Fleiri fréttir

Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo

Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu.

"Mikilvægasta lið ÓL? Nú, íslenska handboltalandsliðið"

"Fyrir okkur er handbolti ekki aðeins íþrótt, heldur sjálfur mergur þjóðarsálarinnar.“ Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við fréttamann bandaríska tímaritsins Time, stuttu eftir að íslenska handboltalandsliðið hafði borið sigur úr býtum gegn Argentínumönnum.

Líðan erlenda parsins óbreytt

Líðan erlenda parsins sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöld er óbreytt. Þau lentu bílslysi á Steingrímsfjarðarheiði.

Skelfing í Úganda eftir ebólu-smit

Ebólu-faraldur geisar nú í Úganda. Forseti landsins, Yoweri Museveni, ávarpaði þjóð sína í dag. Hann biðlaði til fólksins um að gæta ýtrustu varúðar í kringum annað fólk og forðast handabönd, faðmlög og kossa.

The Hobbit verður þríleikur

Nýsjálenski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson tilkynnti í dag að hann væri nú að undirbúa þriðja kaflann í kvikmyndaröðinni um The Hobbit. Jackson lauk nýverið við tökur á tveimur kvikmyndum sem byggja á skáldsögunni.

Betri nýting bílastæða fæst með gjaldtöku

„Það eru skiptar skoðanir um þetta. En ég held að þetta muni frekar vera til góðs heldur ills." Þetta segir Karl Sigurðsson, bæjarfulltrúi Besta flokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Gjaldskrá bílastæðasjóðs tók formlega breytingum í dag. Er nú mun dýrara að leggja í skammtímabílastæði en áður.

Segir tekjublöðin gefa ranga mynd af auð Íslendinga

Ríkustu Íslendingarnir eru miklu ríkari en tölur tekjublaðanna gefa upplýsingar um. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan sé sú að ekki séu upplýsingar um fjármagnstekjur og margar eignir séu auk þess í skattaskjólum.

Íbúðalánasjóður selur 25 íbúðir á einu bretti

Íbúðalánasjóður hyggst setja þrjár blokkir á Selfossi á sölu í einu lagi í haust. Vonast er til þess að leigufélög kaupi eignirnar og þannig verði skorturinn á leighúsnæði á Árborgarsvæðinu leystur. Formaður bæjarráðs fagnar því að hreyfing sé komin á málið.

Sautján ára og synti tvöfalt Viðeyjarsund

Sautján ára gömul sjósundskona synti tvöfalt Viðeyjarsund í gærkvöldi. Hún stefndi á að synda Ermasundið í september en varð að fresta því vegna meiðsla.

Holmes birt ákæra

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 12 á miðnætursýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Colorado hefur nú formlega verið ákærður fyrir glæpina. Ákæran er í 142 liðum. Ekki er búið að ákveða hvort að farið verður fram á dauðarefsingu yfir honum.

Búið að fella 69 tarfa

Búið er að fella 69 hreindýrstarfa, en í gær voru liðnar tvær vikur frá því að hreindýratímabilið hófst. Einungis verður heimilt að veiða tarfa fram að 1. ágúst en þá verður einnig heimilt að veiða kvígur. Alls verður heimilt að veiða 1009 dýr.

Forsetinn settur í embætti í fimmta sinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður settur í embætti í fimmta sinn eftir hádegi á miðvikudag. Athöfnin hefst með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðarlög á Austurvelli klukkan þrjú. Hálftíma siðar ganga forseti Íslands og forsetafrú, handhafar forsetavaldsins, biskup Íslands og fleiri frá Alþingishúsi i Dómkirkju þar sem fram fer helgistund í umsjá biskups Íslands. Um klukkan fjögur fer svo embættistakan sjálf fram.

Dópsali handtekinn í Eyjum

Karlmaður um þrítugt var handtekinn aðfaranótt laugardags í Vestmannaeyjum og í framhaldi af því var farið í húsleit á heimili hans þar sem grunur lék á að þar væri fíkniefni að finna. Sá grunur var á rökum reistur því þar fundust um 70 grömm af amfetamíni og nokkuð af peningum, sem lögregla telur að sé afrakstur fíkniefnasölu. Maðurinn viðurkenndi að hafa stundað sölu fíkniefna og telst málið að mestu upplýst.

