Innlent

Innreið erlendra fyrirtækja á íslenskan markað gott fyrir neytendur

Magnús Halldórsson skrifar
Innreið erlendra fyrirtækja inn í íslenskt atvinnulíf myndi hafa góð áhrif fyrir neytendur og efla samkeppni, segir formaður Neytendasamtakanna. Erlend fyrirtæki eru hægt og bítandi að seilast inn á íslenskan markað.

Eftir hrun fjármálakerfisins og krónunnar komust mörg rótgróin fyrirtæki í eigu kröfuhafa, og hafa verið rekin af þeim síðan.

Sem dæmi þá voru bankarnir í ráðandi stöðu hjá ríflega fjórðungi 120 stærstu fyrirtækja landsins en í upphafi árs 2011 var hlutfallið um 46 prósent.

Í fyrra voru um 20 stór fyrirtæki seld að lokinni fjárhagslegri endurskipulagningu.

Í þessu mikla endurskiplagningarferli hafa erlendir fjárfestar sýnt hinum ýmsu geirum íslensks atvinnulífsins áhuga. Á smásölu og byggingamarkaði hafa Bauhaus, sem er að uppruna þýskt, og danska félagið Bygma þegar stofnað til skuldbindinga og bíða þess að koma sér fyrir undir eigin merkjum, en hið síðarnefnd keypti Húsasmiðjuna í lok síðasta árs.

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist fagna innkomu erlendra fyrirtækja inn á íslenskan markað.

Þá hafa íslenskir bankar og tryggingarfélög einnig verið undir smásjá erlendra fjárfesta, en færeyski bankinn BankNordik hefur þegar keypt Vörð tryggingafélag.

Líkt og fréttastofa hefur greint frá hefur norski bankinn DNB sýnt Íslandsbanka áhuga, en hann er nú í söluferli. Þá hafa erlendir fjárfestar einnig sýnt Tryggingamiðstöðinni og VÍS áhuga, en einungis óformlega þó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×