Fleiri fréttir

Langþreytt á sóðaskap miðbæjargesta

Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segir að fjölga þurfi almenningssalernum í miðborginni og fara betur eftir lögreglusamþykkt borgarinnar sem bannar þvaglát á almannafæri. Fréttastofa fann fjögur almenningssalerni í miðbænum í dag, en eitt þeirra var bilað.

Segir Landsvirkjun nota gloppu í skipulagslögum

Landsvirkjun hefur laumast til að hefja framkvæmdir við Mývatn án leyfis. Þetta fullyrðir formaður Landverndar sem vill að framkvæmdir verði stöðvaðar þegar í stað. Forstjóri Landsvirkjunar segir málið misskilning.

"Við erum ekki stödd í Rússlandi“

"Ég finn fyrir stuðningi, fólkið í kjördæminu vill að ég sækist eftir sætinu og ég tel það vera best fyrir flokkinn að ég geri það.“

Ellefu teknir af lífi í Írak

Ellefu fangar voru teknir af lífi í Írak í dag. Mennirnir voru sakfelldir fyrir aðild sína að hryðjuverkastarfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti Íraks voru mennirnir allir Írakar en einn var frá Alsír.

Varað við ísingu

Tveir bílar lentu utan vegar á Holtavörðuheiði í dag. Engin slys urðu á fólki. Mikil ísing er á heiðinni en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi hefur snjóað þó nokkuð í dag.

Tyrkir svara árásum Sýrlendinga

Ekki sér fyrir endann á deilu Sýrlendinga og Tyrkja. Sýrlenski stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir nokkur skotmörk á Tyrknesku landi í nótt og í kjölfarið svöruðu Tyrkir í sömu mynt.

Bænastund vegna April

Leit að hinni fimm ára gömlu April Jones hefur ekki enn borið árangur. Hátt í sjö hundruð manns komu saman í bæjarkirkjunni í welska bænum Machynlleth þar sem beðið var fyrir April.

Vilja stöðva framkvæmdir við Bjarnarflagsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur farið frama á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi.

Fann sig knúinn til að fara út í pólitík

Nýr formaður Samstöðu, flokks sem Lilja Mósesdóttir stofnaði, ætlaði aldrei að koma nálægt stjórnmálum en fann sig knúinn til þess í núverandi ástandi. Hann segir mikið verk vera að vinna sérstaklega í skuldavanda þjóðarinnar.

"Við höfum misst fókusinn“

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Árni sækist nú eftir stöðu formanns í Samfylkingunni en hann ræddi við Sigurjón M. Egilsson um landspólitíkina, aðildarviðræður við ESB og framtíðarsýn Samfylkingarinnar.

Varðveita veggjalist byltingarinnar

Hópur egypskra listamanna og ljósmyndara hafa tekið saman höndum til þess að vernda veggjalist í Egyptalandi. Útkoman er bókin Veggjaspjall (e. Wall Talk). Á 680 blaðsíðum er farið yfir sögu veggjalistar í Egyptalandi en þetta róttæka listform varpar ljósi á tíðaranda Egyptalands frá því að stjórnarbyltingin hófst árið 2011.

Skepnur suðursins villta fékk Gullna Lundann

Verðlaunaafhending á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Gullni Lundinn, aðalverðlaun hátíðarinnar, voru veitt myndinni Skepnur suðursins villta eða Beasts of the Southern Wild eftir bandaríska leikstjórann Benh Zeitlin.

Kosið í Venesúela

Forsetakosningar fara í dag fram í Venesúela og er búist við að þær verði mest spennandi kosningar í landinu í áratug.

Uppgötvuðu 160 nýjar tegundir

Um 160 nýjar tegundir hafa fundist á fjallinu Kinabalu á eyjunni Borneo í Malasíu. Þetta tilkynntu vísindamenn síðastliðinn fimmtudag. Fjallað er um málið á fréttasíðu CNN.

Brann til kaldra kola á Hellisheiði

Mikil ísing myndaðist á Hellisheiði í nótt. Minniháttar meiðsl urðu á fólki þegar bíll valt þar í nótt og brann til kaldra kola.

Rassskellti þrjá menn með frumskógarsveðju

Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar og verslunareigendur í borginni eru orðnir langþreyttir á því að þurfa sápuþvo innganga og skot eftir næturbrölt gesta í miðborginni. Að kasti af sér þvagi er brot á lögreglusamþykkt. Á sjötta tímanum í nótt brast þolinmæðin hjá einum íbúa þegar þrír menn köstuðu af sér vatni við hans. Mennirnir migu ofan í kjallaraglugga að svefnherbergi hans. Þá hljóp íbúinn út með frumskógarsveðju í hendi og rassskellti mennina með sveðjunni. Í þokkabót var íbúinn kviknakinn en að lokinni rassskellingunni hvarf hann aftur inn í húsið. Sveðjumaðurinn var handtekinn og gefur nú skýrslu hjá lögreglu þar sem honum gafst kostur á að skýra háttsemi sína. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var honum gefinn kostur á að bregða á sig klæði áður en hann var fluttur á lögreglustöðina.

Ísraelar skutu niður ómannað njósnavél

Lítil ómönnuð njósnavél var skotin niður í suðurhluta Ísrael í gær. Vélin hrapaði í Negev eyðimörkinni og leyfa hennar nú leitað. Ekki er vitað hvaðan flugvélin kom. Þá er enn óljóst að hvort að vélin hafi verið notuð til njósna eða hvort að hana hafi verið átt að nota til loftárása.

Gáleysi getur kostað ofnæmisveik börn lífið

Íslenskir matvælaframleiðendur virðast oft ekki gera sér grein fyrir því að gáleysi við merkingar getur kostað barn með fæðuofnæmi miklar þjáningar og jafn vel lífið. Þetta var meðal þess sem fram kom á stofnfundi félags foreldra barna með ofnæmi og astma í dag.

Ríkið aðstoði bæjarfélög við að kaupa kvóta

Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum.

David Blaine í auga stormsins

Töframaðurinn David Blaine heillaði íbúa New York í dag með nýjasta glæfrabragði sínu. Sjónhverfingamaðurinn hefur reynt ýmislegt í gegnum tíðina en fátt jafn tilkomumikið og það nýjasta.

"SÁÁ hefur snert hverja einustu fjölskyldu í landinu“

Tæplega eitt þúsund manns mættu á 35 ára afmæli SÁÁ í Háskólabíói í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði fundinn ásamt Jóni Gnarr, borgarstjóra. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað er á íslensku þjóðina að skrifa undir frumvarp um betra líf fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans.

Þægilegt andrúmsloft á RIFF

Kvikmyndahátíðin RIFF nær hápunkti í kvöld þegar veitt verða verðlaun í fjölda flokka. Aðalverðlaun hátíðarinnar eru Gullni lundinn og við hittum formann dómnefndarinnar sem segist afar hrifinn af hátíðinni.

Stærsta hópslysaæfing sem haldin hefur verið

Stærsta hópslysaæfing sem haldin hefur verið hér á landi fór fram í Reykjavík í dag. Yfir sex hundruð manns frá öllum viðbragðsaðilum komu að æfingunni þar sem flugvél með hundrað farþega átti að hafa brotlent á Reykjavíkurflugvelli.

Fjögur ár frá neyðarlögum

Í dag eru fjögur ár liðin frá því neyðarlög voru sett í landinu og Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra bað guð um að blessa Ísland í eftirminnilegu sjónvarpsávarpi.

Auglýsing fyrir prentara tekin upp á Siglufirði

Ný auglýsing fyrir nýjan prentara frá HP var tekin upp á Siglufirði í byrjun september. Um tuttugu manns komu hingað til lands á meðan upptökum stóð en það var íslenska kvikmyndafyrirtækið Pegasus sem sá um verkefnið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fyrst horft til Grænlands sem tökustað en Siglufjörður þótti fallegri og varð hann því fyrir valinu. Auglýsingin fer í dreifingu í Bandaríkjunum og víðar.

Nýr formaður Samstöðu

Birgir Örn Guðjónsson, var kjörinn formaður Samstöðu flokks lýðræðis og velferðar, á aðalfundi flokksins sem lauk síðadegis í dag. Birgir Örn var eini frambjóðandinn. Varaformenn eru þau Pálmey H. Gísladóttir og Sigurbjörn Svavarsson. Lilja Mósesdóttir stofnaði flokkinn.

Ákærður fyrir morðið á April Jones

Mark Bridger, fjörutíu og sex ára Breti, var í dag ákærður fyrir morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, sem saknað hefur verið síðan í byrjun vikunnar.

Opnunarveisla Samtaka um nýja stjórnarskrá

Fjöldi fólks var samankominn í gamla Ellingsen-húsinu í gær þegar kosningarskrifstofa Samtaka um nýja stjórnarskrá var opnuð. Þar voru meðal annars samankomnir stjórnlagaráðsþingmenn og alþingismenn til að stilla saman strengi sína fyrir kosningar um stjórnarskrá. Einnig var frumflutt lagið Undirstöður sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur samdi við texta úr fyrsta kafla frumvarpsins.

Vildi ekki fara á slysadeild þrátt fyrir stungusár á fæti

Maður, sem var með stungusár á fæti í nótt, var fluttur á slysadeild þvert gegn vilja sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu átti hnífstungan sér stað skömmu eftir miðnætti en lögreglu var ekki tilkynnt um hana fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Þá kom maðurinn í hús í Setbergi alblóðugur.