Fjöldi fólks fylgdist með hvölunum

Fjöldi fólks kom saman á Leyni á Akranesi, þar sem grindhvalirnir voru í morgun, til að fylgjast með þeim. Eins og greint var frá í morgun syntu um 200 hvalir nánast alveg upp í fjöruborðið. Þrír þeirra strönduðu svo og nutu aðstoð manna til að komast aftur á flot. Guðmundur Bjarki Halldórsson, íbúi á Akranesi,

Notuðu meira rafmagn en leyfilegt er

Talið er að nokkur ríki á Indlandi hafi notað meira rafmagn en leyfilegt er þegar rafmagnslaust varð í norðurhluta landsins seint í nótt, með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hefur tekist að koma rafmagni á meirihluta svæðisins. Orkumálaráðherra landsins segir að rannsókn væri hafi á biluninni og niðurstöðu væri að vænta innan tveggja vikna. Þetta er mesta rafmagnsleysi sem orðið hefur á Indlandi síðastliðin áratug.

Takið af ykkur skóna-reglan skoðuð í haust

Flugmálastjórn og Isavia, rekstrarðili Keflavíkurflugvallar, ætla að fara yfir reglur og verklag í flugstöðinni er lúta að skönnun á skóm farþega. Skór allra farþega á Keflavíkurflugvelli eru skannaðir ólíkt því sem gerist og gengur í löndunum í kringum okkur og í Bandaríkjunum.

Guðfríður Lilja kortleggur mannréttindamál

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður hefur verið ráðin til að annast verkefnisstjórnun á vegum þriggja ráðuneyta, innanríkis, velferðar og utanríkisráðuneytisins, um kortlagningu og stefnumótun á sviði mannréttindamála. Verkefnið er unnið í nánu tengslum við Landsáætlun í mannréttindamálum og er einkum tvíþætt. Annars vegar að kortleggja mannréttindastarf íslenskrar stjórnsýslu, jafnt inan landsteinanna sem utan. Og hinsvegar að móta og leggja fyrir ríkisstjórnina stefnu um framtíðarskipan Mannréttindadómstóls Evrópu í samhengi við þær tillögur sem ræddar hafa verið á vettvangi Evrópuráðsins.

Hvalirnir reknir frá landi

Bátum sem voru við Akranes hefur tekist að reka grindhvalina frá landi, segir Stefán Þórðarson á Akranesi. Um 200 grindhvalir voru komnir nærri landi við Leyni á Akranesi í morgun eins og greint hefur verið frá. Stefán og Hermann Hermannsson vinur hans brugðust snarlega við þegar þrír af hvölunum voru nánast alveg komnir í strand og orðnir fastir. Þeir sóttu vöðlur og óðu ofan í sjóinn til að bjarga hvölunum.

Fólskuleg líkamsárás í Þorlákshöfn

Ráðist var á mann þar sem hann var að kasta af sér þvagi á bak við skemmtistaðinn Happy hour í Þorlákshöfn rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt laugardags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var árásarmaðurinn einn á ferð og réðist aftan að fórnarlambinu og tókst að koma honum niður og lét hnefahögg dynja á andliti mannsins sem leiddi til nefbrots.

Í lífshættu eftir bílslys

Erlenda parið, sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar seint í gærkvöldi eftir bílslys á Steingrímsfjarðarheiði, liggur á gjörgæslu. Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er haldið sofandi í öndunarvél. Konan er minna slösuð. Þau eru á milli tvítugs og þrítugs.

Slökkviliðið fékk lykla að Laugaveginum

Slökkviliðið fékk í morgun lykla af hliðum á Laugaveginum en slökkviliðsmenn höfðu gagnrýnt að Laugaveginum væri lokað og neyðarbílar kæmust ekki í gegnum hliðin. Höskuldur Einarsson, hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir þó æskilegast ef hægt væri að opna hliðin með fjarstýringu því seinlegt sé fyrir slökkviliðsmenn að stökkva út úr bíl og opna tvískipt hlið ef eitthvað ber útaf. Fulltrúar slökkviliðsins og Reykjavíkurborgar ætla að hittast til þess að ræða þessi mál í þaula.

Þrír hvalir strönduðu í flæðamálinu

Hvalaskoðunarbátar frá Reykjavík, sem var fullur af ferðamönnum, sigldi full nærri grindhvalavöðunni sem stödd er út af Leyni á Akranesi um tíuleytið í morgun. Fram kemur á vef Skessuhorns að styggð hafi komið að hvölunum og þeir stefnt í land. Þrír hvalir strönduðu þá í flæðarmálinu sunnan við Höfða en tveir menn á vöðlum óðu út og komu þeim til bjargar.

Grindhvalavaða við Akranes

Grindhvalavaða er núna rétt fyrir utan Akranes og sést hún vel frá bænum. Valentínus Ólason, íbúi á Akranesi, segist í samtali við Vísi hafa fylgst með henni úr stofuglugganum hjá sér. Lögreglan á Akranesi hafði einnig orðið vör við hvalina. Lögreglumaður sem Vísir talaði við sagði að um væri að ræða á bilinu 1-200 dýr. Þau munu hafa verið svamlandi fyrir utan bæinn frá því snemma í morgun.

