Innlent

Enn á sjúkrahúsi eftir hnífsstungu í Bankastræti

GS skrifar
Bankastræti, þar sem árásin varð.
Bankastræti, þar sem árásin varð.
Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var með eggvopni í Bankastræti rétt upp úr miðnætti, er enn á sjúkrahúsi, en félagi hans, sem líka hlaut áverka í árásinni hefur verið útskrifaður. Lögregla rannsakar málið sem sem alvarlega líkamsárás.

Það var á mót við veitingahúsið Lækjarbrekku, sem sló í brýnu með þolendunum og árásarmönnunum, sem voru tveir, en vitni að árásinni hringdu í ofboði á lögreglu. Þegar hún kom á vettvang voru árásarmennirnir horfnir, en þolendurnir voru fluttir í sjúkarbíl á slysadeild. Lögregla girti af svæðið og hóf vettvangsrannsókn. Tilefni árásarinnar er enn óljóst, en þolendurnir tengjast ekki fíkniefnum eða undirheimunum með öðrum hætti. Lögregla telur sig vita hverjir árásarmennirnir eru og er nú að leita þeirra, auk þess sem vitni að árásinni hafa verið yfirheyrð í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×