Fleiri fréttir

Tíu og tólf ára drengir kveiktu óvart í Fellaskóla

Tveir tíu og tólf ára gamlir drengir kveiktu í Fellaskóla á áttunda tímanum í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar tilkynning barst um eldsvoðann en það tók slökkviliðsmenn stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.

Mikil hætta af lögbrjótum í miðbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina því til fólk að nýta sér strætó í dag en ókeypis er í vagnana í dag. Lögreglan brýnir einnig fyrir ökumönnum að virða lokanir á götum, en brögð eru af því að fólk hafi ekið gegn lokunum og þannig skapað mikla hættu.

Tveir hlauparar fluttir á sjúkrahús

Það er töluverður reytingur hjá slökkviliðnu á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt varðstjóra þá hefur Menningarnótt gengið stóráfallalaust fyrir sig enn sem komið er.

Latabæjarhlaupið hafið

Latabæjarhlaupið hófst 13:30 þegar íþróttaálfurinn sjálfur ræsti hlaupið. Fjöldi barna tekur þátt en tveggja til fimm ára gömul börn hlaupa 550 metra en sex til átta ára gömul börn hlaup 1,3 kílómetra.

Arnar vann aftur í heilu maraþoni

Metfjöldi þátttakenda tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun en yfir þrettán þúsund manns hlupu hinar ýmsu vegalengdir. Arnar Pétursson sigraði annað árið í röð í heilu Maraþoni eftir ótrúlegan endasprett. Arnar var tæpri einni og hálfri mínútu á eftir Piotr Karolczak frá Póllandi þegar fimm kílómetrarar voru eftir. Arnar kom í mark á tveimur klukkustundum, 41 mínútu og tveimur sekúndum og var 10 sekúndum á undan næsta manni.

Ben Stiller myndaði íslenska maraþonhlaupara

Stórstjarnan Ben Stiller var við Reykjavíkurhöfn í morgun þegar hann sá hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni hlaupa framhjá. Leikarinn segir á Twitter síðu sinni að hann hafi verið að fara að finna hentuga tökustaði fyrir kvikmynd sína, The secret life of Walter Mitty þegar hann sá hóp maraþonhlaupara fara hjá. Hann greip því farsímann og tók meðfylgjandi mynd af hlaupurunum, sem brostu vingjarnlega til stórleikarans.

Russell Crowe spilar meðal annars á Gamla Gauknum í kvöld

Stórleikarinn og tónlistarmaðurinn Russell Crowe mun ásamt samstarfsfélaga sínum, Alan Thomas Doyle, koma fram á afmælisballi Gamla Gauksins á Menningarnótt. Þetta er líklega í fyrsta skiptið sem stórstjarna úr kvikmyndageiranum heldur tónleika á Menningarnótt í Reykjavík.

Ölvaður ökumaður velti bíl og slasaðist

Bílvelta varð um miðnætti í gær á Skeiðavegi við bæinn Bitru. Ungur ökumaður missti stjórn á bifreið sem fór fjórar veltur áður en hún stöðvaðist. Ökumaður var ásamt þremur farþegum í bílnum. Allir sluppu án stórfelldra áverka og voru komnir út úr bílnum þegar lögreglu bar að garði. Þeir voru þó sendir til aðhlynningar á slysadeild í Reykjavík.

Kári Steinn ræsti hlaupið

Reykjavíkur Maraþon Íslandsbanka hófst klukkan skömmu fyrir klukkan níu í morgun, en þá var hálfmaraþon og boðhlaup ræst.

Einn yfirheyrður vegna eldsvoða í Fellaskóla

Einn aðili hefur verið yfirheyrður vegna eldsvoða í Fellaskóla í Breiðholti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn en töluverðan reyk lagði frá þaki skólans þegar slökkviliðið bar að.

Alma komin í leitirnar

Alma, stúlkan sem lýst var eftir í fjölmiðlum í gær, er komin fram, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi. Alma strauk frá Hvammstanga mánudaginn síðasta en er nú sem sagt komin í leitirnar.

Fyrirskipar opinbera rannsókn á morðum á námuverkamönnum

Forseti Suður-Afríku hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á ofbeldinu sem átti sér stað við hvítagullsnámuna í Marikana í vikunni. Þá skutu lögreglumenn á þrjú þúsund námumenn sem voru í verkfalli og kröfðust hærri launa frá vinnuveitanda sínum, námufyrirtækinu Lonmin.

Þorbergur Ingi vann hálfmaraþon

Það var Þorbergur Ingi Jónsson sem vann hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hann hljóp 21 kílómetra á einni klukkustund og 9 mínútum. Í öðru sæti var Hlynur Andrésson sem hljóp vegalengdina á einni klukkustund, 16 mínútum og 29 sekúndum.

