Segir skattgreiðendur niðurgreiða útflutt lambakjöt fyrir milljónir Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2012 18:34 Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða lambakjöt til útlanda fyrir mörg hundruð milljónir á hverju ári. Þetta segir prófessor í Hagfræði. Útflutningur á lambakjöti hefur nærri tvöfaldast frá bankahruni. Útflutningur á íslensku lambakjöti hefur verið mjög sveiflukenndur og einkum ráðist af gengi krónunnar. Veruleg dró úr útflutningi um miðbik síðasta áratugar en útflutningurinn jókst hins vegar gríðarlega eftir bankahrun eins og sjá má á þessu súluriti. Í fyrra voru flutt út tæplega tvö þúsund og sjö hundruð tonn af lambakjöti eða um tuttugu og fimm prósent af heildar framleiðslu þess árs. Kjötið er meðal annars selt í verslunum í Danmörku og Noregi en dæmi eru um að kjötið sé jafnvel ódýrara þar en á Íslandi. Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar ábendingar þessa efnis á síðustu misserum. Sauðfjárbændur telja að í slíkum tilvikum séu verslanir að selja kjötið undir kostnaðarverði. „Við vitum það að við erum að fá þúsund krónur í heildsölu fyrir þetta lambakjöt í heilum skrokkum sem við flytjum þarna út og síðan er það í höndum kaupenda og dreifingaraðila hvernig þeir verðleggja það," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka Sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur fá fjóra milljarða króna frá ríkinu á þessu ári. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að hluti af þessari upphæð fari í að greiða niður verð á lambakjöti til útlendinga. „Og málið er í rauninni verra vegna þess að við erum að nota þessa fjármuni til að halda uppi starfsemi sem byggir á nýtingu mjög rýrra náttúrugæða. Í rauninni þá erum við að láta sauðkindur naga upp heiðarlönd og flytja það út til erlendra aðila og það má spyrja hvort það sé skynsamleg ráðstöfun á fé og skynsamleg ráðstöfun á þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk heiðarlönd eru," segir Þórólfur. Upphæðin sem hér um ræði hleypur tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Sauðfjárbændur hafna þessum fullyrðingum. „Greiðslurnar sem bændur fá eru ekki framleiðslubundnar þær mundu ekki breytast þó að við myndum bara framleiða það magn sem seldist hér innanlands þannig að við teljum að það sé ekki verið að greiða neitt sérstaklega niður til útflutnings," segir Sigurður. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða lambakjöt til útlanda fyrir mörg hundruð milljónir á hverju ári. Þetta segir prófessor í Hagfræði. Útflutningur á lambakjöti hefur nærri tvöfaldast frá bankahruni. Útflutningur á íslensku lambakjöti hefur verið mjög sveiflukenndur og einkum ráðist af gengi krónunnar. Veruleg dró úr útflutningi um miðbik síðasta áratugar en útflutningurinn jókst hins vegar gríðarlega eftir bankahrun eins og sjá má á þessu súluriti. Í fyrra voru flutt út tæplega tvö þúsund og sjö hundruð tonn af lambakjöti eða um tuttugu og fimm prósent af heildar framleiðslu þess árs. Kjötið er meðal annars selt í verslunum í Danmörku og Noregi en dæmi eru um að kjötið sé jafnvel ódýrara þar en á Íslandi. Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar ábendingar þessa efnis á síðustu misserum. Sauðfjárbændur telja að í slíkum tilvikum séu verslanir að selja kjötið undir kostnaðarverði. „Við vitum það að við erum að fá þúsund krónur í heildsölu fyrir þetta lambakjöt í heilum skrokkum sem við flytjum þarna út og síðan er það í höndum kaupenda og dreifingaraðila hvernig þeir verðleggja það," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka Sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur fá fjóra milljarða króna frá ríkinu á þessu ári. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að hluti af þessari upphæð fari í að greiða niður verð á lambakjöti til útlendinga. „Og málið er í rauninni verra vegna þess að við erum að nota þessa fjármuni til að halda uppi starfsemi sem byggir á nýtingu mjög rýrra náttúrugæða. Í rauninni þá erum við að láta sauðkindur naga upp heiðarlönd og flytja það út til erlendra aðila og það má spyrja hvort það sé skynsamleg ráðstöfun á fé og skynsamleg ráðstöfun á þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk heiðarlönd eru," segir Þórólfur. Upphæðin sem hér um ræði hleypur tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Sauðfjárbændur hafna þessum fullyrðingum. „Greiðslurnar sem bændur fá eru ekki framleiðslubundnar þær mundu ekki breytast þó að við myndum bara framleiða það magn sem seldist hér innanlands þannig að við teljum að það sé ekki verið að greiða neitt sérstaklega niður til útflutnings," segir Sigurður.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira