Innlent

Takið af ykkur skóna-reglan skoðuð í haust

Takið af ykkur skóna, sungu Stuðmenn um árið.
Takið af ykkur skóna, sungu Stuðmenn um árið.
Flugmálastjórn og Isavia, rekstrarðili Keflavíkurflugvallar, ætla að fara yfir reglur og verklag í flugstöðinni er lúta að skönnun á skóm farþega. Skór allra farþega á Keflavíkurflugvelli eru skannaðir ólíkt því sem gerist og gengur í löndunum í kringum okkur og í Bandaríkjunum.

Vefurinn Túristi.is hefur fjallað mikið um málið undanfarið. Viðræður fóru fram nýverið af frumkvæði Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, og eru niðurstöður úr þeim að skoða framkvæmd annarra þjóða og meta hvort breyta þurfi leitarskilyrðum hér á landi. Málið verður tekið til skoðunar með haustinu.

Vefsíða Túrista.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×