Fleiri fréttir

Mörg umferðaróhöpp vegna hálku

Björgunarsveitarmenn frá Hvammstanga voru kallaðir út í gærkvöldi til að aðstoða ökumenn í vandræðum á þjóðveginum norður. Þar var mikil hálka og þæfingur.

Risaflær herjuðu á risaeðlurnar

Flóabit er ekki nýtt vandamál í heiminum. Í Kína hafa fundist steingerfingar af risastórum flóm sem herjuðu á risaeðlur fyrir um 165 milljónum ára síðan.

Veitingahús með fornmannamat í torfkofa

„Mig langar að byggja fornaldarbæ í Hljómskálagarðinum eða miðbænum sem býður ferðamönnum að kynnast sögu okkar, mat og menningu,“ segir í einni tillögunni sem sett hefur verið fram á vefnum Betri Reykjavík sem borgin hefur nú rekið um nokkurt skeið. „Ferðamenn sem koma til Íslands vilja kynnast sögu okkar, menningu og jafnvel bra

Þrír hafa tilkynnt um framboð

Þrír hafa tilkynnt um framboð til annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins, en kosið verður til embættisins í fyrsta skipti á flokksráðsfundi hinn 17. mars næstkomandi. Þeir sem þegar hafa stigið fram eru Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn.

Sorpu á Álfsnesi líkt við stóran útikamar

„Við viljum fá bæinn í lið með okkur og fara með málið fyrir umhverfisnefnd Alþingis og lengra,“ segir Rúnar Þór Guðbrandsson, formaður íbúasamtaka Leirvogstungu í Mosfellsbæ sem enn kvarta vegna ólyktar frá urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Sorpa hefur meðal annars brugðist við kvörtunum vegna óþefsins með því að sprengja gjá til seyrulosunar. Í hana fer lífrænn úrgangur á borð við þann sem situr eftir í skolphreinsikerfi höfuðborgarbúa. „Þetta er eins og risastór útikamar,“ lýsir Rúnar sem kveður framkvæmdina misheppnaða.

Garðyrkjustjóri fær árs skilorð

Fyrrverandi garðyrkjustjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Kristinn H. Þorsteinsson, hefur verið fundinn sekur af ákæru sérstaks saksóknara og dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. Kristinn lét Orkuveituna greiða garðyrkjufélagi sem hann tengdist rúmar 25 milljónir króna á fimm ára tímabili sem runnu í vasa tveggja kvenna sem gegndu stöðu framkvæmdastjóra félagsins.

Annar snarpur skjálfti á suðvesturhorninu

Snarpur skjálfti varð á suðvesturhorni landsins rétt um klukkan eitt í nótt. Áður hafði skjálfti mælst í nágrenni við Helgarfell um hálfeitt. Sjálfvirkar mælingar sýndu að sá skjálfti var 3,2 á Richter en þegar búið var að yfirfara mælinguna kom í ljós að hann var öllu stærri eða 3,7.

Jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu um klukkan hálf eitt í nótt. Upptök skjálftans voru í grennd við Helgafell, fyrir ofan Hafnarfjörð. Skjálftinn var af stærðinni 3,2 og var hann á 3,8 kílómetra dýpi. Fyrr í kvöld mældust skjálftar á Norðurlandi, NV af Gjögurtá. Frekari upplýsingar um skjálftann sem varð eftir miðnætti liggja ekki fyrir.

Snarpir skjálftar fyrir norðan

Jarðskjáflti varð klukkan sex mínútur yfir tíu í kvöld u.þ.b. 10 km NV af Gjögurtá. Hann var 3,5 að stærð og fannst meðal annars á Ólafsfirði, Siglufirði og í Svarfaðardal. Annar skjálfti sem var 3 að stærð varð fimm mínútum síðar. Skjálftar af þessari stærð verða af og til á þessu svæði, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Fullyrðir að Álfheiður hafi leiðbeint mótmælendum

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti þingsins, fullyrðir að Álfheiður Ingadóttir hafi að minnsta kosti í eitt skipti verið í samskiptum við mótmælendur í Búsáhaldabyltingunni.