Um 300 milljónir Indverja án rafmangs í nótt

Rafmagnslaust varð á nær öllum norðurhluta Indlands, þar á meðal í höfuðborginni Delhi. seint í nótt með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns.

Ekkert lát á bardögum í borginni Aleppo

Miklir bardagar hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi alla helgina en þar reynir stjórnarher landsins að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna.

Tímasetningar hjá íslensku keppendunum á ÓL

Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að Ólympíuleikarnir standa sem hæst þessa dagana og fjöldi Íslendinga tekur þátt. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamaður á 365 miðlum, stendur vaktina í London. Hann hefur tekið saman tímasetningar á viðburðum hjá íslensku keppendunum næstu dagana og þær má finna hér.

Allt að 200 dýr í torfunni

Talið er að allt að 200 grindhvalir séu svamlandi í sjónum við Leyni á Akranesi. Skagamenn urðu þeirra varir þegar þeir vöknuðu í morgun. Valentínus Ólason náði þessum myndum af hvölunum um tíuleytið. Eins og fram kom í fréttum um helgina sást líka Grindhvalavaða í Innri-Njarðvík um helgina. Gísli Víkingsson hvalasérfræðngur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það gerist af og til að hvalavöður sjáist svo skammt frá landi. Gísli rifjar upp að árið 1986 sáust hvalir við Þorlákshöfn og voru þeir nánnast komnir á þurrt þegar menn sáu til þeirra.

Barnabætur og fæðingarorlofsgreiðslur hækkaðar

Ríkisstjórnin hefur áform um að lengja fæðingarorlof og hækka barnabætur á fjárlögum næsta árs. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir það hafa verið til umræðu í ríkisstjórn hvernig nýta eigi hugsanlegt svigrúm í ríkisfjármálum á næsta fjárlagaári.

Fjórar lögreglukonur á vakt

Fimm lögreglumenn eru á vakt hjá lögreglunni á Selfossi í dag sem er kannski ekki svo óeðlilegt yfir sumartímann. En af þessum fimm lögreglumenn eru fjórar konur. Það hefur ekki áður gerst í sögu lögreglunnar í Árnessýslu að svo margar konur séu saman á vakt innan lögreglunnar.

Dæmdur fyrir hraðbankasvindl

Erlendur karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til níu mánaða fangelsisvistar þann 20. júlí síðastliðinn, eftir að hafa orðið uppvís að því að hafa komið fyrir afritunarbúnaði á hraðbanka í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn hóf afplánun dómsins strax. Einungis átta dögum áður var maðurinn handtekinn á Akureyri eftir að rannsókn lögreglu leiddi hana á spor hans, en búnaðurinn fannst þann 7. júlí. Það leið því ekki langur tími frá því að upp komst um brotið þar til dómur féll.

Fundu ólöglega netalögn á Ströndum

Lögreglumenn frá Ísafirði og fulltrúar frá Fiskistofu fundu ólöglega netalögn vestur á Ströndum, þegar þeir fóru þar um í eftirlitsflugi með Landhelgisgæslunni.

Völuspá fyrir augum höfundar

Bolvíkingar afhjúpuðu á laugardag skilti með Völuspá áletraðri og upplýsingum um Þuríði Sundafylli og Völu-Stein son hennar. Þau mæðgin eru landnámsmenn Bolungarvíkur og hallast margir fræðimenn að því að annað hvort þeirra hafi samið Völuspá.

Cheney segir mistök að velja Palin sem varaforsetaefni 2008

Dick Cheney fyrrum varaforseti George Bush segir að Mitt Romney megi ekki gera sömu mistök og John McCain gerði árið 2008 þegar hann valdi Sarah Palin sem varaforsetaefni sitt. Cheney segir að valið á Palin hafi verið mikil mistök.

Bandaríska neyðarlínan 911 bað Gæsluna um aðstoð

Bandaríska neyðarlínan 911 hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna skilaboða um gerfitungl á sjöunda tímanum í gærkvöldi, frá svonefndum persónuneyðarsendi, sem benti til þess að einhver væri í neyð vestur á Ströndum.

Banaslys á Steingrímsfjarðarheiði

Íslenskur karlmaður beið bana og tveir útlendingar slösuðust mjög alvarlega þegar bíll valt út af þjóðveginum um Steingrímsfjarðarheiði, Hólmavíkurmegin, seint í gærkvöldi.

Svíi kaupir jarðir og ár í Ísafjarðardjúpi

John Harald Örneberg, sem er sænskur timburframleiðandi, hefur fest kaup á þremur og hálfri jörð við Ísafjarðardjúp. Þeim fylgir tæpur helmingshlutur í ánum Langadalsá og Hvannadalsá.

Sjá næstu 50 fréttir