Fleiri fréttir

Bílaumferð um Kjalveg minnkað í sumar

Bílaumferð um Kjalveg hefur snar minnkað, eða um 22 prósent í sumar, samanborið við síðasta sumar, en þá jókst hún líka um álíka tölu, samkvæmt teljara Vegagerðarinnar í grennd við Blöndulón.

Vilji fyrir varanlegri göngugötu

„Við vitum að meðal margra rekstraraðila á Skólavörðustíg er mikill áhugi fyrir því að gera neðsta hluta götunnar að varanlegri göngugötu,“ segir Hjálmar Sveinsson sem sæti á í skipulagsráði Reykjavíkur.

Var hótað með eigin haglabyssu

Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn, Snorra Sturluson og Daniel Arciszewski, fyrir hrottalegt rán og frelsissviptingu í Breiðholti í júlí síðastliðnum.

Rekstur Seðlabankans dýrari

Rekstrarkostnaður Seðlabanka Íslands var 2.314 milljónir króna á síðasta ári en hann hækkaði um ríflega 400 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns sem birt var á vef Alþingis í gær.

Lögreglusamstarf í hættu án Schengen

Breyta þyrfti Leifsstöð umtalsvert og fjölga lögreglumönnum og EES-samstarfið kæmist í uppnám ef Ísland segði sig úr Schengen. Svo segir í skýrslu Ögmundar Jónassonar til Alþingis. Telur þó mikilvægt að endurskoða aðildina reglulega.

Lést eftir fall af torfæruhjóli

Maðurinn sem lést eftir fall af torfærumótorhjóli við Lyklafell á Sandskeið á sunnudagskvöld hét Vilhjálmur Freyr Jónsson, fæddur 18. október 1965.

Helle Thorning-Schmidt hingað

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, kemur í opinbera heimsókn til Íslands næstkomandi mánudag.

Bæjarstjóri afsakar óreiðu við RÚV-þátt

Gríðarleg óreiða var í stjórnsýslu Hornafjarðar í aðdraganda þáttagerðar RÚV á Höfn í júní. Kostnaður fór margfalt fram úr áætlun. Skipulagstjórinn íhugaði að fá lögbann á söluhjalla sem reistir voru. Skiptar skoðanir eru um þættina.

Eignaspjöll oftast unnin um helgar

Skráð brot á hegningarlögum voru töluvert fleiri í júlí síðastliðnum en síðustu ár, að því er fram kemur í nýútkomnum Afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra.

Fylgdin þorri allrar vinnu handhafa

Forseti Íslands segir að ef sá siður yrði aflagður að handhafar forsetavalds fylgi forsetanum til og frá Leifsstöð þá væri jafnframt búið að afnema nánast allt vinnuframlag þeirra.

Getur ekki aflétt friðun álfta

Umhverfisráðherra getur, lögum samkvæmt, ekki aflétt friðun álfta, en má þó veita staðbundna undanþágu frá lögum, til að bregðast við skemmdum sem álftir vinna á ræktarlöndum. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokks.

Samdráttur í hálendisumferð

Talsvert minni umferð hefur verið um hálendið í sumar en var í fyrra, samkvæmt umferðartölum Vegagerðarinnar um Kjalveg.

Syngur með „yngra liðinu“

„Það er ekkert að henni!“ segir söngvarinn Ragnar Bjarnason spenntur um væntanlega dúettaplötu sem hann hefur nýlokið upptökum á.

Tugir gengu berserksgang á bráðamóttöku

Tugir manna eiga yfir höfði sér ákæru eftir að þeir réðust inn á bráðamóttökuna á sjúkrahúsinu í Óðinsvéum seint í fyrrakvöld og brutu þar allt og brömluðu.

Obama hótar nú hernaði í Sýrlandi

Beiti Sýrlandsstjórn efnavopnum í stríði sínu gegn uppreisnarmönnum, þá fer hún yfir strikið að mati Bandaríkjaforseta. Rússar enn andvígir íhlutun.

Bregðast þarf við þurrkum

Alþjóðlega veðurfræðistofnunin segir nauðsynlegt að ríki heims komi sér saman um skynsamleg viðbrögð við þurrkum, sem eru óvenju miklir þetta árið og hafa áhrif á matvælaverð um heim allan.

Kínverskur bóndi smíðaði sér nýja handleggi

Síðustu átta ár hefur kínverski bóndinn Sun Jifa unnið sleitulaust að því að smíða sér gervihendur. Gervilimirnir eru nú tilbúnir og Jifa getur loks hugsað um búið sitt.

