Erlent

Hátt í fimm þúsund yfirgefa heimili sín á Kanaríeyjum

Frá Kanaríeyjum
Frá Kanaríeyjum mynd/AP
4700 íbúar á Kanaríeyjum hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að skógareldar kviknuðu á Kanaríeyjum fyrir um viku síðan.

Vonast var til þess að tekist hefði að slökkva þá en þeir hafa blossað upp að nýju. Spænskir slökkviliðsmenn berjast við eldinn en Spánn hefur verið hart leikinn vegna skógarelda á þessu ári.

Ástæðan er talin sú að síðastliðinn vetur var einkar þurrviðrasamur eða sá þurrasti í sjötíu ár að því er breska ríkissútvarpið greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×