Innlent

Guðfríður Lilja kortleggur mannréttindamál

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður hefur verið ráðin til að annast verkefnisstjórnun á vegum þriggja ráðuneyta, innanríkis, velferðar og utanríkisráðuneytisins, um kortlagningu og stefnumótun á sviði mannréttindamála. Verkefnið er unnið í nánu tengslum við Landsáætlun í mannréttindamálum og er einkum tvíþætt. Annars vegar að kortleggja mannréttindastarf íslenskrar stjórnsýslu, jafnt inan landsteinanna sem utan. Og hinsvegar að móta og leggja fyrir ríkisstjórnina stefnu um framtíðarskipan Mannréttindadómstóls Evrópu í samhengi við þær tillögur sem ræddar hafa verið á vettvangi Evrópuráðsins.

Nánar á vefsíðu innanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×