"SÁÁ hefur snert hverja einustu fjölskyldu í landinu“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. október 2012 21:30 Frá Borgarbíói í dag. mynd/SÁÁ Tæplega eitt þúsund manns mættu á 35 ára afmæli SÁÁ í Háskólabíói í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði fundinn ásamt Jóni Gnarr, borgarstjóra. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað er á íslensku þjóðina að skrifa undir frumvarp um betra líf fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans. Dagskráin í Háskólabíói í dag var fjölbreytt. KK, Ellen Kristjáns, Valdimar, Jónas Sig og Kristjana Stefánsdóttir sungu við undirleik hljómsveitarinnar Buffs og fjölmargir heiðruðu samtökin með ávörpum. Hannes og Smári, leiknir af Halldóru Geirharðs og Ólafíu Hrönn slógu síðan í gegn hjá gestum. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, sló síðan botninn í hátíðarhöldin þegar hann hvatti alla til dáða og til að halda áfram að vinna saman að Betra lífi. „Fólkið í landinu er fyrir löngu búið að átta sig á því hvað SÁÁ stendur fyrir. SÁÁ hefur snert hverja einustu fjölskyldu í landinu," sagði Gunnar Smári í dag. „Það byggir á traustum grunni sem frumkvöðlarnir mótuðu á tímum þegar engin úrræði voru til fyrir veika alkóhólista. Það tókst að byggja upp SÁÁ eins og það er í dag, það tókst að byggja hér upp faglega meðferð á þessum grunni, að við ættum sama rétt á heilbrigðisþjónustu og aðrir sjúklingar á þessu landi." Betra líf er átak sem SÁÁ hóf á fimmtudaginn en um 3500 manns hafa nú tekið í því. Tilgangur átaksins er að þjóðin leggi fram frumvarp sem á að hjálpa þeim sem enn eru hjálpar þurfi af völdum áfengissýki. „Baráttufundur SÁÁ - haldinn í Háskólabíói 6. október 2012 í tilefni af 35 ára afmæli samtakanna - skorar á íslensku þjóðina að skrifa undir frumvarp um betra líf fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans. Fundurinn hvetur þjóðina til að taka undir þá réttlátu kröfu að hluti þess áfengisgjalds, sem áfengissjúklingar greiða, verði notaður til að hjálpa þeim til betra lífs." Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Tæplega eitt þúsund manns mættu á 35 ára afmæli SÁÁ í Háskólabíói í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði fundinn ásamt Jóni Gnarr, borgarstjóra. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað er á íslensku þjóðina að skrifa undir frumvarp um betra líf fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans. Dagskráin í Háskólabíói í dag var fjölbreytt. KK, Ellen Kristjáns, Valdimar, Jónas Sig og Kristjana Stefánsdóttir sungu við undirleik hljómsveitarinnar Buffs og fjölmargir heiðruðu samtökin með ávörpum. Hannes og Smári, leiknir af Halldóru Geirharðs og Ólafíu Hrönn slógu síðan í gegn hjá gestum. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, sló síðan botninn í hátíðarhöldin þegar hann hvatti alla til dáða og til að halda áfram að vinna saman að Betra lífi. „Fólkið í landinu er fyrir löngu búið að átta sig á því hvað SÁÁ stendur fyrir. SÁÁ hefur snert hverja einustu fjölskyldu í landinu," sagði Gunnar Smári í dag. „Það byggir á traustum grunni sem frumkvöðlarnir mótuðu á tímum þegar engin úrræði voru til fyrir veika alkóhólista. Það tókst að byggja upp SÁÁ eins og það er í dag, það tókst að byggja hér upp faglega meðferð á þessum grunni, að við ættum sama rétt á heilbrigðisþjónustu og aðrir sjúklingar á þessu landi." Betra líf er átak sem SÁÁ hóf á fimmtudaginn en um 3500 manns hafa nú tekið í því. Tilgangur átaksins er að þjóðin leggi fram frumvarp sem á að hjálpa þeim sem enn eru hjálpar þurfi af völdum áfengissýki. „Baráttufundur SÁÁ - haldinn í Háskólabíói 6. október 2012 í tilefni af 35 ára afmæli samtakanna - skorar á íslensku þjóðina að skrifa undir frumvarp um betra líf fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans. Fundurinn hvetur þjóðina til að taka undir þá réttlátu kröfu að hluti þess áfengisgjalds, sem áfengissjúklingar greiða, verði notaður til að hjálpa þeim til betra lífs."
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira