Fleiri fréttir

Forsætisráðherra Eþíópíu látinn

Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, lést í nótt fimmtíu og sjö ára að aldri. Hann lést eftir langvarandi veikindi. Hann hafði ekki sést opinberlega í margar vikur. Hann hafði verið við völd í landinu síðan á tíunda áratug síðustu aldar - fyrst sem forseti og síðar sem forsætisráðherra.

Grikkir þurfa enn á ný meiri aðstoð

Seðlabanki Evrópusambandsins segir að það yrði öllum ríkjum Evrópusambandsins dýrkeypt ef Grikkir hrektust úr evrusamstarfinu. Þýskir ráðamenn þverneita enn að veita Grikkjum meira svigrúm til að ná endum saman.

Fékk hliðarspegil í sig og handleggsbrotnaði

Aðeins munaði hársbreidd að verr færi þegar bíl var ekið utan í gangandi vegfaranda á Bústaðavegi við Veðurstofuna um klukkan eitt í nótt. Talið er að spegill bílsins hafi slegist utan í manninn með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði og var fluttur á slysadeild. Ekki kemur fram í skeyti frá lögreglu hvort ökumaðurinn nam staðar, en slæmt skyggni og rigningarúði var á vettavangi þegar þetta gerðist.

Gunnar Andersen ákærður

Embætti ríkissaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Gunnari Andersen, fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), og starfsmanni Landsbankans fyrir brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gunnar hefur auk þess verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Ákæran var gefin út um miðjan júlí síðastliðinn. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.

Sala án áfengisgjalds ekki upplýst af ÁTVR

ÁTVR neitar að upplýsa um sölu á áfengi á kostnaðarverði til ríkisstofnana. Aðeins menntamálaráðuneytið og forsetaembættið hafa svarað Fréttablaðinu um innkaupin frá því fyrirspurn var send viðkomandi aðilum um miðjan júlí.

Obama hótar stjórnvöldum í Sýrlandi

Barack Obama, bandaríkjaforseti, varaði Bashar Assad, forseta Sýrlands, við því í gær að nota efnavopn gegn uppreisnarmönnum í landinu. Harðir bardagar hafa geisað í landinu síðustu mánuði á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna.

Borguðu með koníaksflösku, gjafabréfi og saltfiskhnökkum

Leiga fyrir afnot á túnum og kornökrum er orðin gríðarlega há og heyrst hafa tölur upp á 350 þúsund krónur fyrir leigu á kornakri yfir veiðitímabilið, segir umfjöllun um málið, sem veiðiklúbburinn Hólkarnir hafa sent Fréttastofu.

Stökk út úr sjúkrabílnum og fór aftur að djamma

Karlmaður á fertugsaldri var sleginn með glasi á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt. Maðurinn var blóðugur eftir árásina og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Sá slasaði komst hins vegar ekki undir læknishendur því á leiðinni stökk hann út úr sjúkrabílnum. Þetta átti sér stað á fjölförnum gatnamótum en þrátt fyrir leit fannst maðurinn ekki aftur. Klukkutíma eftir þetta var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðborginni en þá hafði fyrrnefndur maður snúið þangað aftur. Enn á ný var honum komið í sjúkrabíl og í þetta skiptið tókst að koma manninum á leiðarenda þar sem hægt var að gera að sárum hans.

Átök í Elliðarárdal í nótt - átta piltar köstuðu grjóti að íbúa

Átta ungir karlmenn hófu grjótkast að húsráðanda í Elliðaárdal þegar hann ætlaði að hafa tal af þeim fyrir utan heimili sitt í nótt. Hann komst ómeiddur undan og hringdi á lögreglu, en þegar lögreglumaður kom á vettvang ætlaði einn árásarmaðurinn að komast undan á bíl.

Danir kaupa danskan bjór í Þýskalandi

Nær sex af hverjum tíu Dönum hafa síðastliðið ár keypt bjór og gosdrykki í verslunum í Þýskalandi rétt við landamæri Danmerkur, að því er niðurstöður könnunar dönsku kaupmannasamtakanna sýna.

Aukið eftirlit með verði og ráðgjöf banka

Umboðsmaður neytenda í Danmörku á í framtíðinni að fá möguleika til að fylgjast með verðstefnu bankanna. Þar með munu bankar fara undir sama hatt og seljendur notaðra bíla, útvarpa, reiðhjóla og alls mögulegs annars. Á fréttavef Politiken segir að þetta sé liður í víðtækri áætlun danskra stjórnvalda um aukið gagnsæi í neytendamálum.

Breivik dæmdur á föstudag

Dómur verður kveðinn upp í máli norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik í Ósló á föstudag.

Hljóp á 57,57 á 57 ára afmælinu

"Það er kannski spurning um að fá talnasérfræðing til að rýna í þessar tölur. Ég er viss um að við hefðum bæði gaman af því,“ segir doktor Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, hlaupari og lektor í stjórnsýslufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sigurbjörg fagnaði 57 ára afmæli sínu á laugardaginn og bætti um betur með því að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á hinum skemmtilega viðeigandi tíma 57,57 mínútum.

Hlutfall erlendra starfsmanna breyttist lítið

Hlutfall erlendra ríkisborgara af þátttakendum á vinnumarkaði lækkaði einungis lítillega á árinu 2011 eftir að hafa lækkað hratt árin á undan. Erlendir ríkisborgarar voru alls 8,2% af öllum á vinnumarkaði árið 2011. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um erlenda ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði.

Fjögur þúsund ný börn í umferðinni

Grunnskólar verða víðast hvar settir í vikunni. Um fjörutíu þúsund börn hefja þá skólaárið með tilheyrandi umferðarþunga. Umferðarstofa brýnir fyrir fólki að kenna börnum á umferðina og lögreglan verður með aukið eftirlit víða.

Endurgreiðslur vegna kvikmynda hækka

Vinsældir Íslands meðal erlendra kvikmyndaframleiðenda aukast ár frá ári. Endurgreiðslur til framleiðenda hafa aldrei verið jafn háar og 2012. Alls hafa 26 erlendar kvikmyndir fengið endurgreiðslu frá ríkinu og 93 íslenskar myndir.

Fjórtán þúsund skrifað undir

Hátt í fjórtán þúsund manns hafa skrifað undir mótmæli gegn byggingu hótels við Austurvöll og menningarhúss á Ingólfstorgi á undirskriftasíðunni ekkihotel.is.

Deila um flík leiddi til hópslagsmála

Ungur maður er mjög lemstraður, skorinn og marinn í andliti eftir að hafa í tvígang orðið fyrir árás hóps manna aðfaranótt sunnudags. Árásarmennirnir, sem í fyrra skiptið voru þrír en hafði fjölgað um einn í það seinna, voru allir handteknir og yfirheyrðir.

Bjóða nám í plastbátasmíði

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur í samvinnu við Siglingastofnun Íslands skipulagt nám í plastbátasmíði sem skólinn mun bjóða upp á í vetur. Námið er afrakstur samstarfsverkefnis sem styrkt er af Leonardo-hluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins, en að því koma Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Sveitarfélagið Skagafjörður og fleiri.

Telur sig barnabarn Munchs

72 ára gömul bandarísk nunna fer líklega í DNA-próf á næstunni til að sannreyna hvort hún sé barnabarn listamannsins Edvards Munch. Norska ríkisútvarpið greindi frá þessu.

Átrúnaðargoð blómakynslóðarinnar fallið frá

Bandaríski söngvarinn og hippinn Scott McKenzie lést í dag, 73 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir flutning sinn á laginu San Francisco (Be Sure to Wear Flowers in Your Hair) en það sló í gegn árið 1967.

"Tony var vinur minn og ég mun sakna hans"

Talið er að breski kvikmyndagerðarmaðurinn Tony Scott, sem svipti sig lífi í gær, hafi nýlega verið greindur með ólæknandi heilakrabbamein. Það er bandaríska fréttastofan ABC sem greinir frá þessu.

Sólgos ná hámarki vorið 2013

"Sólgos geta bæði haft alvarleg áhrif og lítil áhrif. Það er auðvitað eðlilegt að yfirvöld og ríkisstjórnir undirbúi það að eitthvað alvarlegt gerist. Það er aldrei að vita hvað gerist.“

Fjarstæðukenndar ásakanir

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) telja ásakanir Hagsmunasamtaka heimilanna um lögbrot fjarstæðukenndar - en Hagsmunasamtökin hafa óskað eftir tafarlausri rannsókn á aðkomu SFF að samráði bankanna um gengisdóma.

Vilja óháða rannsókn

Forsvarsmenn Eimskips segja miklu minna magn olíu hafa lekið úr Goðafossi en norsk yfirvöld halda fram. Talsmaður Stofnunar hafs og strandar í Noregi segir Eimskip fá gögn með niðurstöðum rannsókna með haustinu. Upphæð skaðabótakröfunnar geti breyst.

Skólakerfið ekki aðlagast tæknibreytingum

Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands segir íslenska skólakerfið ekki hafa tekið nægilega miklum breytingum samhliða tæknibyltingunni og þróun spjaldtölva og snjallsíma. Hann telur tregðu ríkja í kerfinu og breyta þurfi kennsluaðferðum í takt við nýja tíma.

Burðardýrið frá Lettlandi og ekki vitað hver skipulagði smyglið

Pakki sem innihélt um 700 grömm af kókaíni fannst undir hárkollu sem saumuð hafði verið rækilega við hár rúmlega fertugrar lettneskrar konu sem kom með flugi til Íslands frá Spáni. Hún situr nú í gæsluvarðhaldi. Talið er að efnið hafi verið ætlað til sölu hér á landi og að konan sé burðardýr.

Of fáir notuðu nemakort Strætó

Nú þegar skólastarf á landinu er að hefjast reka framhalds- og háskólanemar sig á að verð á nemakortum í strætó hefur nánast tvöfaldast frá því í fyrra. Einar Örn Benediktsson, stjórnarmaður Strætó, segir að ákvörðunin hafi verið nauðsynleg þar sem of fáir nemendur notuðu kortið.

Ofbeldismenn sem meiða börn eru oftast undir áhrifum áfengis

Um 68% þeirra ofbeldismanna sem starfsmenn barnaverndar og lögregla hafa afskipti af vegna heimilisofbeldis gagnvart börnum eru undir áhrifum áfengis. Þetta sýna bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar sem unnið er að á vegum Barnaverndastofu.

Stöðvuð með kókaín saumað fast í hársverðinum

Pakki sem innihélt um 700 grömm af kókaíni fannst undir hárkollu sem saumuð hafði verið rækilega við hár rúmlega fertugrar sem kom með flugi til Íslands frá Spáni. Hún situr nú í gæsluvarðhaldi. Talið er að efnið hafi verið ætlað til sölu hér á landi og að konan sé burðardýr. Hún hefur áður komið til landsins en þá ekki komið við sögu hjá lögreglu. Konan situr í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi.

Frumvarp um flýtimeðferð gengislána naut aldrei stuðnings stjórnarliða

Frumvarp þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flýtimeðferð gengislánamála fyrir dómstólum var þrívegis flutt en málið hlaut aldrei hljómgrunn meðal stjórnarþingmanna. Formaður flokksins segir að núverandi óvissuástand varðandi gengislánin fyrir dómstólum sé því heimatilbúinn vandi.

Harma tvöföldun á verði nemakorta í strætó

Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu harma þá ákvörðun Strætó að hækka verð á nemakortum. Þeir segja forsendu þess að nemar ferðist á umhverfisvænan máta að kortin séu á lágu verði.

Múslimar brjóta föstu sína

Múslimar víðs vegar um heim brutu föstu sína í gær þegar heilagi mánuðurinn Ramadan kláraðist. Nú halda múslimar upp á hátíðina Eid al-Fitr, sem markar lok föstunnar, með miklum veislum, gleði og bænahaldi. Á myndinni hér til hliðar stendur blöðrusali nærri mosku í Pakistan tilbúinn að selja múslimum blöðrur eftir bænagjörð.

Mánudagar eru ekki verstu dagar vikunnar

Fólk stendur almennt í þeirri trú að því sé sérstaklega illa við mánudaga og það séu verstu dagar vikunnar. Vísindamenn hafa nú sýnt fram á að þessi almenna sannfæring er röng. Fólki er í raun jafnilla við alla aðra vikudaga að föstudögum undanskildum.

Auglýstu á Netinu eftir eggjagjafa

Hundrað manns bíða eftir því að komast í tæknifrjóvgun og getur oft verið erfitt að finna egg. Barnlaust par um fertugt sem bíður eftir tyæknifrjóvgun ákvað að auglýsa á Netinu eftir eggjagjafa. Þau segja að sitt hjartans mál sé að eignast barn saman og það hafi þau reynt í nokkur ár.

Þörf á almennilegri meðferð fyrir fanga með áfengissýki

Helsta heilbrigðisvandamál fanga á Íslandi er áfengis- og vímuefnasýki. Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. Áætlað er að 75-85% fanga séu haldnir sjúkdómnum og langfæstir þeirra hafa aðgang að læknaþjónustu vegna vandans.

Ráðherra leitar að dagmömmu

Katrín Júlíusdóttir alþingismaður og iðnaðarráðherra er væntanleg aftur til starfa úr fæðingarorlofi með haustinu. Alþingi verður sett aðra vikuna í september og eftir því sem Vísir kemst næst ætlar Katrín að taka þátt í þingstörfum af fullum krafti. Til marks um það auglýsir Katrín eftir dagmömmu á facebooksíðu sinni í dag.

Karlar sem beita heimilisofbeldi leita sér hjálpar

Frá árinu 2006 hafa 144 karlar nýtt sér þjónustu verkefnisins Karlar til ábyrgðar og komið í stuðningsviðtöl. Viðtölin eru hugsuð fyrir karlmenn sem beita heimilisofbeldi og vilja hætta því og taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun. Gerendurnir geta valið um einstaklings- eða hópmeðferð.

Fimm handteknir vegna líkamsárása í Reykjanesbæ

Fimm karlmenn hafa verið handteknir vegna líkamsárása sem áttu sér stað í Reykjanesbæ um helgina. Einn þeirra var handtekinn og yfirheyrður vegna innbrots í hús í Reykjanesbæ í fyrrinótt, þar sem ráðist var á húsráðanda. Þá hefur lögreglan á Suðurnesjum handtekið og yfirheyrt fjóra karlmenn í kjölfar hópslagsmála í Hafnargötu í Reykjanesbæ um helgina, þar sem nokkrir menn réðust á einn og slösuðu hann. Lögreglan vinnur að rannsókn þessara tveggja ofangreindu mála.

Tony Scott stökk fram af brú

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að Tony Scott, leikstjóri, hafi látist við að stökkva fram af Los Angeles brúnni. Málið er rannsakað sem sjálfsmorðsmál. Nokkrir einstaklingar hringdu í neyðarlínu Bandaríkjanna, 911, á svipuðum tíma og tilkynntu að einhver hefði stokkið fram af brúnni. Síðar fundust sjálfsmorðsbréf á skrifstofu hans. The New York Times greinir frá þessu.

Búist við góðri gæsaveiði

Gæsaveiðitímabilið hófst í morgun og er búist við góðri veiði. Varp heiðargæsar og grágæsar gekk mjög vel í sumar og búast má við óvenju sterkum veiðistofnum.

Íslenskt forrit upplýsir áhorfendur um allt í kvikmyndinni

Íslenskt forrit fyrir snjallsíma og tölvur sem fylgist með kvikmyndum um leið og maður horfir á þær og veitir upplýsingar um allt sem kemur þar fyrir er nú í þróun. Fyrirtækið Stream Tags sem hannar forritið tók þátt í nýsköpunarverkefninu Startup Reykjavík í sumar og kynnti afraksturinn fyrir fjárfestum á síðasta föstudag. Nú standa yfir viðræður við fjárfesta og aðra sem vilja koma að verkefninu en stefnan er sett á Bandaríkin.

Skólakrakkar bera með sér nýjar hættur í umferðinni

Flestir grunnskólar landsins hefja störf í vikunni og því bætast margir ungir vegfarendur í umferðina. Þá er mikilvægt að ökumenn hugi sérstaklega að þessum nýliðum í umferðinni og séu meðvitaðir um þá, sérstaklega inni í íbúðarhverfum. Í myndbandinu hér að ofan rennir Umferðarstofa yfir helstu atriðin sem skipta máli þegar þessir óreyndu einstaklingar leggja af stað út í umferðina.

Mikael Torfason ritstýrir Fréttatímanum

"Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það eru fimm ár síðan ég starfaði síðast við fjölmiðla, þannig ég kem til baka núna í þvílíku formi og mjög sáttur,“ segir Mikael Torfason, sem hefur verið ráðinn annar tveggja ritstjóra Fréttatímans. Hann sest við hlið Jónasar Haraldssonar, sem ritstýrir blaðinu nú.

Sjá næstu 50 fréttir