Yfir tíu óhöpp á höfuðborgarsvæðinu

Betur fór en á horfðist á gatnamótum Miklubrautar og Hringbrautar nú undir kvöld þegar bíll rann á hálku og lenti utan í girðingu. Sem betur fer slasaðist enginn við áreksturinn. Talsverð hálka var á götum borgarinnar í dag og höfðu um tíu tilkynningar borist um hálkuóhöpp klukkan sex í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Varðstjóri hjá sjúkraliðinu segir að enginn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysavarðstofu vegna þessara óhappa.

Látin kona skreið upp úr líkkistunni

Talið var að hin 95 ára gamla Li Xiufeng hefði látist í svefni. Nágranni hennar, sem færði henni mat á hverjum degi, fann hana hreyfingarlausa í rúmi sínu.

Ævaforn mörgæs lítur dagsins ljós

Vísindamenn hafa endurreist beinagrind mörgæsar sem var uppi fyrir 26 milljón árum. Mörgæsin er kölluð Kairuku og var einn og hálfur metri á hæð.

Slökkviliðið kallað að Kex

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Kex veitingastað í miðborginni í kvöld. Þegar fyrsti bíll frá slökkviliðinu kom á staðinn reyndist enginn eldur hafa verið í húsinu en af einhverjum ástæðum lagði reyk frá því. Þeim slökkvibílum sem á eftir komu var því snúið við en nokkrir slökkviliðsmenn urðu eftir til þess að gæta fyllsta öryggis.

Draugagangur heftir endurbyggingu í Japan

Endurbygging á þeim svæðum sem verst urðu úti í jarðskjálftanum við Japan á síðasta ári ganga erfiðlega - fregnir af draugangi hafa fælt vinnumenn frá svæðinu.

Neitar að reka kýrnar út úr fjósinu

Vestfirskur kúabóndi, sem neitar að hlýta fyrirmælum um að reka kýrnar út úr fjósinu á sumrin, segir þetta ekki snúast um velferð dýra heldur ímynd landbúnaðarins gagnvart húsmæðrum í Vesturbænum.

Sóknarprestur rýnir í stöðuna

Frægir prestar, rótttækir guðfræðingar og kjörinn vígslubiskup eru meðal þeirra sem gefa kost á sér sem næsti biskup Íslands. Frestur til að skila inn framboði rennur út í dag. Sóknarprestur rýndi í stöðuna fyrir biskupskjör.

Ný réttargeðdeild opnuð á Kleppi í dag

Nýtt húsnæði réttargeðdeildar Landspítala á Kleppi var formlega tekið í notkun í dag. Íbúar Sogns í Ölfusi þar sem réttargeðdeildin hefur starfað síðustu tuttugu árin flytjast allir í nýja húsnæðið á Kleppi fyrir lok þessarar viku. "Með þessu hefst nýr kafli í réttargeðlækningum á Íslandi" sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í ávarpi við opnun deildarinnar.

Segja málefnalega ástæðu fyrir því að fella niður málið

Birgir Ármannsson og Ólöf Nordal telja alveg ljóst að Alþingi geti haft frumkvæði að því að fella niður ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og að margar málefnalegar ástæður séu fyrir því. Þetta kemur fram í áliti þeirra sem Birgir gerði grein fyrir á þingfundi í dag.

Á ekki að afturkalla ákæruna "af því bara"

Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndar sem fjalla á um frumvarp um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ekki væri hægt að fella málið gegn Geir niður "af því bara“. Nefndin vill vísa frumvarpi Bjarna Benediktssonar frá.

Twitter-fuglinn hefur víst nafn

Blái fuglinn hefur verið einkennismerki samskiptasíðunnar Twitter síðan hún var stofnuð árið 2006. Nú hefur nafn fuglsins loks verið opinberað.

Jarðarbúar beðnir um að horfa til himins

Geimvísindamenn leita nú til almennings eftir hjálp við leit að lífi í alheiminum. Á nýrri vefsíðu getur fólk nú leitað í rannsóknargögnum stjarneðlisfræðinga og vonandi uppgötvað það sem ofurtölvur hafa ekki getað numið hingað til.

Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum

Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli.

Ekki greitt með Katopril, Ramil, Lopress, Presmin og Valpress

Vegna mikillar verðlækkunar á blóðþrýstingslyfinu Enalpril frá Lyfis munu nokkur algeng blóðþrýstingslyf, sem nú eru með almennri greiðsluþátttöku sjúkratrygginga, falla út fyrir þann ramma sem greiðsluþátttakan miðast við. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Óttast að upp úr sjóði um mánaðarmótin

Lilja Mósesdóttir þingmaður sagði á Alþingi í dag að hún myndi óttast að upp úr syði núna um mánaðarmótin þegar að þeir sem tóku ólögleg gengistryggð lán fá greiðsluseðla senda heim til sín eins og enginn hæstaréttardómur hafi fallið. Þingfundur hófst á Alþingi núna klukkan þrjú.

Norður-Kórea hættir auðgun úrans

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ákveðið að hætta auðgun úrans og þróun langdrægra eldflaugaskeyta í staðinn fyrir neyðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Fyrrverandi ráðherra: Skömmin send til gerandans

"Skrif Árna endurspegla einhvern grundvallarmisskilning á eðli málsins sem mig grunar reyndar að sé harla almennur. Í stuttu máli er hann svona: Jón hefur reynt að biðjast fyrirgefningar margsinnis og svo er þetta óþægilegt mál fyrir alla sem ekki er við hæfi að vekja athygli á opinberlega.“

Kona leitaði til lögreglunnar vegna mannránstilraunar

Kona leitaði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærdag vegna atviks þar sem þrír, fjórir karlmenn á sendiferðabíl eiga að hafa reynt að draga hana nauðuga upp í bíl til sín síðasta föstudagkvöld. Lögreglan staðfestir að kona hafi leitað til lögreglunnar vegna málsins í gær, en það á enn eftir að taka skýrslu af henni. Ráðgert er að það verður gert síðdegis samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

Deilt um ákæru gegn Geir

Alþingi hófst klukkan þrjú en um klukkan hálffjögur hefst síðari umræða um tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun á ákæru á hendur Geirs H. Haade, fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er á að atkvæði verði greidd um málið á morgun.

Vinsældir Hilton hafa dalað

Lítið hefur borið á Paris Hilton undanfarið. Vinsældir hennar hafa dalað í slúðurheiminum...

Sýrlenski herinn herðir sóknina í Homs

Sýrlenski herinn hefur ákveðið að senda fótgönguliða inn í borgina Homs í dag. Herinn hefur látið sprengjum rigna yfir borgina á síðustu vikum og hafa yfirvöld í landinu nú ákveðið að herða sóknina.

Vestmannaeyjarbær stofnar félag um smíði nýrrar ferju

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í hádeginu að stofna félag um smíði og eignarhald á nýrri Vestmannaeyjaferju. Auk Vestmannaeyjabæjar verður ríkinu, öðrum sveitarfélögum á áhrifasvæði Landeyjahafnar, lífeyrissjóðum og áhugasömum fjárfestum boðin aðkoma að félaginu að því er fram kemur í tillögunni sem var samþykkt.

SFÞ Skora á ríkisstjórn að lækka álögur á eldsneyti

Samtök ferðaþjónustunnar skora á ríkisstjórnina að lækka álögur hins opinbera á eldsneyti samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. Þar segir að ríkissjóður taki nú til sín um helming útsöluverðs á díselolíu í formi skatta eða um 125 krónur af hverjum seldum lítra.

Costa Allegra leggur að landi á morgun

Farþegar skemmtiferðaskipsins Costa Allegra hafa þurft að þola kæfandi hita og matarskort síðan skipið varð aflvana á Indlandshafi fyrir þremur dögum.

Karlmaður sem varð fyrir líkamsárás úr lífshættu

Karlmaður sem slasaðist lífshættulega eftir alvarlega líkamsárás karlmanns í fjölbýlishúsi á Laugaveginum fyrr í vikunni, er kominn úr lífshættu. Árásarmaðurinn var úrskurður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna árásarinnar sem var hrottafenginn. Fórnarlambið þurfti að gangast undir aðgerð á höfði og virðist aðgerðin hafa heppnast vel.

Bíll alelda í Þrengslunum

Eldur kviknaði í bifreið í Þrengslunum í hádeginu. Talið er að eldur hafi kviknað í mælaborði bílsins. Það voru Brunavarnir Árnessýslu sem réðu niðurlögum eldsins. Lögreglan var einnig kölluð til.

Segir málið pólitískt og að vísa eigi því frá

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill vísa frá tillögu um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde. Ella eigi að fella málið. Minnihluti nefndarinnar vill láta reyna á hvort nýr meirihluti sé nú á þingi fyrir að afturkalla ákæru.

Sjá næstu 50 fréttir