Fleiri fréttir

Auður Laxness er látin

Auður Sveinsdóttir Laxness, ekkja Nóbelsverðlaunaskáldsins Halldórs Laxness, er látin á níutugasta og fimmta aldursári. Hún fæddist á Eyrarbakka 30. júlí 1918 en ólst upp á Bárugötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún giftist Halldóri Laxness rithöfundi í desember 1945 og byggðu þau heimili sitt að Gljúfrasteini í Mosfellsdal þar sem þau bjuggu ásamt dætrum sínum Sigríði og Guðnýju.

Búast við 7,6 milljarða afgangi á rekstri borgarinnar

Gert er ráð fyrir 7,6 milljarða króna afgangi hjá Reykjavíkurborg á næsta ári, samkvæmt frumvarpi Reykjavíkurborgar til fjárhagsáætlunar. Þar er um að ræða samstæðureikning en gert er ráð fyrir að A-hlutinn sem er hinn eiginlegi rekstur borgarinnar skili 329 milljón króna afgangi á árinu 2013.

Dúkkuhúsið á Manhattan

Íbúum í Chelsea-hverfinu á vesturhluta Manhattan brá heldur í brun þegar framhlið þriggja hæða húss hrundi til grunna í veðurofsanum í gær.

Tré rifnuðu upp með rótum í Maryland

Stormurinn Sandy hefur valdið usla víða á austurströnd Bandaríkjanna. En áhrif hans eru þó ekki aðeins að finna á helstu hamfarasvæðum líkt og New Jersey og New York. Veðurofsinn einnig haft mikil áhrif á höfuðborgina sjálfa, Washington, og stór svæði í Kanada.

Íbúðalánssjóðssvikarar fá þungar refsingar

Búið er að dæma fimm karlmenn fyrir að svíkja tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009. Sá sem hlaut þyngsta dóminn var Helgi Ragnar Guðmundsson sem hlaut þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu.

Husky hundur lagðist á fé

Fjáreigandi í Sandgerði tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum nýverið að hann væri með Husky hund í haldi sem hefði verið að atast í sauðfé sínu.

Sprengingin sem olli rafmagnsleysi á Manhattan

Rafmagnsleysið á Manhattan er rakið til sprengingar í Con Edison rafmagnsfyrirtækinu í nótt. Ofurstormurinn Sandy hefur valdið víðtækum rafmagnstruflunum á austurströnd Bandaríkjanna en alls eru um 6.5 milljónir manna án rafmagns.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Oracle komin

Umdeild skýrsla Ríkisendurskoðunar um Oracle fjárhags- og mannauðskerfi var birt á vef Ríkisendurskoðunar í dag. Í skýrslunni kemur fram að áætlanagerð vegna kaupa og innleiðingar á kerfinu hafi veirð ábótavant. Bæði hafi innleiðingartími verið vanáætlaður sem og stofnkostnaður kerfisins. Þá hafi heildarkostnaður kerfisins ekki verið metinn, eins og segir í skýrslunni.

Um 50 heimili hafa brunnið

Að minnsta kosti 50 heimili í Queens hafa orðið eldin að bráð á flóðasvæðunum í New York. Um 190 slökkviliðsmenn unnu að því að ráða niðurlögum eldanna og hafa tveir þeirra slasast lítillega, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðnu. Slökkviliðið þurfti aðstoð Þjóðvarðarliðsins til þess að komast á staðinn. Tilkynnt var um eldinn um klukkan ellefu í gær að staðartíma, eða um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Bandarískir fjölmiðlar hafa það eftir slökkviliðsmönnum að vatnsyfirborðið sé sumstaðar svo hátt að það nái mönnum alveg upp að brjósti.

Það verður prófkjör í Norðausturkjördæmi

Ákveðið hefur verið að prófkjör verði haldið um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári, en það mun þá fara fram þann 26. janúar. Framboðsfrestur rennur út 7. desember. Þetta kemur fram á Vikudegi.is.

Fella niður flug til og frá New York

Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins FI615 frá Keflavík til New York og flug FI614 frá New York til Keflavíkur, í dag þriðjudaginn 30. Október, hefur verið fellt niður vegna lokunar JFK flugvallar af völdum fellibylsins Sandy.

Jónína fer fram gegn Vigdísi

Jónína Benediktsdóttir athafnakona gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Suður í kosningum til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jónína birti meðal annars á Facebook-síðu sinni.

Hátt í 10 þúsund án vinnu

Að meðaltali voru 9.200 manns án vinnu og í atvinnu¬leit á þriðja ársfjórðungi, eða 5% vinnuaflsins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Atvinnuleysi mældist 5,1% hjá körlum og 5% hjá konum. Rétt tæplega 173 þúsund manns voru starfandi eða 77,1% af mannfjölda. Hlutfall starfandi karla var rétt tæplega 80% og starfandi kvenna 74%. Þegar á heildina er litið fækkaði atvinnulausum um 1.500 frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Atvinnulausum konum fækkaði um 1.000 og atvinnulausum körlum um 500.

Katrín Jakobsdóttir stefnir á fyrsta sætið í Reykjavík

Katrin Jakobsdóttir hefur ákveðið að taka þátt í forvali Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs framboðs í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember og gefur kost á sér í fyrsta sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Forfeður okkar klifruðu í trjám

Rannsóknir á beinagrindum forfeðra okkar af tegundinni Australophithecus afarensis sýna að þeir hafa klifrað í trjám, rétt eins og apar. Þar með virðist komin niðurstaða í mál, sem lengi hafa verið skiptar skoðanir um meðal mannfræðinga.

Öflugustu loftárásir stríðsins

Lítið varð úr fjögurra daga vopnahléi sem reynt var að fá stjórnarherinn og uppreisnarmenn í Sýrlandi til að fallast á fyrir helgi í tilefni af fórnarhátíð múslíma.

Mótmæltu berbrjósta í IKEA

Félagar í femínísku hreyfingunni Femen hafa síðustu daga staðið fyrir berbrjósta mótmælum í IKEA-verslunum í Hamborg í Þýskalandi, París í Frakklandi, Montreal í Kanada og víðar. Hópurinn vill með þessu bregðast við því að konur voru þurrkaðar út úr bæklingi IKEA í Sádi-Arabíu.

Skipa nefnd um neytendavernd

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem gera á úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði. Nefndin á einnig að setja fram tillögur um hvernig styrkja megi stöðu einstaklinga og heimila gagnvart aðilum á fjármálamarkaði sem veita neytendalán.

Raskar lífi fimmtíu milljóna

Hundruðum þúsunda íbúa í New York, Atlantic City og fleiri stöðum á norðausturströnd Bandaríkjanna var skipað að yfirgefa heimili sín í gær meðan fellibylurinn Sandy hamaðist á þessu svæði.

Milljónir Saddams taldar ástæðan

Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, hefur verið tengdur við morð á breskri fjölskyldu og frönskum hjólreiðamanni í frönsku Ölpunum í haust.

Fjárdráttur við HÍ í rannsókn í þrjú ár

Lögregla rannsakar enn mál konu sem var kærð árið 2009 fyrir að draga sér fé frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Á meðan bíður skaðabótamál hennar gegn skólanum meðferðar fyrir dómi.

Úkraínustjórn sögð misnota valdastöðu

Kosningaeftirlit ÖSE segir lýðræði hafa farið aftur í Úkraínu. Stjórnarandstöðu var haldið frá fjölmiðlum og fjármagni. Viktor Janúkovitsj forseti hrósar sigri. Júlía Timosjenkó mótmælir með mótmælasvelti.

Slökkviliðsstjóri segir heimtufrekju á Bifröst

Tími meðvirkni er liðinn segir slökkvliðsstjóri í Borgarbyggð sem sakar Háskólann á Bifröst um að standa ekki við samning um brunavarnir og vera „ótrúlega heimtufrekan“. Rektor segir kvörtun slökkviliðsstjórans koma sér mjög á óvart.

Tvíburabræður temja lærdómskálfinn Hrein

Krakkarnir á bænum Eyrarlandi í Fljótsdal reyna nú að temja hreindýrskálf sem villtist með fé í september og gera hann að gæludýri. Kálfurinn hefur fengið nafnið Hreinn. Kálfurinn er bráðgreindur og námfús, segir bóndinn.

Alvarlegt vinnuslys á Þórhöfn

Tveir karlmenn slösuðust og annar þeirra alvarlega, þegar þeir féllu liðlega sjö metra niður af þaki Ísfélagsins á Þórshöfn á Langanesi undir kvöld í gær og lentu fyrst á kranabómu og höfnuðu síðan á steyptu plani.

Mikill erill í sjúkraflugi

Óvenju mikill erill hefur verið í sjúkraflugi síðasta sólarhringinn og hefur sjúkraflugvél Mýflugs farið í sjö slík flug síðan klukkan átta í gærmorgun og flutt átta manns til Reykjavíkur.

Flugvöllur í Japan lokaður vegna sprengju

Búið er að loka Sendai flugvellinum, einum stærsta flugvellinum í norðurhluta Japans. Lokunin kemur í kjölfar þess að stór sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni fannst við enda einnar flugbrautarinnar þegar verið var að lengja hana.

Ofurölvi og próflaus undir stýri

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á Suðurlandsvegi í gærkvöldi eftir að vegfarendur höfðu tilkynnt um einkennilegt aksturslag hans.

Sandy hefur kostað 14 manns lífið, eignartjón er gífurlegt

Ofurstormurinn Sandy hefur þegar kostað 14 manns lífið í sex ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna og valið gífurlegu eignatjóni. New York borg er meir og minna myrkvuð vegna rafmagnsleysis og Manhattan er á floti en þar hefur aldrei mælst jafnmikil ölduhæð í sögunni.

Stúdentar vilja undanþágu frá byggingarreglugerð

Stúdentar við Háskóla Íslands krefjast þess að veitt verði undanþága frá nýrri byggingarreglugerð svo koma megi í veg fyrir að leigan á nýjum stúdentagörðum verði hærrri en reiknað hafði verið með.

Afbrotum fækkar eftir sérstakt átak lögreglu

Innbrotum og öðrum auðgunarbrotum hefur fækkað umtalsvert síðustu tvö ár. Til dæmis voru innbrot í september á höfuðborgarsvæðinu í sögulegu lágmarki. Er það rakið til sérstaks átaks sem lögreglan réðst í.

Blair vill forseta yfir Evrópusambandið

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, segir að Evrópusambandið ætti að hafa kjörinn forseta. Hann vill alls ekki að Bretar yfirgefi Evrópusambandið og segir að það gæti leitt til mikillar sundrungar.

Námsferðin fór alveg úr skorðum

Hátt á fjórða tug íslenskra kennara brá sér í námsferð til New Jersey nú í vikunni en fellibylurinn Sandy hefur sett heimsóknina allrækilega úr skorðum.

Sjá næstu 50 fréttir