Íslensk löggjöf vekur athygli víða um heim 14. ágúst 2012 08:15 Talskona Stígamóta Guðrún segir íslenska vændislöggjöf framtíðarsýn í mörgum löndum, en eftirfylgni lögreglu hér á landi sé aftur á móti verulega ábótavant. Fréttablaðið/GVA Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur ferðast um allan heim undanfarin ár til að kynna „sænsku leiðina“ sem var innleidd í lög hér á landi árið 2009 og gerir kaup á vændi refsiverð. Guðrúnu hefur meðal annars verið boðið til Edinborgar, S-Afríku, Bergen, Brussel, Istanbúl, Nepal, Íraks, Rómar og New York, til að halda fyrirlestra um fyrirkomulagið, sem hún segir vera framtíðarsýn fjölmargra landa. „Þessi leið þykir framsýn og endurspegla þá hugmyndafræði sem við viljum kenna okkur við,“ segir hún. „Það er mikill áhugi fyrir því sem verið er að gera á Íslandi.“ Hún bætir þó við að það sé í meira lagi ósanngjarnt að kaupendur vændis séu enn ekki gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Vændi blómstri hér á landi og nektarstaðir séu enn starfræktir, þrátt fyrir lagabreytingar. „Við höfum margoft sagt að lykilinn að blómstrandi klám- og vændisiðnaði sé svokölluð viðskiptaleynd,“ segir Guðrún og undirstrikar að karlar muni kaupa konur svo lengi sem þeir séu öruggir með að ekki komist upp um þá. „Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi og því getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. En ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna.“ Vændi verður að vera sett í söluvænar pakkningar til að það seljist, segir Guðrún. „Þú sérð hvergi rauða bókstafi sem stafa: Vændishús – hér geturðu keypt fórnarlömb mansals.“ Það er alltaf búið að setja það í búning eins og nudd, súludans eða einkadans. Annars selst það ekki.“ Hún segist vera afar stolt af lagaumhverfinu hér á landi, en vildi þó óska þess að því væri einnig framfylgt. Hún fagnar því aukna fjármagni sem hefur verið sett í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi í landinu og vonast til þess að stjórnvöld standi við þau orð sem sögð hafa verið varðandi aukinn kraft í baráttunni við vændi. „Þetta er verkefni sem við ætlum að eyða orku í á næstunni.sunna@frettabladid.is Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur ferðast um allan heim undanfarin ár til að kynna „sænsku leiðina“ sem var innleidd í lög hér á landi árið 2009 og gerir kaup á vændi refsiverð. Guðrúnu hefur meðal annars verið boðið til Edinborgar, S-Afríku, Bergen, Brussel, Istanbúl, Nepal, Íraks, Rómar og New York, til að halda fyrirlestra um fyrirkomulagið, sem hún segir vera framtíðarsýn fjölmargra landa. „Þessi leið þykir framsýn og endurspegla þá hugmyndafræði sem við viljum kenna okkur við,“ segir hún. „Það er mikill áhugi fyrir því sem verið er að gera á Íslandi.“ Hún bætir þó við að það sé í meira lagi ósanngjarnt að kaupendur vændis séu enn ekki gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Vændi blómstri hér á landi og nektarstaðir séu enn starfræktir, þrátt fyrir lagabreytingar. „Við höfum margoft sagt að lykilinn að blómstrandi klám- og vændisiðnaði sé svokölluð viðskiptaleynd,“ segir Guðrún og undirstrikar að karlar muni kaupa konur svo lengi sem þeir séu öruggir með að ekki komist upp um þá. „Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi og því getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. En ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna.“ Vændi verður að vera sett í söluvænar pakkningar til að það seljist, segir Guðrún. „Þú sérð hvergi rauða bókstafi sem stafa: Vændishús – hér geturðu keypt fórnarlömb mansals.“ Það er alltaf búið að setja það í búning eins og nudd, súludans eða einkadans. Annars selst það ekki.“ Hún segist vera afar stolt af lagaumhverfinu hér á landi, en vildi þó óska þess að því væri einnig framfylgt. Hún fagnar því aukna fjármagni sem hefur verið sett í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi í landinu og vonast til þess að stjórnvöld standi við þau orð sem sögð hafa verið varðandi aukinn kraft í baráttunni við vændi. „Þetta er verkefni sem við ætlum að eyða orku í á næstunni.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira