Íslensk löggjöf vekur athygli víða um heim 14. ágúst 2012 08:15 Talskona Stígamóta Guðrún segir íslenska vændislöggjöf framtíðarsýn í mörgum löndum, en eftirfylgni lögreglu hér á landi sé aftur á móti verulega ábótavant. Fréttablaðið/GVA Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur ferðast um allan heim undanfarin ár til að kynna „sænsku leiðina“ sem var innleidd í lög hér á landi árið 2009 og gerir kaup á vændi refsiverð. Guðrúnu hefur meðal annars verið boðið til Edinborgar, S-Afríku, Bergen, Brussel, Istanbúl, Nepal, Íraks, Rómar og New York, til að halda fyrirlestra um fyrirkomulagið, sem hún segir vera framtíðarsýn fjölmargra landa. „Þessi leið þykir framsýn og endurspegla þá hugmyndafræði sem við viljum kenna okkur við,“ segir hún. „Það er mikill áhugi fyrir því sem verið er að gera á Íslandi.“ Hún bætir þó við að það sé í meira lagi ósanngjarnt að kaupendur vændis séu enn ekki gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Vændi blómstri hér á landi og nektarstaðir séu enn starfræktir, þrátt fyrir lagabreytingar. „Við höfum margoft sagt að lykilinn að blómstrandi klám- og vændisiðnaði sé svokölluð viðskiptaleynd,“ segir Guðrún og undirstrikar að karlar muni kaupa konur svo lengi sem þeir séu öruggir með að ekki komist upp um þá. „Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi og því getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. En ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna.“ Vændi verður að vera sett í söluvænar pakkningar til að það seljist, segir Guðrún. „Þú sérð hvergi rauða bókstafi sem stafa: Vændishús – hér geturðu keypt fórnarlömb mansals.“ Það er alltaf búið að setja það í búning eins og nudd, súludans eða einkadans. Annars selst það ekki.“ Hún segist vera afar stolt af lagaumhverfinu hér á landi, en vildi þó óska þess að því væri einnig framfylgt. Hún fagnar því aukna fjármagni sem hefur verið sett í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi í landinu og vonast til þess að stjórnvöld standi við þau orð sem sögð hafa verið varðandi aukinn kraft í baráttunni við vændi. „Þetta er verkefni sem við ætlum að eyða orku í á næstunni.sunna@frettabladid.is Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur ferðast um allan heim undanfarin ár til að kynna „sænsku leiðina“ sem var innleidd í lög hér á landi árið 2009 og gerir kaup á vændi refsiverð. Guðrúnu hefur meðal annars verið boðið til Edinborgar, S-Afríku, Bergen, Brussel, Istanbúl, Nepal, Íraks, Rómar og New York, til að halda fyrirlestra um fyrirkomulagið, sem hún segir vera framtíðarsýn fjölmargra landa. „Þessi leið þykir framsýn og endurspegla þá hugmyndafræði sem við viljum kenna okkur við,“ segir hún. „Það er mikill áhugi fyrir því sem verið er að gera á Íslandi.“ Hún bætir þó við að það sé í meira lagi ósanngjarnt að kaupendur vændis séu enn ekki gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Vændi blómstri hér á landi og nektarstaðir séu enn starfræktir, þrátt fyrir lagabreytingar. „Við höfum margoft sagt að lykilinn að blómstrandi klám- og vændisiðnaði sé svokölluð viðskiptaleynd,“ segir Guðrún og undirstrikar að karlar muni kaupa konur svo lengi sem þeir séu öruggir með að ekki komist upp um þá. „Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi og því getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. En ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna.“ Vændi verður að vera sett í söluvænar pakkningar til að það seljist, segir Guðrún. „Þú sérð hvergi rauða bókstafi sem stafa: Vændishús – hér geturðu keypt fórnarlömb mansals.“ Það er alltaf búið að setja það í búning eins og nudd, súludans eða einkadans. Annars selst það ekki.“ Hún segist vera afar stolt af lagaumhverfinu hér á landi, en vildi þó óska þess að því væri einnig framfylgt. Hún fagnar því aukna fjármagni sem hefur verið sett í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi í landinu og vonast til þess að stjórnvöld standi við þau orð sem sögð hafa verið varðandi aukinn kraft í baráttunni við vændi. „Þetta er verkefni sem við ætlum að eyða orku í á næstunni.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira