökuð um brotið og boðið að gangast undir lögreglusátt. Brot konunnar varðar við almenn hegningarlög.

Súðvíkingar fá aðstoð vegna jarðvegseldanna

Ríkisstjórnin mun styrkja Súðarvík um tíu milljónir króna vegna kostnaðar af slökkvistarfi þegar jarðvegseldar kviknuðu í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar. Eins og Vísir greindi frá, ekki alls fyrir löngu, nemur heildarkostnaður um 20 milljónum króna. Eldurinn logaði á fjórtán hektara svæði en hann kviknaði út frá grilli, að talið er.

Boða byltingu í greiningu brjóstakrabbameins

Áætlað er að um fjörutíu þúsund konur látist úr brjóstakrabbameini árlega. Bandarískt nýsköpunarfyrirtæki boðar nú byltingu í greiningu sjúkdómsins. Breast Tissue Screening Bra býður upp á stöðuga skimun eftir æxlum og öðrum einkennum krabbameins.

Bleiki dagurinn í dag

Bleiki dagurinn 2012 er haldinn um allt land í dag og voru landsmenn um allt land hvattir til að klæðast einhverju bleiku eða hafa bleikt í fyrirrúmi á Bleika deginum til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Leikskólakrakkar á Grænuborg létu sitt ekki eftir liggja eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt.

Hættur að drekka kókómjólk eftir árekstur

Umferðaróhapp varð við Merkigerði á Akranesi í gærkvöldi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bifreið ekið á mannlausa og kyrrstæða bifreið sem staðsett var út í vegkanti. Bílarnir skemmdust talsvert en eru þó óökuhæfir.

450 þúsund krónum fátækari vegna ölvunaraksturs

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt ökumann á þrítugsaldri til ökuleyfissviftingar í 14 mánuði og til greiðslu sektar upp á 210 þúsund krónur og til greiðslu sakarkostnaðar upp á rúmlega 240 þúsund krónur, eða samtals rúmlega 450 þúsund krónur. Dóminn hlaut maðurinn fyrir akstur undir áhrifum ífíkniefna í tvígang, með aðeins nokkurra daga millibili.

Fatlaðir kjósendur fá að velja sér aðstoðarmann

Fatlaðir kjósendur hafa nú með tilteknum skilyrðum sjálfir rétt til að ákveða hver aðstoðar þá við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og á kjörfundi. Lög þar um voru samþykkt á Alþingi í gær.

ESB handhafi friðarverðlauna Nóbels

Evrópusambandið hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta tilkynnti norska Nóbelsnefndin fyrir skömmu. Formaður nefndarinnar sagði að Evrópusambandið hafi á síðustu sex áratugum stuðlað að auknum friði í Evrópu og lýðræðisumbótum. Þá hafi sambandinu tekist að breyta Evrópu í heimsálfu friðar eftir margra áratuga átök.

Neistaflug í sjónvarpseinvígi varaforsetaefnanna

Óhætt er að segja að bandarískum sjónvarpsáhorfendum hafi verið boðið upp á mikið neistaflug þegar varaforsetaefnin Joe Biden og Paul Ryan tókust á í fyrsta sjónvarpseinvígi sínu.

Sacha Baron Cohen á að leika Freddy Mercury

Ákveðið hefur verið að gamanleikarinn Sacha Baron Cohen, best þekktur sem persónan Borat, taki að sér hlutverk Freddy Mercury í nýrri kvikmynd um þennan litríka söngvara hljómsveitarinnar The Queen.

Romney eykur forskot sitt á Obama

Ný skoðanakönnun á vegum Reuters/Ipsos sýnir að Mitt Romney hefur aukið forskot sitt á Barack Obama á landsvísu í kosningabaráttuni um forsetaembætti Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir