Fleiri fréttir

Njála sem mun ná tæpa hundrað metra

Sunnlendingar og Húnvetningar hafa nú hafist handa við að koma höfuðritum sínum á refla að hætti evrópskra miðaldamanna. Húnvetningar eru þó lengra á veg komnir með sinn Vatnsdælurefil en ekki er enn búið að stinga nál í Njálurefil þeirra Sunnlendinga.

Engin viðbragðsáætlun til staðar

?Slökkviliðin hafa farið í gegnum gríðarlegt lærdómsferli en engin viðbragðsáætlun var til staðar sem hægt var að vinna eftir. Eftir situr mikill lærdómur um það hvernig á að takast á við jarðvegselda.? Meðal annars var notast við haugsugur, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt og grafinn var skurður til að hamla útbreiðslu eldsins.

Dílaskarfi vex ásmegin vestra

Dílaskarfur hefur náð góðri fótfestu í Strandabyggð og blómleg byggð þessa tígulega fugls fer nú stækkandi. Fréttavefurinn strandir.is segir frá. Aðalvarpstaðir dílaskarfs eru í Breiðafirði og Faxaflóa og lítið sem ekkert utan þeirra svæða en ekki er vitað um annað dílaskarfsvarp á Ströndum.

Stórkostlegum Ólympíuleikum lýkur í kvöld

Lokaathöfn Ólympíuleikanna í Lundúnum er hafin. Mikil leynd hvílir yfir athöfninni og hafa skipuleggjendur hennar forðast að gefa upp hvaða listamenn munu koma fram.

Sænska leiðin ýtir undir mansal

Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum.

Rannsókn á Lindsor-málinu komin á skrið hjá sérstökum

Kaupþing var að reyna að greiða upp eigin skuldabréf og afstýra falli bankans þegar hundrað sjötíu og ein milljón evra var millifærð til Lúxemborgar til félags sem stjórnendur bankans stýrðu í miðju hruni, sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands. Rannsókn málsins er komin af stað hjá sérstökum saksóknara eftir eins og hálfs árs bið eftir gögnum.

Solveig Lára nýr vígslubiskup á Hólum

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sá um vígsluna. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu en frú Agnes hafði áður gegnt embættinu.

Á bleiku skýi á Selfossi

Delludagurinn stendur nú yfir á Selfossi en hann er í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Þá sýna ökumenn ýmsa hæfileika sína í nokkrum þrautum.

Sigrid enn leitað

Lögreglan í Ósló leitar enn hinnar sextán ára gömlu Sigridar Schjetne. Hún hvarf þegar hún var á leiðinni heim til sín fyrir rúmri viku.

Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt

Fyrsta gifting samkynhneigðra sem athafnarstjóri hjá Siðmennt stýrði átti sér stað í gær. Það voru þær Jana Björg Ingadóttir og Jóhanna Kristín Gísladóttir sem giftu sig með persónulegri athöfn og í viðurvist sinna nánustu.

Órói við Mýrdalsjökul

Nokkur skjálftavirkni hefur verið í og við Mýrdalsjökul í dag. Í morgun varð jarðskjálfti upp á 2.7 stig norður af Goðabungu. Lítill órói hefur verið í Mýrdalsjökli vegna þessa skjálfta og er ekki vitað til þess að leiðni í ám sem renna frá jöklinum hafi aukist. Lítil skjálftavirkni hefur verið í jöklinum síðustu vikur og sýna mælingar að spenna í jarðskorpunni fer minnkandi.

Fimmtíu þúsund flóttamenn í Tyrklandi

Tugþúsundir Sýrlendinga hafa flúið yfir landamærin til Tyrklands og annarra nágrannaríkja frá því stjórnarbylting hófst í Sýrlandi á síðasta ári. Yfirvöld í Tyrklandi áætla að rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn séu nú í landinu.

Skiptar skoðanir um Ryan

Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun repúblikanans Mitt Romney að tilnefna hinn 42 ára gamla fulltrúardeildarþingmann Paul Ryan sem varaforsetaefni sitt, en Ryan, sem hefur setið 14 ár í fulltrúadeildinni hefur allan sinn feril einbeitt sér að einu máli, fjárlögum bandaríska ríkisins.

Arababandalagið frestar fundi

Fulltrúar Arababandalagið hafa frestað fundi sínum í Sádí-Arabíu þar sem ræða átti málefni Sýrlands.

Barn steig á jarðsprengju

Sex ára drengur lét lífið í Bosníu í gær eftir að hafa stigið á jarðsprengju í skógi sem eru um 30 kílómetra norður frá höfuðborg landsins Sarajevó.

Íranir hraða smíði kjarnavopns

Stjórnvöld í Íran hafa látið hraða vinnu við smíði kjarnaodds, að því er ísraelska dagblaðið Haaretz greindi frá um helgina. Blaðið byggir frétt sína á heimildarmönnum innan úr stjórnkerfi Ísrael og gögnum frá bandarísku leyniþjónustunni.

Solveig Lára vígð til embættis vígslubiskups

Í dag kl. 14 verður sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígð til embættis vígslubiskups á Hólum. Sr. Solveig Lára er önnur konan sem tekur biskupsvígslu á Íslandi, á eftir biskupi Íslands, frú Agnesi Sigurðardóttur.

Melrakkinn þjóðardýr Íslendinga

Melrakkasetur Íslands í Súðavík stefnir að því að gera melrakkann að þjóðardýri Íslendinga. Á fréttavefnum BB.is er vitnað í ársskýrslu setursins en þar kemur fram að unnið verði að því leynt og ljóst enda nokkurn veginn í höfn að tófan sé orðin einkennisdýr Vestfjarða.

Á þriðja hundrað látnir í Íran

Áætlað er að um 250 liggi í valnum eftir tvo snarpa jarðskjálfta sem riðu yfir norðvesturhluta Íran í gær. Yfirvöld telja að um tvö þúsund hafi slasast og að eignatjón sé stórfellt.

Lést í Iron Man-keppninni

Keppandi í Ironman-keppninni í New York lést í gær eftir að hafa átt í erfiðleikum þegar hann þreytti sund hluta keppninnar í Hudson ánni milli New York-borgar og New Jersey, að því er fréttaveitan Reuters greinir frá.

Fíkniefnamál á Fiskideginum mikla

Fjölmenni var á Dalvík í gær. Fiskudagurinn mikli fór þar fram og lék veðrið við hátíðargesti. Fjögur fíkniefnamál komu upp í bænum í nótt og var maður tekinn með töluvert magn af alsælu og kókaíni.

Róleg nótt í miðbænum

Skemmtanahald fór víða fram í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt vegna Hinsegin daga. Mikill fjöldi fólks var í bænum þrátt fyrir rigningu og rok.

Allir fá farsíma á Indlandi

Forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, mun á næstu dögum útdeila farsímum til allra fjölskyldna sem búa undir fátæktarmörkum í landinu. Um er að ræða sex milljón fjölskyldur.

Vilja fá ungt fólk til að striplast í meira mæli

Nektarstrendur og álíka staðir eru iðulega þéttsetnir af eldra fólki. Forsvarsmenn nektargarðs í Flórída í Bandaríkjunum berjast nú fyrir því að fá ungt fólk til að afklæðast og skemmta sér á adams- og evuklæðunum.

Skattleysi Dorritar vegna tvísköttunarsamnings við Bretland

Dorrit Moussaieff forsetafrú ber að greiða skatta á Íslandi þar sem hún hefur lögheimili hér á landi í samræmi við meginreglu skattaréttar. Hún telur fram hér en vegna tvísköttunarsamnings við Bretland greiðir hún ekki skatta á Íslandi.

Enginn með allar tölur réttar

Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld. Vinningstölurnar voru 2, 12, 24, 28 og 38. Bónustalan var 18.

Eldur í bílageymslu

Eldur kom upp í bílageymslu við Hestavað í Norðlingaholti á þriðja tímanum í dag. Tilkynnt var um reyk og svaraði slökkvilið höfuðborgarsvæðisins útkallinu.

Regnhlífar og regnbogalitir í Gleðigöngunni

Gleðigangan hófst núna klukkan tvö. Þrátt fyrir úrhelli eru hátíðargestir með bros á vör. Mikill fjöldi var saman kominn á Vatnsmýrarvegi þar sem gangan hófst.

Ólympíuleikunum lýkur með stærsta teiti allra tíma

Lokaathöfn Ólympíuleikanna fer fram á morgun. Líkt og með setningarathöfn leikanna hvílir mikil leynd yfir dagskránni á morgun. Stephen Daldry, leikstjóri lokaathafnarinnar, lofar ótrúlegri sýningu og besta teiti fyrr og síðar, eins og hann orðaði það.

Breti vann 28 milljarða króna

Heppinn Breti vann 148 milljónir punda í Euromillions happdrættinu í gær. Vinningsupphæðin nemur tæpum 28 milljörðum íslenskra króna.

Eins og forystumenn Samfylkingar "hafi ekki aðgang að internetinu"

Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu með evru mætti gera ráð fyrir að ábyrgðir íslenska ríkisins vegna björgunarsjóðs evrunnar væru um 115 milljarðar króna. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann byggir þetta á útreikningum sem hann hefur tekið saman.

Mansal eykst í Noregi

Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku í gildi árið 2009. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi en þau eru að sænskri fyrirmynd.

Fyrsta myndin af Crowe í hlutverki Nóa

Bandaríska kvikmyndaverið Paramount Pictures hefur birt fyrstu myndina af Russell Crowe í hlutverki Nóa. Þó svo að fátt annað en veðrað andlit stórleikarans sjáist á myndinni hefur hún vakið mikla athygli.

Tveir menn stela af starfsfólki

Tveir menn eru grunaðir um þjófnað í miðborginni í morgun. Tilkynnt var um þjófnað á munum starfsfólks á hóteli við Skúlagötu klukkan tíu í morgun.

Beið á kili skútunnar eftir hjálp

Lítilli skútu hvolfdi rétt fyrir utan Reykjavík í gærkvöld. Það voru skipverjar á lystiskipi sem tilkynntu um atvikið. Var þá þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt björgunarskipinu hjá Ársæli.

Búast við metþátttöku í Gleðigöngunni

Hin árlega Gleðiganga Hinsegin daga fer fram í dag en líkt og í fyrra er nú gengið frá Vatnsmýrarvegi en ekki Hlemmi. Búist er við metþáttöku en um fjörutíu atriði eru skráð til leiks.

Sex féllu í Afganistan

Þrír bandarískir hermenn voru í gærkvöldi skotnir til bana af afgönskum verkamanni í herstöð í Gamsir-héraði í suðurhluta landsins.

Clinton ræðir framtíð Sýrlands

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í Tyrklandi til að ræða við þarlend stjórnvöld um harðnandi átök í Sýrlandi og vaxandi straum flóttamanna.

Mitt Romney velur Paul Ryan sem varaforsetaefni

Mitt Romney, forsetaefni repúblikanaflokksins, hyggst tilnefna fulltrúardeildarþingmanninn Paul Ryan frá Wisconsin sem varaforsetaefni sitt í dag, að því er Reuters greinir frá.

Enn loga eldar

Enn loga eldar í Laugardal í Súðavíkurhreppi en átta dagar eru síðan þar var fyrst varts elds í jarðvegi. Slökkviliðið á Ísafirði vann að slökkvistarfi í gær og í nótt en vaktaskipti voru í morgun við Slökkviliðið á Súðavík.

Sjá næstu 50 fréttir