Obama hótar nú hernaði í Sýrlandi 22. ágúst 2012 02:00 Átökin þar í landi hafa kostað meira en tuttugu þúsund manns lífið. nordicphotos/AFP Beiti Sýrlandsstjórn efnavopnum í stríði sínu gegn uppreisnarmönnum, þá fer hún yfir strikið að mati Bandaríkjaforseta. Rússar enn andvígir íhlutun. Barack Obama segir að það hefði „gríðarlegar afleiðingar“ ef Sýrlandsstjórn tæki til við að nota efnavopn gegn uppreisnarmönnum í landinu. „Það myndi breyta útreikningum mínum verulega,“ sagði Obama á mánudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Obama hótar hernaði gegn Sýrlandi. Hann tók þó fram að hann hefði ekki falið Bandaríkjaher að búa sig undir íhlutun, en sagði að þessi hótun gilti jafnt um uppreisnarmenn eða aðra sem tækju upp á því að beita efnavopnum: „Við höfum komið því skýrt á framfæri við alla aðila í þessum heimshluta, að þetta sé rauða strikið, og að það hefði gríðarlegar afleiðingar ef við færum að sjá einhverjar tilfæringar með efnavopn, eða beitingu efnavopna.“ Bandaríkin hafa ítrekað krafist þess að Bashar al Assad Sýrlandsforseti segi af sér. Þau hafa samt til þessa verið andvíg hernaðaríhlutun í Sýrlandi, að hluta vegna þess að slík íhlutun gæti orðið til þess að magna átökin og draga enn frekar úr líkunum á pólitískri lausn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki getað komið sér saman um afstöðu í málinu. Rússar ítrekuðu síðan í gær andstöðu sína við alla erlenda íhlutun í málefni Sýrlands: „Það eina sem erlendir aðilar ættu að gera er að skapa aðstöðu til þess að viðræður hefjist,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, daginn eftir að Bandaríkjastjórn viðraði í fyrsta sinn möguleikann á hernaðaríhlutun. Sýrlandsstjórn viðurkenndi í fyrsta sinn í síðasta mánuði að hún hefði yfir efnavopnum að ráða, en sagði jafnframt að þeim yrði einungis beitt gegn erlendu innrásarliði, ekki gegn heimamönnum. Sýrlensk stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað sagt hryðjuverkamenn standa að baki uppreisninni í Sýrlandi. Óljóst er af orðum stjórnvalda hvort hún myndi grípa til vopna gegn bardagasveitum erlendra íslamista, sem taldar eru hafa blandað sér í einhverjum mæli í átökin. Hörð átök geisa enn í Sýrlandi. Í gær féllu tugir manna, þar á meðal japönsk fréttakona sem var að fjalla um átökin í Aleppo, stærstu borg landsins. Í nágrannalandinu Líbanon eru átök einnig tekin að brjótast út milli stuðningsmanna stjórnar Assads og andstæðinga hennar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Beiti Sýrlandsstjórn efnavopnum í stríði sínu gegn uppreisnarmönnum, þá fer hún yfir strikið að mati Bandaríkjaforseta. Rússar enn andvígir íhlutun. Barack Obama segir að það hefði „gríðarlegar afleiðingar“ ef Sýrlandsstjórn tæki til við að nota efnavopn gegn uppreisnarmönnum í landinu. „Það myndi breyta útreikningum mínum verulega,“ sagði Obama á mánudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Obama hótar hernaði gegn Sýrlandi. Hann tók þó fram að hann hefði ekki falið Bandaríkjaher að búa sig undir íhlutun, en sagði að þessi hótun gilti jafnt um uppreisnarmenn eða aðra sem tækju upp á því að beita efnavopnum: „Við höfum komið því skýrt á framfæri við alla aðila í þessum heimshluta, að þetta sé rauða strikið, og að það hefði gríðarlegar afleiðingar ef við færum að sjá einhverjar tilfæringar með efnavopn, eða beitingu efnavopna.“ Bandaríkin hafa ítrekað krafist þess að Bashar al Assad Sýrlandsforseti segi af sér. Þau hafa samt til þessa verið andvíg hernaðaríhlutun í Sýrlandi, að hluta vegna þess að slík íhlutun gæti orðið til þess að magna átökin og draga enn frekar úr líkunum á pólitískri lausn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki getað komið sér saman um afstöðu í málinu. Rússar ítrekuðu síðan í gær andstöðu sína við alla erlenda íhlutun í málefni Sýrlands: „Það eina sem erlendir aðilar ættu að gera er að skapa aðstöðu til þess að viðræður hefjist,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, daginn eftir að Bandaríkjastjórn viðraði í fyrsta sinn möguleikann á hernaðaríhlutun. Sýrlandsstjórn viðurkenndi í fyrsta sinn í síðasta mánuði að hún hefði yfir efnavopnum að ráða, en sagði jafnframt að þeim yrði einungis beitt gegn erlendu innrásarliði, ekki gegn heimamönnum. Sýrlensk stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað sagt hryðjuverkamenn standa að baki uppreisninni í Sýrlandi. Óljóst er af orðum stjórnvalda hvort hún myndi grípa til vopna gegn bardagasveitum erlendra íslamista, sem taldar eru hafa blandað sér í einhverjum mæli í átökin. Hörð átök geisa enn í Sýrlandi. Í gær féllu tugir manna, þar á meðal japönsk fréttakona sem var að fjalla um átökin í Aleppo, stærstu borg landsins. Í nágrannalandinu Líbanon eru átök einnig tekin að brjótast út milli stuðningsmanna stjórnar Assads og andstæðinga hennar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“