Féll af mótórhjóli á ofsahraða

Ökumaður á bifhjóli var stöðvaður í gærkvöldi í Ártúnsbrekkunni á rúmlega tvöhundruð kílómetra hraða. Maðurinn, sem ók vestur eftir Ártúnsbrekkunni, hélt fer sinni rakleitt áfram þrátt fyrir að lögreglumenn gáfu honum stöðvunarmerki.

Sló tönn úr dyraverði

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn upp úr klukkan eitt í nótt eftir að hafa slegið dyravörð við skemmtistað og brotið í honum tönn þegar hann meinaði honum aðgang að krá í miðbænum.

Telja sjaldgæfasta blómið héðan

Skoskir grasafræðingar hafa í rannsóknum sínum komist að því að eitt sjaldgæfasta blóm landsins, sem er að finna á eyjunni Hirta við vesturströnd Skotlands, hafi sennilega borist frá Íslandi. Bæði er talið koma til greina að fræ hafi borist með fuglum þó það sé ekki útilokað að komur víkinga til landsins fyrr á öldum geti skýrt tilkomu þess, segir í frétt BBC. Blómið er ekki sjaldgæft hér, enda um túnfífil að ræða.

Ekki hægt að lækka gjöld fyrir Hörpu

Reykjavíkurborg getur ekki gefið Hörpu afslátt af fasteignagjöldum eins og Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, kallaði eftir í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þetta segir aðstoðarmaður borgarstjóra.

Lögreglan skaut tugi námuverkamanna

Suður-Afríka, AP„Lögregla, hættu að skjóta eiginmenn okkar og syni“ stóð á spjaldi sem eiginkonur námuverkamanna í Suður-Afríku báru í gær.

Kræklingur úr Hvalfirði getur valdið eitrun

Matvælastofnum varar við neyslu á kræklingi sem safnað er í Hvalfirði. Sýni af sjó sem voru tekin í Hvalfirði í lok síðustu viku, til greiningar á eitruðum þörungum, leiddu í ljós að dynophysis-þörungar sem geta valdið eitrun voru yfir viðmiðunarmörkum.

„Þið mynduð skilja Gretti betur en ég“

Svissneskur íslenskunemi er farinn að skilja okkar ylhýra mál eftir þriggja vikna nám. Hann hafði reyndar nokkuð forskot því hann kann forníslensku. Hann myndi hins vegar hóa í Íslending ef Grettir Ásmundarson kæmi að spjalla.

Russell Crowe verður með tónleika á þremur stöðum á morgun

Russell Crowe og stórvinur hans Alan Doyle ætla að koma fram á þremur stöðum annað kvöld. Frá þessu greindi Crowe á Twitter núna í kvöld. "Það lítur út fyrir að við verðum með þrjár sýningar í Reykjavík annað kvöld. Ég tísti smáatriðum síðar,“ segir hann.

Stiller kominn aftur - verður hér næstu vikur

Ben Stiller er kominn aftur til Íslands en tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty, sem hann framleiðir og leikstýrir, hefjast í byrjun september. Samkvæmt heimildum Vísis mun Stiller dvelja hér á landi meira og minna þangað til.

Fattaði tíu árum síðar að hann hafði kyngt gaffli

Lee Gardner, fertugur Breti, var fluttur á spítala í skyndi á dögunum vegna magaverkja. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann var með plastgaffal í maganum - og ekki nóg með það - gaffallinn hafði verið þar í 10 ár!

Slapp vel úr bílveltu

Talið er að ökumaður bifreiðar hafi sloppið án teljandi meiðsla þegar bifreið hans valt út af Hellisheiðinni um klukkan níu í kvöld. Að sögn varðstjóra hjá lögreglu var hann einn í bílnum og fluttur á slysadeild til skoðunar. Slysið er í rannsókn.

Lýst eftir Ölmu

Lögreglan lýsir eftir Ölmu Maureen Vinson. Alma er fædd 1998, 162 cm að hæð með blá augu og skollitað hár (dökkt í rót). Alma er með húðflúr á innanverðum úlnlið, tattú aftan á hálsi og lokk í tungu. Þegar síðast var vitað var hún klædd í svarta úlpu, gallabuxur, bláa adidas-peysu og í svörtum adidas-skóm. Alma strauk frá Hvammstanga mánudaginn 13.8. sl. Vitað er um ferðir hennar á höfuðborgarsvæðinu eftir þann tíma. Þeir sem vita hvar Alma er niðurkomin eða vita eitthvað um ferðir hennar frá 13.8. sl. eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 455 2666.

Engin börn inni í skólanum

Slökkviliðið hefur náð tökum á eldi sem kom upp í þaki íþróttahússins við Fellaskóla í Breiðholti. Mikill reykur barst frá svæðinu stuttu eftir að eldurinn kom upp um klukkan korter yfir sjö. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rifu slökkviliðsmenn þakplötur upp til þess að slökkva í síðustu glóðunum. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og eru nú allir slökkviliðsmenn farnir af vettvangi.

Mikill viðbúnaður við dómshúsið í Moskvu

Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt.

Allir átjan ára og yngri fengið skólavist

Vel gengur að innrita í framhaldsskóla fyrir haustið. Allir undir átján ára aldri hafa fengið skólavist og menntamálaráðherra er bjartsýn á að allir eldri nemendur fái einnig inni í skóla.

Vill að íslenska ríkið höfði mál gegn ESA

Fjármálaráðherra hefur lagt til við ríkisstjórnina að íslenska ríkið höfði mál gegn ESA, eftirlitsstofnun EFTA vegna sölu á byggingum til Verne, sem rekur gagnaver í Keflavík.

Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Jarðskjáflti af stærðinni 3,8 varð við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ísland fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist og ekki fylgir honum mikill órói.

Skotárás í Suður Afríku

Lögreglan í Suður Afríku gerði í gær skotárás á verkamenn í landinu með þeim afleiðingum að 34 létust. Verkamennirnir voru að mótmæla launum í námum.

Tímavélin Reykjavík Walk opnar í Iðuhúsinu á morgun

Margmiðlunarsýningin Reykjavík Walk verður opnuð í Iðuhúsinu í Lækjargötu á Menningarnótt á morgun. Sýningin veitir einstaka innsýn í Reykjavík fyrri tíma þar sem áhorfendur upplifa gamla tíma í bland við nýja. "Áhorfendur setjast inn í klefa með hreyfanlegum sætabúnaði. Leiknu efni, þrívíddarteikningum og ljósmyndum er blandað saman til þess að endurskapa ásýnd Austurstrætis frá árinu 1912 til dagsins í dag. Farið er yfir sögulega viðburði og er einstaklega skemmtilegt að upplifa hvernig miðborgin og aðbúnaður borgarbúa hafa þróast á ekki lengri tíma en einni öld,“ segir í tilkynningu.

Maðurinn í tígrabúrinu var undir áhrifum kannabis

Ungi maðurinn sem fannst látinn í búri tígrisdýra í dýragarði í Kaupmannahöfn var undir áhrifum vímuefna. Þetta er niðurstaða úr blóðprufum sem lögregla tók af manninum en kannabisefni fundust í blóðinu.

Geir Haarde í fjölmiðla

Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, mun stjórna spjallþætti á ÍNN í vetur. Hann er einn þriggja nýrra þátttastjórnenda á stöðinni en hinir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Randver Þorláksson, fyrrverandi Spaugstofumaður. Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri ÍNN er ánægður með viðbótina og bendir á að Geir og Sigmundur Davíð séu báðir reyndir fjölmiðlamenn.

Android skilur núna íslensku

Google tilkynnti í morgun ný tungumál sem bætast inn í Android Voice search. Meðal þeirra er nú íslenska, sem þýðir að farsímanotendur sem eiga síma með Android kerfi geta nú talað íslensku við símana sína.

Sjálfstæðisflokkurinn vill gera vínveitingar mögulegar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til á borgarráðsfundi að reglum um vínveitingaleyfi verði breytt þannig að þær komi ekki í veg fyrir að dvalarheimili aldraðra geti fengið leyfi til að selja áfengi. Tillögunni var fresta á fundinum.

Tekinn í Leifsstöð með kíló af amfetamíni

Karlmaður á þrítugsaldri hefur að undanförnu setið í gæsluvarðhaldi eftir að hann var stöðvaður við komuna til landsins með mikið magn af amfetamíni. Maðurinn, sem er pólskur og hefur verið búsettur hér, var að koma frá Varsjá þegar tollgæslan stöðvaði hann við hefðbundið eftirlit í Leifsstöð. Hann reyndist vera með tæpt kíló af amfetamíni, sem hann hafði að hluta til innvortis og að hluta í tveimur sjampóbrúsum. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og er rannsókn vel á veg komin.

Níræður ökumaður tekinn ölvaður

Ökumaður bíls var stöðvaður á Suðurnesjum í gær vegna þess að lögreglan grunaði að hann væri ölvaður. Lögreglumenn voru við umferðareftirlit þegar sást til bílsins sem ekið var yfir á öfugan vegarhelming, þannig að bifreið sem kom úr gagnstæðri átt þurfti að hægja á sér og víkja. Ökumaðurinn, tæplega níræður karlmaður, reyndist vera ölvaður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum.

Íslandsmet slegið í fiskveiði

Íslandsmetið í mestum afla sem smábátur yfir 10 brúttótonn hefur fengið í einum túr var slegið nýlega. Það var báturinn Bíldsey SH sem kom með 22,5 tonn í land eftir einn túr þann 13. ágúst. Fyrra metið var 22,3 tonn. Frá þessu er

Skemmdist í árekstri við innkaupakerru

Tjón varð á leigubifreið í vikunni þegar stjórnlaus innkaupakerra lenti á bílnum. Bifreiðin var kyrrstæð við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar innkaupakerran hentist út úr Fríhöfninni á mikilli ferð og lenti á bílnum.

Sjá næstu 50 fréttir