Uppvakningur í framboð - keyrir á einu máli

Uppvakningur mun tilkynna um framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna á næstu dögum. Hræið, sem kallar sig A. Zombie, mun ferðast um landið á næstu dögum ásamt mennskri konu sinni.

Smálánafyrirtæki hafna 40% umsókna um lán

Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, fer fyrir Útlánum, samtökum smálánafyrirtækja. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann gaf þar álit sitt á þeirri umræðu sem sprottið hefur upp vegna smálánafyrirtækja.

Beljur, þungarokk og fjörug næturvakt í Noregi

Endurgerð á sjónvarpsþáttunum Næturvaktin verður brátt tekin til sýninga í Noregi. Stutt stikla fyrir þáttaröðina var frumsýnd í dag. Ragnar Bragason, leikstjóri og einn af höfundum Vaktaseríanna, býst við góðri skemmtun.

Ungir fíkniefnaneytendur leggja undir sig tóm hús

Fíkniefnaneytendur leggja undir sig fjölda tómra húsa á höfuðborgarsvæðinu til að stunda neyslu sína. Faðir fjórtán ára drengs sem dvalist hefur ásamt félögum sínum í tómu iðnaðarhúsi í Borgartúni segist í áfalli eftir að hafa uppgötvað hvað sonurinn hafði fyrir stafni.

Spjaldtölvur virkja áhuga nemenda

Nemendur sem nota spjaldtölvur í tímum eru áhugasamari en áður um námið, betur skipulagðir og muna betur það sem þeir læra. Þetta sýnir rannsókn sem gerð var meðal nemenda sem taka þátt í tilraunaverkefni með spjaldtölvur í skóla í Reykjavík.

Hjúkrunarheimilið verður rekið með nýstárlegu sniði

Hjúkrunarheimilið Sundabúð á Vopnafirði verður rekið með öðru sniði frá og með næsta ári. Mest áhersla verður lögð á heimaþjónustu. Þjónusta við sjúklinga verður aukin að því leyti að boðið verður upp á kvöld- og helgarþjónustu.

Óttast að Pussy Riot verði beittar ofbeldi

Einn ef verjendum stúlknanna þriggja í pönkhljómsveitinni Pussy Riot sem voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir mótmælasöng í kirkju í síðustu viku varar við því að stúlkurnar muni sæta illri meðferð og ofbeldi í fangelsinu. Ein stúlknanna hefur þegar sagt frá ómannúðlegri meðferð fangelsisvarða.

Lést eftir fall úr háhýsi

Maðurinn sem féll fram af svölum í Lautasmára í Kópavogi er látinn. Læknir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi staðfesti þetta við Vísi í dag. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag féll hann fram af sjöttu hæð.

Thorning-Schmidt heimsækir Ísland

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, kemur til landsins í opinbera heimsókn til Íslands á mánudag í næstu viku. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun taka á móti henni á Þingvöllum og verður fundur þeirra haldinn í Þingvallabústaðnum.

Stikla úr norsku Næturvaktinni

Nú styttist í að norsk endurgerð Næturvaktarþáttanna verði sýnd á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 og stutt kynningarmyndband eða stikla (e. trailer) er farin að birtast á stöðinni.

Brutust inn á breskar vefsíður til að mótmæla meðferð á Assange

Samtök netþrjóta, sem kalla sig Anonymous, segjast hafa brotist inn á vefsíður breskra stjórnvalda til að mótmæla afstöðu þeirra í máli Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Vefsíður sem samtökin segjast hafa ráðist á eru meðal annars vefsíður forsætisráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins. Assange dvelur sem kunnugt er í sendiráði Ekvadors í London og kemst þar hvorki lönd né strönd af ótta við að breska lögreglan handtaki hann og framselji til Svíþjóðar.

Konur brugðust við auglýsingu eftir gjafaeggi

Í kjölfar þess að par auglýsti á netinu eftir gjafaeggi til að stytta biðina eftir tæknifrjóvgun höfðu konur samband við ArtMedica og lýstu sig tilbúnar að gefa egg til að greiða götu parsins. Auglýsingin bar því árangur og parið er komið með gjafa samkvæmt upplýsingum frá ArtMedica.

Strætó til Akureyrar í fyrsta sinn

Strætó mun ganga frá Reykjavík til Akureyrar frá og með 2. september næstkomandi. Það verður í fyrsta sinn sem strætisvagnar ganga þá leið.

Tæplega 1200 fíkniefnabrot á þessu ári

Fíkniefnamálum hefur fjölgað á síðustu tveimur árum og sömu sögu eru að segja um brot vegna ölvunaraksturs. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um afbrotatíðni fyrir mánuðina janúar til júlí. Það sem af er þessu ári hafa tæplega 1200 fíkniefnabrot verið skráð hjá ríkislögreglustjóra miðað við rúmlega 900 á sama tíma og árið 2010.