Yfir 600 manns tóku þátt í æfingunni

Flugslysaæfingin á Reykjavíkurflugvelli í dag virðist hafa tekist mjög vel í flesta staði að sögn Árna Birgissonar, samræmingarstjóra flugvalla hjá Isavia. Æfingunni lýkur í dag en alls taka um 630 manns þátt í henni, sem gerir æfinguna að þeirri umfangsmestu sem haldin hefur verið hérlendis.

Smábátasjómenn komnir með kjarasamning

Kjarasamningur sjómanna hjá Sjómannasambandi Íslands við Landssamband smábátaeigenda hefur verið samþykktur. Atkvæði voru talin í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær.

Hárgreiðslusýning hunda í Þýskalandi

Hárgreiðslusýning hunda fer nú fram í Stadroda í Þýskalandi. Um er að ræða alþjóðlega sýningu en þátttakendur koma frá Finnlandi, Póllandi og Danmörku. Á meðfyljgandi mynd sést Ilse Vermeiren frá Belgíu snyrta hundinn sinn fyrir sýninguna.

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

Búið er að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og allar björgunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu vegna flugslysaæfingar á Reykjavíkurflugvelli.

Göngum nú öll til góðs

Landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, hófst í morgun klukkan tíu og söfnunarstöðvar á nærri áttatíu stöðum á landinu verða opnar til klukkan sex í dag.

SÁÁ býður landsmönnum í Háskólabíó

SÁÁ heldur upp á 35 ára afmæli sitt í dag og af því tilefni er landsmönnum boðið í Háskólabíó klukkan tvö í dag. Á fimmtudaginn hófu samtökin undirskriftasöfnun þar sem stuðningi er lýst við frumvarp sem á að stuðla að því að hjálpa þeim sem enn eru hjálparþurfi í baráttunni við alkóhólisma og afleiðingar hans.

Bryti páfa í 18 mánaða fangelsi

Fyrrverandi bryti Benedikts páfa sextánda var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hann var sakaður um að stolið trúnaðarskjölum frá skrifstofu páfa og lekið þeim til ítalskra fjölmiðla.

Íbúum í Vesturbyggð fjölgar

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá búa nú 940 íbúar í Vesturbyggð og hefur þeim fjölgað um 40 frá því fyrir tveimur árum.

Tungumálunum fækkaði um eitt

Bobby Hogg, verkfræðingur frá Skotlandi er látinn 92 ára að aldri. Það sem gerir andlát hans fréttnæmt er að hann var sá síðasti sem talaði sérstaka skoska mállýsku sem kennd er við Cromarty fiskimenn.

Leiðtogi námumanna myrtur

Leiðtogi bandalags námuverkamanna í Suður-Afríku var myrtur við hvítagullsnámur fyrirtækisins Lonmin í gær. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á morðinu en grunur leikur á að öryggissveitir Lonmin hafi verið þar að verki.

Norðmenn vilja íslenskt starfsfólk

Sendinefnd frá Sveitarfélaginu Sunndal í mið-Noregi er væntanleg hingað til lands um miðjan mánuð. Tilgangur heimsóknarinnar er að leita að starfsfólki á Íslandi en sveitarfélaginu og fyrirtækjum þar vantar 20 til 30 starfsmenn.

Abu Hamza mætir fyrir dómara

Íslamski eldklerkurinn Abu Hamza var fluttur til Bandaríkjanna í nótt ásamt fjórum öðrum. Hann verður dregin fyrir dómara í New York seinna í dag þar sem hann verður ákærður fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk.

Beitir sér af alefli gegn Capriles

Henrique Capriles, forsetaframbjóðandi í Venesúela, sakar Hugo Chavez forseta um að hafa gefið ríkisstarfsmönnum bæði rauðan bol og frí í vinnunni einn dag til að taka þátt í kosningasamkomu á fimmtudaginn. Þeim hafi verið gert skylt að mæta á fundinn.

Til efnahagslegs helvítis og til baka

Hinn 1. október 2008 kynnti fjármálaráðuneytið nýja þjóðhagsspá. Hún gerði ráð fyrir að "eftir áralanga kröftuga uppsveiflu“ væri aðlögun að jafnvægi hafin í þjóðarbúinu. Samkvæmt henni myndi hagvöxtur verða 1,7 prósent á Íslandi árið 2008 og 1,1 prósent árið 2009. Spáð var að atvinnuleysi myndi aukast á því ári og verða 2,7 prósent.

Fjárhættuspil stöðvað í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöld veitingastað í austurborginni vegna gruns um að þar væri stundað fjárhættuspil. Einn var handtekinn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir