Erlent

Anonymous réðist á opinbera vefsíðu Interpol

Tölvuþrjótahópurinn Anonymous réðist á opinbera vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol og sló hana út í um sólarhring.

Þessi árás Anonymous er talin vera hefnd fyrir samræmda aðgerð Interpol gegn hópnum. Í gærmorgun fréttist af handtöku 25 meðlima tölvuþrjótahópsins í fjórum löndum. Um var að ræða Spán, Chile, Kólombíu og Argentínu. Hópurinn stóð fyrir árásum á opinberar vefsíður í þessum löndum fyrr í ár og olli nokkrum usla í þeim. Meðal annars lá vefsíða varnarmálaráðuneytis Kólombíu niðri um hríð.

Lögreglan á Spáni tilkynnti síðan í gærmorgun að hún hefði handtekið þann sem skipulagaði árásirnar.

Nokkru áður en að alþjóðlegar fréttastofur og fjölmiðlar fóru að segja frá aðgerðinni hrundi opinber vefsíða Interpol. Hún varð fyrst aðgengileg að nýju í gærkvöldi. Í frétt um málið í blaðinu New York Times segir að tölvuþrjótarnir hafi viðkennt árás sína á Interpol í twitter skeytum. Jafnframt hvetji þeir alla aðra tölvuþrjóta í heiminum til að taka þátt í árásinni með sér því hún sé ekki yfirstaðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×