Jarðskjálfti upp á 3,1 stig í Mýrdalsjökli

Jarðskjálfti upp á 3,1 stig varð norður af Hábungu í Mýrdalsjökli um klukkan sjö í morgun. Skjálftinn var á 1,1 kílómetra dýpi. Þetta kemur fram á sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið en þeir eru allir minni en 2 stig að stærð. Þó nokkuð hefur verið um jarðskjálfta undanfarið. Á föstudag varð skjálfti upp á 3,8 á sama stað.

Pussy Riot gefa út nýtt lag um Pútín

Hafi einhver haldið að ungu konurnar í rússnesku hljómsveitinni Pussy Riot hafi látið tveggja ára fangelsisdóm slá sig út af laginu ættu þeir hinir sömu að hlusta á nýjasta lag bandsins. Lagið heitir Pútin kveikir elda og textinn fjallar um það að Rússland muni segja skilið við stjórn Pútins. Konurnar í Pussy Riot voru handteknar í febrúar þegar þær héldu pönkmessu í kirkju. Þær voru dæmdar í fangelsi í síðustu viku fyrir að raska almannafriði.

Tekjur af íslenska hestinum nema milljörðum króna árlega

Ætla má að beinar tekjur Íslendinga af íslenska hestinum séu að minnsta kosti 2,5 milljarðar króna á ársgrundvelli. Þá eru ekki meðtaldar tekjur vegna landsmóts hestamanna sem haldið er árlega. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Guðrúnar H. Valdimarsdóttur um gjaldeyristekjur af íslenska hestinum.

Ákærðir fyrir grófa árás í Breiðholti

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist inn til karlmanns á sjötugsaldri í efra Breiðholti aðfara nótt 6. júlí síðastliðinn, og halda honum í tæpa átta klukkustundir, beita hann ofbeldi og hóta honum líkamsmeiðingum og lífláti í því skyni að ná af honum verðmætum.

Vegaframkvæmdir í Hafnarfirði í dag

Í dag verður unnið við fræsingar í Hafnarfirði, á Reykjavíkurvegi frá Flatahrauni að gatnamótum Hjallahrauns. Einnig stendur til að malbika kafla á Strandgötu, á milli Fjarðartorgs og Flensborgartorgs. Hjáleiðir verða settar upp vegna þessa.

Konur fá að spila á Augusta-golfvellinum

Samþykkt hefur verið að konur fái að leika golf á Augusta golfvellinum í Bandaríkjunum í framtíðinni. Augusta golfvöllurinn er þekktastur fyrir það að Masters-golfmótin eru haldin þar.

Rosie O'Donnell fékk hjartaáfall

Íturvaxna leikkonan Rosie O´Donnell sagði frá því á vefsíðu sinni í gær að hún hefði fengið hjartaáfall í síðustu viku. Í færslunni þakkar O´Donnell fyrir það að vera á lífi og lýsir atburðunum þannig að á þriðjudaginn hafi hún verið að hjálpa konu út úr bíl sínum í New York.

Sprengjuárásir kostuðu tugi lífa

Tugir manna féllu í sprengjuárásum stjórnarhersins á borgirnar Aleppo og Daraa í Sýrlandi í gær, á öðrum degi lokahátíðar föstumánaðarins ramadan.

Fylgst með störfum lögreglunnar á Suðurnesjum

Nóg var að gera hjá lögreglunni á Suðurnesjum um helgina eins og Sindri Sindrason í Íslandi í dag fékk að kynnast þegar hann fylgdi lögreglumönnum heila nótt. Ölvunarakstur, slagsmál og hávaðaútköll var á meðal þess sem lögreglumennirnir þurftu að glíma við. Í kvöld fylgist Ísland í dag með landamæralögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Endilega horfið á fróðlegan þátt sem sýndur var á Stöð 2 í gær í meðfylgjandi myndskeiði.

Talið að maður hafi fallið af sjöttu hæð húss

Karlmaður slasaðist alvarlega þegar hann féll fram af svölum háhýsis við Lautasmára í Kópavogi snemma á ellefta tímanum í morgun. Hann var hálf meðvitundarlaus þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang og er nú búið að flytja hann á slysadeild. Talið er að maðurinn hafi jafnvel fallið af sjöttu hæð, en málið er í frumrannsókn og því ekki nánar vitað um tildrög slyssins á þessari stundu.

Sjá næstu 50 fréttir