Sandy hefur áhrif á kosningabaráttuna 28. október 2012 12:26 Mynd af Sandy sem Nasa birti í gær. Mynd/Nasa Fellibylurinn Sandy hefur sett kosningabaráttu forstaframbjóðendanna í Bandaríkjunum úr skorðum. Talið er að fellibylurinn komi að landi á morgun og geti haft víðtæk áhrif um alla austurströnd Bandaríkjanna en íbúum er sagt að búa sig undir jafnvel margra daga rafmagnsleysi. Fellibylurinn kostaði sextíu manns lífið á ferð sinni yfir Jamaíku, Kúbu og Bahamaeyjar í síðustu viku en gríðarlegt úrhelli og vindhraði í kringum 40 metra á sekúndu fylgir storminum. Sandy nálgast nú austurströnd bandaríkjanna og búist við að hann nái landi á morgun við Delaware. Þá eru tvær öflugar vetrarlægðir einnig á sama svæði og er því von á aftakaveðri á austurströndinni í byrjun næstu viku sem bandarískir miðlar kalla Frankenstorm en Hrekkjavökuhátíðin er haldin hátíðleg í byrjun næstu viku. Búist er viðð allt að þrjátíu sentimetra rigningu og sextíu sentimetra snjókomu. Sérfræðingar á vegum fox fréttastofunnar telja að stormurinn geti verið mun sterkari en fellibylurinn Irene sem olli meira en 15 milljarða dollara skemmdum á síðasta ári. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sex ríkjum, þar á meðal New York og Virginíu og hafa stjórnvöld þessarra ríkja sagt íbúum að gera viðeigandi ráðstafanir og undirbúa sig undir rafmagnsleysi í marga daga. Ríkisstjóri í Connecticut segir að fólk þurfa að búa sig undir mikil flóð og mögulega versta storm í yfir þrjátíu ár. Forsetaframbjóðendurnir Mitt Romney og Barack Obama hafa þurft að gera breytingar á kosningaherferð sinni vegna Sandy en einungis tíu dagar eru til kosninga en mörg af lykilríkjum í kosningabaráttunni eru einmitt á austurströndinni þar sem veðrið verður hvað verst. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Fellibylurinn Sandy hefur sett kosningabaráttu forstaframbjóðendanna í Bandaríkjunum úr skorðum. Talið er að fellibylurinn komi að landi á morgun og geti haft víðtæk áhrif um alla austurströnd Bandaríkjanna en íbúum er sagt að búa sig undir jafnvel margra daga rafmagnsleysi. Fellibylurinn kostaði sextíu manns lífið á ferð sinni yfir Jamaíku, Kúbu og Bahamaeyjar í síðustu viku en gríðarlegt úrhelli og vindhraði í kringum 40 metra á sekúndu fylgir storminum. Sandy nálgast nú austurströnd bandaríkjanna og búist við að hann nái landi á morgun við Delaware. Þá eru tvær öflugar vetrarlægðir einnig á sama svæði og er því von á aftakaveðri á austurströndinni í byrjun næstu viku sem bandarískir miðlar kalla Frankenstorm en Hrekkjavökuhátíðin er haldin hátíðleg í byrjun næstu viku. Búist er viðð allt að þrjátíu sentimetra rigningu og sextíu sentimetra snjókomu. Sérfræðingar á vegum fox fréttastofunnar telja að stormurinn geti verið mun sterkari en fellibylurinn Irene sem olli meira en 15 milljarða dollara skemmdum á síðasta ári. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sex ríkjum, þar á meðal New York og Virginíu og hafa stjórnvöld þessarra ríkja sagt íbúum að gera viðeigandi ráðstafanir og undirbúa sig undir rafmagnsleysi í marga daga. Ríkisstjóri í Connecticut segir að fólk þurfa að búa sig undir mikil flóð og mögulega versta storm í yfir þrjátíu ár. Forsetaframbjóðendurnir Mitt Romney og Barack Obama hafa þurft að gera breytingar á kosningaherferð sinni vegna Sandy en einungis tíu dagar eru til kosninga en mörg af lykilríkjum í kosningabaráttunni eru einmitt á austurströndinni þar sem veðrið verður hvað verst.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira