Hlutverk sálusorgarans tekur sinn toll Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. október 2012 10:54 Hreint hjarta, verðlaunamynd Gríms Hákonarsonar frá Skjaldborgarhátíðinni í vor, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum," sagði Grímur í samtali við Fréttablaðið í vor. „Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina." Með merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi.Kristinn Friðfinnsson sóknarprestur.„Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð." Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra." Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Hreint hjarta, verðlaunamynd Gríms Hákonarsonar frá Skjaldborgarhátíðinni í vor, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum," sagði Grímur í samtali við Fréttablaðið í vor. „Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina." Með merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi.Kristinn Friðfinnsson sóknarprestur.„Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð." Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra." Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira