Stjórnarslit ekki í kortunum Erla Hlynsdóttir skrifar 13. ágúst 2012 18:54 Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um stöðu aðildarviðræðnanna í dag en þar var um hefðbundinn stöðufund að ræða og engar stórar ákvarðanir teknar. Undanfarið hefur orðið vart við vaxandi kröfu innan Vinstri grænna um að endurskoða þurfi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þessu hefur Ögmundur Jónasson haldið fram og nýverið tóku ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í sama streng. Eitt heitasta baráttumál Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu hefur hins vegar að halda viðræðunum áfram og því mætti ætla að þessi skoðun ráðherra Vinstri grænna setti strik í reikninginn. Hins vegar þykir heimildarmönnum fréttastofu ljóst að Vinstri grænir geta ekki með nokkru móti farið í kosningar eins og staðan er nú. Þeir sem sitja á þingi fyrir flokkinn sögðu fyrir síðustu kosningar að ekki yrði gengið í Evrópusambandið á þeirra vakt. Þingmenn beggja flokka sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að það komi því ekki á óvart að einstakir þingmenn Vinstri grænna stígi nú fram þegar vetur er til kosninga, minni á upphaflega andstöðu sína við Evrópusambandið. Enginn vilji sé til að slíta samstarfinu heldur vilji ráðherrarnir styrkja pólitíska stöðu þeirra sjálfra. Þá telja margir þingmenn að það væri erfitt fyrir Samfylkinguna að slita samstarfinu nú þar sem hún stæði þá eftir sem eini flokkurinn sem vill vinna að því að semja við Evrópusambandið. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hins vegar stigið samtaka Samfylkingunni í aðildarferlinu. Báðir flokkar tapa þannig á því að slíta samstarfinu á þessum tímapunkti. Búast má við að þeir skerpi línurnar á komandi vetri en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru stjórnarslit ekki í kortunum. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um stöðu aðildarviðræðnanna í dag en þar var um hefðbundinn stöðufund að ræða og engar stórar ákvarðanir teknar. Undanfarið hefur orðið vart við vaxandi kröfu innan Vinstri grænna um að endurskoða þurfi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þessu hefur Ögmundur Jónasson haldið fram og nýverið tóku ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í sama streng. Eitt heitasta baráttumál Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu hefur hins vegar að halda viðræðunum áfram og því mætti ætla að þessi skoðun ráðherra Vinstri grænna setti strik í reikninginn. Hins vegar þykir heimildarmönnum fréttastofu ljóst að Vinstri grænir geta ekki með nokkru móti farið í kosningar eins og staðan er nú. Þeir sem sitja á þingi fyrir flokkinn sögðu fyrir síðustu kosningar að ekki yrði gengið í Evrópusambandið á þeirra vakt. Þingmenn beggja flokka sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að það komi því ekki á óvart að einstakir þingmenn Vinstri grænna stígi nú fram þegar vetur er til kosninga, minni á upphaflega andstöðu sína við Evrópusambandið. Enginn vilji sé til að slíta samstarfinu heldur vilji ráðherrarnir styrkja pólitíska stöðu þeirra sjálfra. Þá telja margir þingmenn að það væri erfitt fyrir Samfylkinguna að slita samstarfinu nú þar sem hún stæði þá eftir sem eini flokkurinn sem vill vinna að því að semja við Evrópusambandið. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hins vegar stigið samtaka Samfylkingunni í aðildarferlinu. Báðir flokkar tapa þannig á því að slíta samstarfinu á þessum tímapunkti. Búast má við að þeir skerpi línurnar á komandi vetri en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru stjórnarslit ekki í kortunum.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira