Þægilegt andrúmsloft á RIFF Jóhanna Margrét Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. október 2012 20:30 Geoffrey Gilmore mynd/fréttastofa Kvikmyndahátíðin RIFF nær hápunkti í kvöld þegar veitt verða verðlaun í fjölda flokka. Aðalverðlaun hátíðarinnar eru Gullni lundinn og við hittum formann dómnefndarinnar sem segist afar hrifinn af hátíðinni. Geoffrey Gilmore er í dag stjórnandi Tribeca hátíðarinnar í New York en í sautján ár stýrði hann Sundance hátíð Roberts Redford. Hann segist afar hrifinn af RIFF og ekki síst sjálfu landinu. „Ég nýt þess sannarlega. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands og mig hefur langað að koma hingað í mörg ár," segir Geoffrey. Jeffrey segir að úrval myndanna á RIFF hafi komið sér ánægjulega á óvart, erfitt sé að gera upp á milli. Gullni lundinn, eru veitt ungum kvikmyndagerðarmönnum sem aðeins hafa gert eina eða tvær myndir á ferlinum. En á hvað horfir dómarinn þegar hann metur myndirnar sem tilnefndar eru? „Við leitum að einhvers konar frumleika, að þær taki áhættu. Það var einmitt um þetta sem keppnin snerist." Jeff segir andrúmsloftið á RIFF mun þægilegra en á stóru hátíðunum út í heimi þar sem allt snúist um viðskipti. „Maður getur hitt alla, maður fær tækifæri til að setjast niður og tala við fólk, maður er ekki bara að þjóta frá einum viðburði til annars, eins og það er til dæmis í Cannes." Starfs síns vegna horfir Jeff á gríðarlegan fjölda mynda, eða rúmlega sex hundruð á ári. Það kemur því ekki á óvart að hann skuli hafa séð Djúpið hans Baltasars á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Hann segist hafa orðið mjög hrifinn. „Hún var alls ekki eins og ég bjóst við að hún væri. Maður hugsar um þetta sem sögu um skipsskaða og maður hefur séð slíkar myndir áður. En þetta er óvenjuleg saga um björgun sem er næstum ótrúleg," segir Geoffrey að lokum. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF nær hápunkti í kvöld þegar veitt verða verðlaun í fjölda flokka. Aðalverðlaun hátíðarinnar eru Gullni lundinn og við hittum formann dómnefndarinnar sem segist afar hrifinn af hátíðinni. Geoffrey Gilmore er í dag stjórnandi Tribeca hátíðarinnar í New York en í sautján ár stýrði hann Sundance hátíð Roberts Redford. Hann segist afar hrifinn af RIFF og ekki síst sjálfu landinu. „Ég nýt þess sannarlega. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands og mig hefur langað að koma hingað í mörg ár," segir Geoffrey. Jeffrey segir að úrval myndanna á RIFF hafi komið sér ánægjulega á óvart, erfitt sé að gera upp á milli. Gullni lundinn, eru veitt ungum kvikmyndagerðarmönnum sem aðeins hafa gert eina eða tvær myndir á ferlinum. En á hvað horfir dómarinn þegar hann metur myndirnar sem tilnefndar eru? „Við leitum að einhvers konar frumleika, að þær taki áhættu. Það var einmitt um þetta sem keppnin snerist." Jeff segir andrúmsloftið á RIFF mun þægilegra en á stóru hátíðunum út í heimi þar sem allt snúist um viðskipti. „Maður getur hitt alla, maður fær tækifæri til að setjast niður og tala við fólk, maður er ekki bara að þjóta frá einum viðburði til annars, eins og það er til dæmis í Cannes." Starfs síns vegna horfir Jeff á gríðarlegan fjölda mynda, eða rúmlega sex hundruð á ári. Það kemur því ekki á óvart að hann skuli hafa séð Djúpið hans Baltasars á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Hann segist hafa orðið mjög hrifinn. „Hún var alls ekki eins og ég bjóst við að hún væri. Maður hugsar um þetta sem sögu um skipsskaða og maður hefur séð slíkar myndir áður. En þetta er óvenjuleg saga um björgun sem er næstum ótrúleg," segir Geoffrey að lokum.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira