Íslensk löggjöf vekur athygli víða um heim 14. ágúst 2012 08:15 Talskona Stígamóta Guðrún segir íslenska vændislöggjöf framtíðarsýn í mörgum löndum, en eftirfylgni lögreglu hér á landi sé aftur á móti verulega ábótavant. Fréttablaðið/GVA Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur ferðast um allan heim undanfarin ár til að kynna „sænsku leiðina“ sem var innleidd í lög hér á landi árið 2009 og gerir kaup á vændi refsiverð. Guðrúnu hefur meðal annars verið boðið til Edinborgar, S-Afríku, Bergen, Brussel, Istanbúl, Nepal, Íraks, Rómar og New York, til að halda fyrirlestra um fyrirkomulagið, sem hún segir vera framtíðarsýn fjölmargra landa. „Þessi leið þykir framsýn og endurspegla þá hugmyndafræði sem við viljum kenna okkur við,“ segir hún. „Það er mikill áhugi fyrir því sem verið er að gera á Íslandi.“ Hún bætir þó við að það sé í meira lagi ósanngjarnt að kaupendur vændis séu enn ekki gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Vændi blómstri hér á landi og nektarstaðir séu enn starfræktir, þrátt fyrir lagabreytingar. „Við höfum margoft sagt að lykilinn að blómstrandi klám- og vændisiðnaði sé svokölluð viðskiptaleynd,“ segir Guðrún og undirstrikar að karlar muni kaupa konur svo lengi sem þeir séu öruggir með að ekki komist upp um þá. „Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi og því getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. En ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna.“ Vændi verður að vera sett í söluvænar pakkningar til að það seljist, segir Guðrún. „Þú sérð hvergi rauða bókstafi sem stafa: Vændishús – hér geturðu keypt fórnarlömb mansals.“ Það er alltaf búið að setja það í búning eins og nudd, súludans eða einkadans. Annars selst það ekki.“ Hún segist vera afar stolt af lagaumhverfinu hér á landi, en vildi þó óska þess að því væri einnig framfylgt. Hún fagnar því aukna fjármagni sem hefur verið sett í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi í landinu og vonast til þess að stjórnvöld standi við þau orð sem sögð hafa verið varðandi aukinn kraft í baráttunni við vændi. „Þetta er verkefni sem við ætlum að eyða orku í á næstunni.sunna@frettabladid.is Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur ferðast um allan heim undanfarin ár til að kynna „sænsku leiðina“ sem var innleidd í lög hér á landi árið 2009 og gerir kaup á vændi refsiverð. Guðrúnu hefur meðal annars verið boðið til Edinborgar, S-Afríku, Bergen, Brussel, Istanbúl, Nepal, Íraks, Rómar og New York, til að halda fyrirlestra um fyrirkomulagið, sem hún segir vera framtíðarsýn fjölmargra landa. „Þessi leið þykir framsýn og endurspegla þá hugmyndafræði sem við viljum kenna okkur við,“ segir hún. „Það er mikill áhugi fyrir því sem verið er að gera á Íslandi.“ Hún bætir þó við að það sé í meira lagi ósanngjarnt að kaupendur vændis séu enn ekki gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Vændi blómstri hér á landi og nektarstaðir séu enn starfræktir, þrátt fyrir lagabreytingar. „Við höfum margoft sagt að lykilinn að blómstrandi klám- og vændisiðnaði sé svokölluð viðskiptaleynd,“ segir Guðrún og undirstrikar að karlar muni kaupa konur svo lengi sem þeir séu öruggir með að ekki komist upp um þá. „Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi og því getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. En ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna.“ Vændi verður að vera sett í söluvænar pakkningar til að það seljist, segir Guðrún. „Þú sérð hvergi rauða bókstafi sem stafa: Vændishús – hér geturðu keypt fórnarlömb mansals.“ Það er alltaf búið að setja það í búning eins og nudd, súludans eða einkadans. Annars selst það ekki.“ Hún segist vera afar stolt af lagaumhverfinu hér á landi, en vildi þó óska þess að því væri einnig framfylgt. Hún fagnar því aukna fjármagni sem hefur verið sett í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi í landinu og vonast til þess að stjórnvöld standi við þau orð sem sögð hafa verið varðandi aukinn kraft í baráttunni við vændi. „Þetta er verkefni sem við ætlum að eyða orku í á næstunni.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira