Fleiri fréttir Mál gegn Kaupþingsmönnum og Al-Thani þingfest í dag Mál sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni auk Ólafi Ólafssyni, kenndan við Samskip, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 7.3.2012 12:03 Kærður fyrir skemmdaverk - vildi mótmæla úthlutun byggðakvóta Sjómaður hefur verið kærður til lögreglunnar á Húsavík eftir að hann á að hafa kastað 40 kílóa steinsteyptu blómakeri í bifreið í eigu Sveitarfélagsins í Norðurþingi. Rúða og vélarhlíf bifreiðarinnar, sem er af gerðinni Suzuki, skemmdust þegar kerið hafnaði á bílnum. Skemmdarverkið átti sér stað á Kópaskeri. 7.3.2012 11:33 Verjandinn of seinn í skýrslutökur yfir Baldri Vitnaleiðslur yfir Baldri Guðlaugssyni frestuðust um örstutta stund vegna þess að Andri Árnason, verjandi Geirs, var of seinn inn í réttarsalinn nú á ellefta tímanum. 7.3.2012 11:06 Drógu lappirnar í dótturfélagavæðingu Icesave Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. 7.3.2012 10:57 BBC greinir frá hnífaárásinni á Lagastoð Breska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að Guðni Bergsson hafi verið stunginn í lærið þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til varnar á lögfræðistofunni Lagastoð. 7.3.2012 10:49 Landsbankamenn voru ósammála um flutning Icesave til Bretlands Óeining var um það á meðal bankastjóra Landsbankans á árinu 2008 að flytja Icesave-reikningana inn í dótturfélag Landsbankans í Bretlandi. Þetta sagði Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, í vitnaleiðslum í Landsdómi í morgun. 7.3.2012 10:42 Samtök atvinnulífsins jafnar kynjamun í átta lífeyrissjóðum Samtök atvinnulífsins hafa tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára. Af þeim eru 10 konur eða rúmlega 71%. 7.3.2012 10:26 Allir sammála um að ógerlegt væri að minnka bankakerfið Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að hugmynd um að minnka bankakerfið hafi verið algerlega óraunhæf þegar komið var fram á árið 2008. Þetta sagði hann þegar Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði hann hvort miklar umræður hefðu verið um þetta á því ári. 7.3.2012 10:15 Halldór túlkar Landsdómsmálið á sinn einstaka hátt Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins hefur tekið sér stöðu í Landsdómi þar sem hann ætlar að varpa ljósi á málið með sínu einstaka hætti. Halldór er fyrir löngu orðinn ástsælasti skopmyndateiknari þjóðarinnar og hafa myndir hans verið fastur liður á síðum Fréttablaðsins síðustu ár. Þannig hefur Halldór sennilega teiknað flestar þær persónur sem hafa verið kallaðar fyrir Landsdóm áður. Gert er ráð fyrir að afraksturinn birtist á síðum blaðsins á næstu dögum. 7.3.2012 10:10 Telur vinnu samráðshópsins hafa verið gagnlega Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að hann hafi talið vinnu samráðshóps um fjármálastöðugleika vera mjög gagnleg. Hann geri ekki athugasemdir við það hvernig hópnum hafi verið stýrt. Þetta kom fram í máli Ingimundar í vitnaleiðslum fyrir landsdómi í morgun. 7.3.2012 09:32 Týnda vitnið fundið Aðalvitnið í skotárásarmálinu svokallaða mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun og bar vitni. Hann mætti ekki í dómsal þegar hann var boðaður til þess að bera vitni og varð það til þess að aðalmeðferðinni var frestað. 7.3.2012 09:30 Ingimundur mættur í dóminn Vitnaleiðslur í landsdómsmálinu hófust að nýju nú strax klukkan níu. Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er mættur í vitnastúku. Hann sat í bankastjórn með Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni heitnum. Ingimundur býr í Osló en er kominn í Þjóðmenningarhúsið til að bera vitni. Upphaflega var þó gert ráð fyrir að hann myndi gefa dómnum skýrslu í gegnum síma. 7.3.2012 09:03 Facebook lá niðri í fjölda landa í morgun Samskipavefurinn Facebook lá niðri á Norðurlöndunum, fyrir utan Ísland, um tíma í morgun sem og í nokkrum fjölda annarra landa í Evrópu og víðar um heiminn. Hann er kominn í gagnið að nýju. 7.3.2012 08:21 Gjöld á vatnsréttindi styggja Landsvirkjun Innanríkisráðuneytið staðfestir að vatnsréttindi Jökulsár á Dal eigi að taka til fasteignamats. Fljótsdalshérað vill að matinu sé hraðað svo hægt verði að leggja fasteignagjöld á vatnsréttindin. Úrskurðurinn hefur fordæmisgildi um allt land. 7.3.2012 08:00 Talið að lóan á Eyrarbakka hafi verið starri Nú er talið að lóan, sem sagt var frá að heyrst hafi til á Eyrarbakka um helgina, hafi hreint ekki verið lóa. 7.3.2012 07:07 Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór fyrir Landsdóm í dag Réttarhöldum verður haldið áfram fyrir Landsdómi í dag og munu þá Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason fyrrverandi ráðuneytastjórar, Jón Sigurðsson fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabankans, bera vitni meðal annarra. Um það bil 50 manns hafa verið boðaðir í skýrslutöku fyrir dómnum. 7.3.2012 07:02 Obama útilokar hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi Barack Obama Bandaríkjaforseti útilokar að Bandaríkjamenn grípi til einhliða hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi. 7.3.2012 06:59 Fá skip á sjó vegna óveðurs Sára fá fiskiskip eru á sjó vegna óveðurs á miðunum nema hvað hópur loðnuskipa er út af norðanverðu Snæfellsnesi. 7.3.2012 06:52 Tíu umferðaróhöpp vegna hálku og slæms skyggnis Tíu umferðaróhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi sem flest eru rakin til hálku og slæms skyggnis. 7.3.2012 06:48 Mikil leit gerð að mörgæs í Tókýó Mikil leit er nú gerð að mörgæs sem slapp úr sjávardýragarði í Tókýó höfuðborg Japans. 7.3.2012 06:46 FBI gekk á milli bols og höfuðs á tölvuþrjótahópnum Lulzsec Fimm af öflugustu meðlimum tölvuþrjótahópsins Lulzsec hafa verið handteknir og bandaríska alríkislögreglan FBI er á hælunum á fleirum úr hópnum. 7.3.2012 06:44 Romney vann í sex ríkjum á ofurþriðjudeginum Mitt Romney hefur verið úrskurðaður sigurvegari í Ohio eftir æsispennandi kosninganótt. 7.3.2012 06:39 Lykilvitni mætti ekki fyrir dóm Fresta varð til dagsins í dag aðalmeðferð í máli þriggja manna sem ákærðir eru fyrir manndrápstilraun í Bryggjuhverfinu í Reykjavík síðasta haust þegar lykilvitni í málinu mætti ekki fyrir dóm í gær. Málið er flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 7.3.2012 03:00 Hafa fallist á nýjar viðræður við Írana Sex áhrifamikil ríki, sem árum saman hafa átt í viðræðum við Írani um kjarnorkuáform þeirra og alþjóðlegt kjarnorkueftirlit, féllust í gær á frekari viðræður í von um lausn á deilunni, sem magnast hefur jafnt og þétt undanfarnar vikur og mánuði. 7.3.2012 01:00 Fólskuleg líkamsárás í miðbænum - traðkaði á höfði liggjandi manns Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem vísaði öðrum út úr samkvæmi við Laugaveg í lok febrúar og er sakaður um að hafa hrint honum niður stiga og meðal annars sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund og slasaðist lífshættulega. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. mars næstkomandi. 6.3.2012 22:59 Tvær bílveltur á Reykjanesbraut Tveir bílar fóru út af Reykjanesbrautinni á áttunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum slasaðist enginn en bílarnir eru mikið skemmdir. Fljúgandi hálka er nú á Brautinni en starfsmenn Vegagerðarinnar eru að salta. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega en mikil hálka er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. 6.3.2012 21:43 Viðtalið við Davíð Oddsson í heild sinni "Það var kannski þægilegra að gera það, það var í samræmi við óskhyggjuna. Við erum þannig gerð að við viljum heyra góðar fréttir frekar en slæmar,“ sagði Davíð Oddsson, fyrrum formaður bankastjórna Seðlabankans, eftir að hann hafði gefið skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann var spurður að því afhverju forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu trúað bankamönnum um stöðu bankanna fyrir hrun frekar en aðvörunarorðum. 6.3.2012 21:29 Aldraðar tvíburasystur létust með nokkurra mínútna millibili Bandarísku tvíburasysturnar Patricia og Joan Miller, sem eru 73 ára, fundust látnar á heimili sínu í lok febrúar. Yfirvöld segja að þær hafi látist með aðeins nokkurra mínútna millibili en þær eru taldar hafa látist af eðlilegum orsökum. 6.3.2012 21:23 Allur ágóði af Eldhafi rennur til UNwoman Eldhaf í Borgarleikhúsinu hefur verið sýnd fyrir fullu húsi um nokkurt skeið. Í tilefni af alþjóðabaráttudegi kvenna 8.mars næstkomandi hefur verið ákveðið að styrkja UNwoman með sýningu á morgun 7.mars og allur ágóði hennar rennur til hjálparsamtakanna. 6.3.2012 20:36 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6.3.2012 20:30 Alltaf rólegur nema þegar hann talar um lögmenn Maðurinn sem réðist inn á lögmannsstofuna Lagastoð í gær og veitti framkvæmdastjóra stofunnar lífshættulega áverka var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Hann er sagður hafa óbeit á lögmönnum. 6.3.2012 19:17 Dýrmætar heimildir að myndast í Landsdómsmálinu Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. 6.3.2012 18:44 Þessi eiga eftir að bera vitni í Landsdómi Nú eru tveir dagar liðnir af réttarhöldum yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Málið hófst á skýrslutöku yfir Geir sjálfum í gær en í dag mættu þeir Björgvin G. Sigurðsson, Arnór Hannibalsson og Davíð Oddsson. 6.3.2012 18:18 Nýrnasjúklingar þurfa að flytja Fjórir nýrnasjúklingar hafa flutt búferlum því engin blóðskilunarvél er á landsbyggðinni. Aðrir eru langdvölum fjarri ástvinum sínum vegna blóðskilunar. 6.3.2012 20:31 Mikil fjölgun í hótunum í garð fjármálafyrirtækja og lögmannastofa Mikil fjölgun hefur verið á hótunum og ógnunum í garð starfsmanna fjármálafyrirtækja og lögmannsstofa undanfarið og hafa mörg fyrirtæki í kjölfarið endurskoðað öryggismál sín. 6.3.2012 20:10 Vitnaleiðslum lokið í dag Vitnaleiðslum er lokið í dag í Landsdómi sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu . Það hefst aftur klukkan níu í fyrramálið. Þá mun Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri bera vitni. 6.3.2012 18:00 Landsdómur: Annar dagur - Sjötta samantekt Breki Logason og Þorbjörn Þórðarson fréttamenn fara yfir stöðu mála í Landsdómsmálinu og hvernig málin hafa gengið fyrir sig í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 6.3.2012 17:44 Taldi Fjármálaeftirlitið allt of veikt Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segist ekki hafa komið áhyggjum sínum af því hve veikt Fjármálaeftirlitið á Íslandi var fyrir hrun formlega á framfæri við stjórnvöld. En hann hafi samt ekki legið á þessari skoðun sinni. Hann hafi óhikað gert Fjármálaeftirlitinu sjálfu grein fyrir þessari skoðun sinni. 6.3.2012 17:29 Tekinn tvisvar fyrir fíkniefnaakstur Karl um þrítugt var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á innan við sólarhring í Reykjavík um helgina. Ellefu aðrir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili en þetta voru tíu karlar á aldrinum 17-50 ára og ein kona, 28 ára. Tveir þessara ökumanna voru á stolnum bíl, tveir höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. 6.3.2012 17:22 Almannavarnir: Varað við stormi á Suðausturlandi Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á því að Veðurstofan varar við stormi (meðalvindi yfir 20 m/s) á Suðausturlandi, Austfjörðum og á Miðhálendinu í kvöld og nótt. Einnig er spáð verulegri samfelldri úrkomu í kvöld og fram á nóttina. 6.3.2012 16:45 Á annað hundrað manns gáfu blóð í dag Blóðbankinn þakkar öllum þeim sem hafa gefið blóð síðan í gær. Rúmlega 200 manns hafa leitað til Blóðbankans og boðist til að gefa blóð eftir að Blóðbankinn lýsti yfir neyðarástandi vegna blóðskorts í Blóðbankanum í gær. 6.3.2012 16:39 "Þú talar ekki svona við mig drengur" Davíð Oddsson segir að í ljós hafi komið við bankahrunið að Fjármálaeftirlitið væri mjög veikt. Þá hafi komið í ljós daginn eftir Glitnir var þjóðnýttur að viðmið Fjármálaeftirlitsins um það hvað var talið tengdir aðilar var orðið mjög frjálslegt 6.3.2012 16:17 Segja eignir Orkuveitunnar seldar án auglýsinga Málefni Orkuveitu Reykjavíkur voru rædd á borgarstjórnarfundi í dag. Tilefni umræðunnar eru upplýsingar um að OR hafa selt eignarhluta sinn í Enex Kína og Envent Holding án auglýsingar. 6.3.2012 16:15 Segir Ingibjörgu hafa viljað 40 milljarða evra lán fyrir bankana Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði til að bönkunum yrði bjargað með því að útvega 30 til 40 milljarða evra. Þetta sagði Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fyrir landsdómi á fjórða tímanum í dag. Hann sagði að það hefði verið dauði fyrir ríkið að fara þá leið. 6.3.2012 15:47 Fimm fyrirtæki sektuð fyrir að blekkja neytendur með bókatilboðum Neytendastofa hefur lagt fimm hundruð þúsund króna stjórnvaldssekt á rekstraraðila fyrirtækjanna Eymundsson, Krónuna, Nettó, Office 1 og Hagkaup vegna tilboða á bókum. 6.3.2012 15:19 Sjá næstu 50 fréttir
Mál gegn Kaupþingsmönnum og Al-Thani þingfest í dag Mál sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni auk Ólafi Ólafssyni, kenndan við Samskip, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 7.3.2012 12:03
Kærður fyrir skemmdaverk - vildi mótmæla úthlutun byggðakvóta Sjómaður hefur verið kærður til lögreglunnar á Húsavík eftir að hann á að hafa kastað 40 kílóa steinsteyptu blómakeri í bifreið í eigu Sveitarfélagsins í Norðurþingi. Rúða og vélarhlíf bifreiðarinnar, sem er af gerðinni Suzuki, skemmdust þegar kerið hafnaði á bílnum. Skemmdarverkið átti sér stað á Kópaskeri. 7.3.2012 11:33
Verjandinn of seinn í skýrslutökur yfir Baldri Vitnaleiðslur yfir Baldri Guðlaugssyni frestuðust um örstutta stund vegna þess að Andri Árnason, verjandi Geirs, var of seinn inn í réttarsalinn nú á ellefta tímanum. 7.3.2012 11:06
Drógu lappirnar í dótturfélagavæðingu Icesave Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. 7.3.2012 10:57
BBC greinir frá hnífaárásinni á Lagastoð Breska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að Guðni Bergsson hafi verið stunginn í lærið þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til varnar á lögfræðistofunni Lagastoð. 7.3.2012 10:49
Landsbankamenn voru ósammála um flutning Icesave til Bretlands Óeining var um það á meðal bankastjóra Landsbankans á árinu 2008 að flytja Icesave-reikningana inn í dótturfélag Landsbankans í Bretlandi. Þetta sagði Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, í vitnaleiðslum í Landsdómi í morgun. 7.3.2012 10:42
Samtök atvinnulífsins jafnar kynjamun í átta lífeyrissjóðum Samtök atvinnulífsins hafa tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára. Af þeim eru 10 konur eða rúmlega 71%. 7.3.2012 10:26
Allir sammála um að ógerlegt væri að minnka bankakerfið Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að hugmynd um að minnka bankakerfið hafi verið algerlega óraunhæf þegar komið var fram á árið 2008. Þetta sagði hann þegar Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði hann hvort miklar umræður hefðu verið um þetta á því ári. 7.3.2012 10:15
Halldór túlkar Landsdómsmálið á sinn einstaka hátt Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins hefur tekið sér stöðu í Landsdómi þar sem hann ætlar að varpa ljósi á málið með sínu einstaka hætti. Halldór er fyrir löngu orðinn ástsælasti skopmyndateiknari þjóðarinnar og hafa myndir hans verið fastur liður á síðum Fréttablaðsins síðustu ár. Þannig hefur Halldór sennilega teiknað flestar þær persónur sem hafa verið kallaðar fyrir Landsdóm áður. Gert er ráð fyrir að afraksturinn birtist á síðum blaðsins á næstu dögum. 7.3.2012 10:10
Telur vinnu samráðshópsins hafa verið gagnlega Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að hann hafi talið vinnu samráðshóps um fjármálastöðugleika vera mjög gagnleg. Hann geri ekki athugasemdir við það hvernig hópnum hafi verið stýrt. Þetta kom fram í máli Ingimundar í vitnaleiðslum fyrir landsdómi í morgun. 7.3.2012 09:32
Týnda vitnið fundið Aðalvitnið í skotárásarmálinu svokallaða mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun og bar vitni. Hann mætti ekki í dómsal þegar hann var boðaður til þess að bera vitni og varð það til þess að aðalmeðferðinni var frestað. 7.3.2012 09:30
Ingimundur mættur í dóminn Vitnaleiðslur í landsdómsmálinu hófust að nýju nú strax klukkan níu. Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er mættur í vitnastúku. Hann sat í bankastjórn með Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni heitnum. Ingimundur býr í Osló en er kominn í Þjóðmenningarhúsið til að bera vitni. Upphaflega var þó gert ráð fyrir að hann myndi gefa dómnum skýrslu í gegnum síma. 7.3.2012 09:03
Facebook lá niðri í fjölda landa í morgun Samskipavefurinn Facebook lá niðri á Norðurlöndunum, fyrir utan Ísland, um tíma í morgun sem og í nokkrum fjölda annarra landa í Evrópu og víðar um heiminn. Hann er kominn í gagnið að nýju. 7.3.2012 08:21
Gjöld á vatnsréttindi styggja Landsvirkjun Innanríkisráðuneytið staðfestir að vatnsréttindi Jökulsár á Dal eigi að taka til fasteignamats. Fljótsdalshérað vill að matinu sé hraðað svo hægt verði að leggja fasteignagjöld á vatnsréttindin. Úrskurðurinn hefur fordæmisgildi um allt land. 7.3.2012 08:00
Talið að lóan á Eyrarbakka hafi verið starri Nú er talið að lóan, sem sagt var frá að heyrst hafi til á Eyrarbakka um helgina, hafi hreint ekki verið lóa. 7.3.2012 07:07
Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór fyrir Landsdóm í dag Réttarhöldum verður haldið áfram fyrir Landsdómi í dag og munu þá Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason fyrrverandi ráðuneytastjórar, Jón Sigurðsson fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabankans, bera vitni meðal annarra. Um það bil 50 manns hafa verið boðaðir í skýrslutöku fyrir dómnum. 7.3.2012 07:02
Obama útilokar hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi Barack Obama Bandaríkjaforseti útilokar að Bandaríkjamenn grípi til einhliða hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi. 7.3.2012 06:59
Fá skip á sjó vegna óveðurs Sára fá fiskiskip eru á sjó vegna óveðurs á miðunum nema hvað hópur loðnuskipa er út af norðanverðu Snæfellsnesi. 7.3.2012 06:52
Tíu umferðaróhöpp vegna hálku og slæms skyggnis Tíu umferðaróhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi sem flest eru rakin til hálku og slæms skyggnis. 7.3.2012 06:48
Mikil leit gerð að mörgæs í Tókýó Mikil leit er nú gerð að mörgæs sem slapp úr sjávardýragarði í Tókýó höfuðborg Japans. 7.3.2012 06:46
FBI gekk á milli bols og höfuðs á tölvuþrjótahópnum Lulzsec Fimm af öflugustu meðlimum tölvuþrjótahópsins Lulzsec hafa verið handteknir og bandaríska alríkislögreglan FBI er á hælunum á fleirum úr hópnum. 7.3.2012 06:44
Romney vann í sex ríkjum á ofurþriðjudeginum Mitt Romney hefur verið úrskurðaður sigurvegari í Ohio eftir æsispennandi kosninganótt. 7.3.2012 06:39
Lykilvitni mætti ekki fyrir dóm Fresta varð til dagsins í dag aðalmeðferð í máli þriggja manna sem ákærðir eru fyrir manndrápstilraun í Bryggjuhverfinu í Reykjavík síðasta haust þegar lykilvitni í málinu mætti ekki fyrir dóm í gær. Málið er flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 7.3.2012 03:00
Hafa fallist á nýjar viðræður við Írana Sex áhrifamikil ríki, sem árum saman hafa átt í viðræðum við Írani um kjarnorkuáform þeirra og alþjóðlegt kjarnorkueftirlit, féllust í gær á frekari viðræður í von um lausn á deilunni, sem magnast hefur jafnt og þétt undanfarnar vikur og mánuði. 7.3.2012 01:00
Fólskuleg líkamsárás í miðbænum - traðkaði á höfði liggjandi manns Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem vísaði öðrum út úr samkvæmi við Laugaveg í lok febrúar og er sakaður um að hafa hrint honum niður stiga og meðal annars sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund og slasaðist lífshættulega. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. mars næstkomandi. 6.3.2012 22:59
Tvær bílveltur á Reykjanesbraut Tveir bílar fóru út af Reykjanesbrautinni á áttunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum slasaðist enginn en bílarnir eru mikið skemmdir. Fljúgandi hálka er nú á Brautinni en starfsmenn Vegagerðarinnar eru að salta. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega en mikil hálka er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. 6.3.2012 21:43
Viðtalið við Davíð Oddsson í heild sinni "Það var kannski þægilegra að gera það, það var í samræmi við óskhyggjuna. Við erum þannig gerð að við viljum heyra góðar fréttir frekar en slæmar,“ sagði Davíð Oddsson, fyrrum formaður bankastjórna Seðlabankans, eftir að hann hafði gefið skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann var spurður að því afhverju forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu trúað bankamönnum um stöðu bankanna fyrir hrun frekar en aðvörunarorðum. 6.3.2012 21:29
Aldraðar tvíburasystur létust með nokkurra mínútna millibili Bandarísku tvíburasysturnar Patricia og Joan Miller, sem eru 73 ára, fundust látnar á heimili sínu í lok febrúar. Yfirvöld segja að þær hafi látist með aðeins nokkurra mínútna millibili en þær eru taldar hafa látist af eðlilegum orsökum. 6.3.2012 21:23
Allur ágóði af Eldhafi rennur til UNwoman Eldhaf í Borgarleikhúsinu hefur verið sýnd fyrir fullu húsi um nokkurt skeið. Í tilefni af alþjóðabaráttudegi kvenna 8.mars næstkomandi hefur verið ákveðið að styrkja UNwoman með sýningu á morgun 7.mars og allur ágóði hennar rennur til hjálparsamtakanna. 6.3.2012 20:36
Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6.3.2012 20:30
Alltaf rólegur nema þegar hann talar um lögmenn Maðurinn sem réðist inn á lögmannsstofuna Lagastoð í gær og veitti framkvæmdastjóra stofunnar lífshættulega áverka var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Hann er sagður hafa óbeit á lögmönnum. 6.3.2012 19:17
Dýrmætar heimildir að myndast í Landsdómsmálinu Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. 6.3.2012 18:44
Þessi eiga eftir að bera vitni í Landsdómi Nú eru tveir dagar liðnir af réttarhöldum yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Málið hófst á skýrslutöku yfir Geir sjálfum í gær en í dag mættu þeir Björgvin G. Sigurðsson, Arnór Hannibalsson og Davíð Oddsson. 6.3.2012 18:18
Nýrnasjúklingar þurfa að flytja Fjórir nýrnasjúklingar hafa flutt búferlum því engin blóðskilunarvél er á landsbyggðinni. Aðrir eru langdvölum fjarri ástvinum sínum vegna blóðskilunar. 6.3.2012 20:31
Mikil fjölgun í hótunum í garð fjármálafyrirtækja og lögmannastofa Mikil fjölgun hefur verið á hótunum og ógnunum í garð starfsmanna fjármálafyrirtækja og lögmannsstofa undanfarið og hafa mörg fyrirtæki í kjölfarið endurskoðað öryggismál sín. 6.3.2012 20:10
Vitnaleiðslum lokið í dag Vitnaleiðslum er lokið í dag í Landsdómi sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu . Það hefst aftur klukkan níu í fyrramálið. Þá mun Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri bera vitni. 6.3.2012 18:00
Landsdómur: Annar dagur - Sjötta samantekt Breki Logason og Þorbjörn Þórðarson fréttamenn fara yfir stöðu mála í Landsdómsmálinu og hvernig málin hafa gengið fyrir sig í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 6.3.2012 17:44
Taldi Fjármálaeftirlitið allt of veikt Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segist ekki hafa komið áhyggjum sínum af því hve veikt Fjármálaeftirlitið á Íslandi var fyrir hrun formlega á framfæri við stjórnvöld. En hann hafi samt ekki legið á þessari skoðun sinni. Hann hafi óhikað gert Fjármálaeftirlitinu sjálfu grein fyrir þessari skoðun sinni. 6.3.2012 17:29
Tekinn tvisvar fyrir fíkniefnaakstur Karl um þrítugt var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á innan við sólarhring í Reykjavík um helgina. Ellefu aðrir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili en þetta voru tíu karlar á aldrinum 17-50 ára og ein kona, 28 ára. Tveir þessara ökumanna voru á stolnum bíl, tveir höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. 6.3.2012 17:22
Almannavarnir: Varað við stormi á Suðausturlandi Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á því að Veðurstofan varar við stormi (meðalvindi yfir 20 m/s) á Suðausturlandi, Austfjörðum og á Miðhálendinu í kvöld og nótt. Einnig er spáð verulegri samfelldri úrkomu í kvöld og fram á nóttina. 6.3.2012 16:45
Á annað hundrað manns gáfu blóð í dag Blóðbankinn þakkar öllum þeim sem hafa gefið blóð síðan í gær. Rúmlega 200 manns hafa leitað til Blóðbankans og boðist til að gefa blóð eftir að Blóðbankinn lýsti yfir neyðarástandi vegna blóðskorts í Blóðbankanum í gær. 6.3.2012 16:39
"Þú talar ekki svona við mig drengur" Davíð Oddsson segir að í ljós hafi komið við bankahrunið að Fjármálaeftirlitið væri mjög veikt. Þá hafi komið í ljós daginn eftir Glitnir var þjóðnýttur að viðmið Fjármálaeftirlitsins um það hvað var talið tengdir aðilar var orðið mjög frjálslegt 6.3.2012 16:17
Segja eignir Orkuveitunnar seldar án auglýsinga Málefni Orkuveitu Reykjavíkur voru rædd á borgarstjórnarfundi í dag. Tilefni umræðunnar eru upplýsingar um að OR hafa selt eignarhluta sinn í Enex Kína og Envent Holding án auglýsingar. 6.3.2012 16:15
Segir Ingibjörgu hafa viljað 40 milljarða evra lán fyrir bankana Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði til að bönkunum yrði bjargað með því að útvega 30 til 40 milljarða evra. Þetta sagði Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fyrir landsdómi á fjórða tímanum í dag. Hann sagði að það hefði verið dauði fyrir ríkið að fara þá leið. 6.3.2012 15:47
Fimm fyrirtæki sektuð fyrir að blekkja neytendur með bókatilboðum Neytendastofa hefur lagt fimm hundruð þúsund króna stjórnvaldssekt á rekstraraðila fyrirtækjanna Eymundsson, Krónuna, Nettó, Office 1 og Hagkaup vegna tilboða á bókum. 6.3.2012 15:19