"Ef þú vilt ekki blotna þá áttu ekki að fara í sund“ Karen Kjartansdóttir skrifar 27. október 2012 12:16 Þessir hafa örugglega viljað blotna - enda ákváðu þeir að fara í sund. Mynd úr safni Nokkuð rólegra var á skjálftasvæðinu út af Norðurlandi í gærkvöldi og í nótt en fylgst er náið með stöðunni. Prófessor í byggingarverkfræði segir að Íslendingar sem og aðrir að skjálftasvæðum verði að vera vel undirbúnir skjálftum. Síðasti skjálfti á Norðurlandi sem náði þremur stigum var rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi en fyrir utan hann hefur enginn skjálfti mælst stærri en þrjú stig síðan á fimmtudagsmorgun. Skjálftarnir eiga flestir upptök sín vestan megin á skjálftasvæðinu nær Siglufirði þar sem stóri skjálftinn varð fyrir tæpri viku síðan. Vísindamenn veðurstofunnar fylgjast náið með þróuninni í samstarfi við Almannavarnir og er óvissustig enn í gildi. Jarðskorpumælingar svissneska jarðfræðingsins Sabrinu Metzger á svæðinu undanfarin ár benda til þess að nægileg spenna sé til staðar fyrir stóran skjálfta - jafnvel af stærðinni 6,8 sem er álíka mikið og varð í Christchurch á Nýjasjálandi í fyrra og olli þar miklu manntjóni og eyðileggingu. Það skal þó tekið skýrt fram að sérfræðingar segja að skjálfti af þessari stærð myndi ekki valda skaða hér á landi í námunda við það sem þar varð meðal annars vegna þess hve gjör ólíkar jarðskorpurnar eru. Þá eru íslenskar byggingar mjög stekar. Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður grunnrannsókna við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor í byggingaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og Sherbrooke háskóla í Kanada, hefur mikið dvalist í Christchurch eftir skjálftanna og skoðað byggingar. „Það sást aðallega að þau hús sem fóru í sundur, þau voru fjórar hæðir eða meira. Við erum svolítið heppin, því á okkar jarðskjálftasvæðum höfum við mjög lítið af slíkum háum húsum," segir hann. Hann segir reynslu sína þaðan sýna mikilvægi þess að mjög sé vandað til bygginga og þær séu ekki hafðar mjög háar á jarðskjálftasvæðum. Líka á svæðum sem eru ekki á mesta jarðskjálftasvæðinu heldur í námunda við það rétt eins og Christchurch. Þetta megi íbúar á Reykjvíkursvæðinu hafa í huga sem eru í námunda við mjög virkt jarðskjálftasvæði, það er að segja Hveragerði. „Ef maður býr á jarðskjálftasvæði þá verður maður að gera ráð fyrir því að maður lendir í einum stórum. Ef þú vilt ekki blotna þá áttu ekki að fara í sund," segir hann. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira
Nokkuð rólegra var á skjálftasvæðinu út af Norðurlandi í gærkvöldi og í nótt en fylgst er náið með stöðunni. Prófessor í byggingarverkfræði segir að Íslendingar sem og aðrir að skjálftasvæðum verði að vera vel undirbúnir skjálftum. Síðasti skjálfti á Norðurlandi sem náði þremur stigum var rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi en fyrir utan hann hefur enginn skjálfti mælst stærri en þrjú stig síðan á fimmtudagsmorgun. Skjálftarnir eiga flestir upptök sín vestan megin á skjálftasvæðinu nær Siglufirði þar sem stóri skjálftinn varð fyrir tæpri viku síðan. Vísindamenn veðurstofunnar fylgjast náið með þróuninni í samstarfi við Almannavarnir og er óvissustig enn í gildi. Jarðskorpumælingar svissneska jarðfræðingsins Sabrinu Metzger á svæðinu undanfarin ár benda til þess að nægileg spenna sé til staðar fyrir stóran skjálfta - jafnvel af stærðinni 6,8 sem er álíka mikið og varð í Christchurch á Nýjasjálandi í fyrra og olli þar miklu manntjóni og eyðileggingu. Það skal þó tekið skýrt fram að sérfræðingar segja að skjálfti af þessari stærð myndi ekki valda skaða hér á landi í námunda við það sem þar varð meðal annars vegna þess hve gjör ólíkar jarðskorpurnar eru. Þá eru íslenskar byggingar mjög stekar. Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður grunnrannsókna við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor í byggingaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og Sherbrooke háskóla í Kanada, hefur mikið dvalist í Christchurch eftir skjálftanna og skoðað byggingar. „Það sást aðallega að þau hús sem fóru í sundur, þau voru fjórar hæðir eða meira. Við erum svolítið heppin, því á okkar jarðskjálftasvæðum höfum við mjög lítið af slíkum háum húsum," segir hann. Hann segir reynslu sína þaðan sýna mikilvægi þess að mjög sé vandað til bygginga og þær séu ekki hafðar mjög háar á jarðskjálftasvæðum. Líka á svæðum sem eru ekki á mesta jarðskjálftasvæðinu heldur í námunda við það rétt eins og Christchurch. Þetta megi íbúar á Reykjvíkursvæðinu hafa í huga sem eru í námunda við mjög virkt jarðskjálftasvæði, það er að segja Hveragerði. „Ef maður býr á jarðskjálftasvæði þá verður maður að gera ráð fyrir því að maður lendir í einum stórum. Ef þú vilt ekki blotna þá áttu ekki að fara í sund," segir hann.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira