Fleiri fréttir

Undrast ekki aðgerðir Obama

Þær þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um í gær ættu ekki að koma mönnum á óvart, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann kvaðst ekki hafa séð tilkynninguna frá Obama en vissi af því í gær að hún væri komin.

Ben Stiller á Austurlandi

Stórleikarinn Ben Stiller er á Austurlandi. Þangað fór hann í gærkvöld, eftir því sem fram kemur á Twittersíðu kappans.

Ögmundur með efasemdir um stjórnarráðsfrumvarp

Umræðu um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu var frestað í nótt rétt fyrir klukkan tvö en til stóð að þing lyki störfum í gær. Fundur hefur aftur verið boðaður í dag klukkan hálf ellefu og þá á enn að ræða málið. Í umræðunum í nótt kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hann hefði ákveðna fyrirvara gagnvart frumvarpinu þar sem í því fælist aukin miðstýring stjórnarráðsins sem hann sé andvígur. Þá hefur Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra einnig gagnrýnt frumvarpið. Alls liggja fjörutíu og átta mál fyrir þinginu í dag.

Kominn að bryggju í Seyðisfirði

Báturinnn sem tilkynnti um bilun úti á Seyðisfirði í morgun er kominn til hafnar. Bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu dró bátinn til hafnar á Seyðisfirði. Fjórir voru í áhöfn bátsins og amaði ekkert að þeim enda veður gott á svæðinu og höfðu dælur bátsins vel undan við að dæla vatni. Rannsóknarnefnd sjóslysa mun nú taka atvikið til skoðunar.

Enn kom lyktin upp um kannabisrækt

Síðdegis í gær uppgötvaði lögreglan kannabisræktun í í Barmahlíð. Þrjátíu og þrjár plöntur uppgötvuðust í íbúðarhúsnæði í hverfinu en fyrr um daginn hafði lögreglan upprætt ræktun í Síðumúla. Líkt og í Síðumúlamálinu þá runnu lögreglumennirnir á lyktina frá ræktuninni þegar þeir voru við störf í hverfinu. Eigandi íbúðarinnar hefur verið yfirheyrður vegna málsins.

Vélarvana bátur á Seyðisfirði

Landhelgisgæslunni barst rétt eftir klukkan sex neyðarkall frá vélarvana skipi sem leki hafði komið að í miðjum Seyðisfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að fjórir menn séu um borð í bátnum og segja þeir að dælur bátsins hafi vel undan auk þess sem ágætt veður er á svæðinu.

Ísland ekki tapað verðmætum sínum

Robert Z. Aliber, prófessor á eftirlaunum við Háskólann í Chicago, heimsótti Ísland þrisvar sinnum á árunum 2007 og 2008 og vakti nokkra athygli í hvert sinn. Sumarið 2007 sagði hann íslenskt efnahagslíf hafa öll merki bóluhagkerfis og spáði harðri lendingu. Vorið 2008 málaði hann aftur upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála og sagði íslensku bankana berskjaldaða gagnvart áhlaupi sem væri jafnvel þegar hafið. Því þyrfti að grípa til róttækra ráðstafana og jafnvel skipta bönkunum í tvennt.

Almannagjá er eins og svissneskur ostur

Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni.

Grunaður um aðild að e-töflusmygli

Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september vegna gruns um aðild hans að umfangsmiklu e-töflusmygli, sem upp kom í síðasta mánuði.

Viðskiptavinir borguðu brúsann

Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur sent mál tengd sölu á veðskuldabréfum frá einu sviði bankans til annars til Fjármálaeftirlitsins (FME) og embættis sérstaks saksóknara. Ekki er útilokað að fleiri mál verði send þangað.

Fagna hugmyndum um aukinn innflutning

Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði.

Heilsustofnun starfi áfram

Ekki kemur annað til greina en að Heilsustofnunin í Hveragerði starfi áfram eftir áramót, sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær.

Lögreglan rann á kannabisfnyk

Lögreglan upprætti í gær kannabisræktun sem fannst í lokuðu og gluggalausu rými við Síðumúla. Málið var í rannsókn síðdegis og var meðal annars verið að telja plönturnar og leggja hald á búnað, þar sem meðal annars var að finna viftur, sterka lampa og vökvunarkerfi.

Viðskiptabannið enn framlengt

Bandaríkjaforseti framlengdi í vikunni viðskiptabann við Kúbu sem hefur verið í gildi í einhverju formi frá upphafi sjöunda áratugarins, þegar Kastró tók völdin á eyjunni.

Sykursjúkir hugsanlega sviptir ökuréttindum

Hátt í milljón breskra ökumanna eiga á hættu að missa ökuréttindin vegna þess að þeir eru sykursjúkir. Um er að ræða löggjöf frá Evrópusambandinu sem nýlega var innleidd. Umferðastofa Breta hefur hinsvegar túlkað löggjöfina mun þrengra en önnur Evrópuríki hafa gert. Þannig þurfa þeir ökumenn, sem hafa lent í skyndilegu blóðsykursfalli á síðustu 12 mánuðum, að skila inn ökuskírteinum sínum.

Thorning hyllt af flokksfélögum

Helle Thorning-Schmidt var hyllt þegar að hún mætti á kosningavöku sósíaldemókrata í Kaupmannahöfn í nótt. Þar fagna flokksmenn því að hún verður væntanlega næsti forsætisráðherra landsins. Sósíaldemókratar og stuðningsflokkar þeirra unnu nauman sigur á Venstre og stuðningsmönnum þeirra í kosningunum í dag.

Kona forsætisráðherra Danmerkur í fyrsta skiptið

Vinstrimenn höfðu betur í þingkosningum í Danmörku í kvöld og náðu 89 þingsætum á móti bláa bandalaginu sem fékk 86 þingsæti. Því var mjótt á munum en búið er að telja nær öll atkvæði.

Árvakur íhugaði að kaupa út nágranna sem eru tengdir Wikileaks

Framkvæmdastjóri Data Cell, Ólafur Sigurvinsson, segir að forsvarsmenn Árvakurs, eiganda Morgunblaðsins, hafi íhugað að borga fyrirtækinu 25 milljónir fyrir að flytja úr höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóa, þar sem fyrirtækið leigir skrifstofur. Þetta kemur fram í Fréttatímanum sem verður dreift í hús á morgun.

Færri feður heima

Feðrum sem taka fæðingarorlof heldur áfram að fækka og þeir sem fara í orlof eru í sífellt skemmri tíma. Lægri greiðslur til foreldra í orlofi og efnahagsástandið ráða þar mestu um, segir framkvæmdastjóri Fæðingarorlofssjóðs.

Telja innistæðu fyrir helmingslækkun á fasteignaverði

Sérfræðingar telja að innistæða sé fyrir allt að 50 prósenta lækkun á fasteignaverði ofan á þá leiðréttingu sem þegar hefur komið fram frá hruni. Eina leiðin til að breyta horfunum sé að lækka vexti og auka kaupmátt.

Tugur þingmanna á mælendaskrá - líklega fundað fram á nótt

Enn hefur ekki verið samið um þinglok, en önnur umræða um breytingar á stjórnarráðinu stendur nú yfir. Yfir tugur þingmanna er á mælendaskrá og búist er við að þeir fundi fram á nótt, en umræður stóðu yfir í þingsal til klukkan fjögur í morgun.

Leyfi fengið til stækkunar Reykjanesvirkjunar

Virkjunarleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar, sem tekist hefur verið á um í tvö ár, var gefið út nú síðdegis. Ein stærsta hindrun í vegi álversframkvæmda í Helguvík er þar með úr sögunni.

Ríkisstjórn Danmerkur fallin

Ríkisstjórn Danmerkur er fallin samkvæmt fyrstu útgönguspám í Danmörku og danska ríkisútvarpið greindi frá um klukkan sex. Þannig fá vinstri flokkarnir 90 þingsæti sem er meirihluti en tæpur þó. Ef úrslitin fara eins og könnunin gefur til kynna verður Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til þess að verða forsætisráðherra Danmerkur.

Kyrrsettu flutningavagn vegna óviðunandi frágangs

Lögreglan kyrrsetti flutningavagn í vikunni vegna óviðunandi frágangs á farmi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá var ekki skjólborð fremst á vagninum og því ekkert sem hindraði framskrið stálbitans. Hér hefði getað farið illa samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Best að fjárfesta í Bordeaux

Öruggasta leiðin til þess að fjárfesta í rauðnvíni er að kaupa Bordeaux vín segir Ólafur Örn Ólafsson, forseti vínþjónasamtaka Íslands.

Hafnfirski milljónamæringurinn hefur ekki gefið sig fram

Vinningshafinn í Víkingalottóinu í gærkvöldi hefur ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Hann varnn um fimmtíu milljónir króna og var miðinn keyptur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Sá sem keypti miðann keypti einungis eina röð sem kostaði fimmtíu krónur.

Duftið grunsamlega líklega úr slökkvitæki

Líkur eru taldar á því að duftið grunsamlega sem fannst á kjörstað í Danmörku í morgun hafi verið úr duftslökkvitækjum en eldur kom upp í skólanum fyrir nokkrum árum. Duftið sáldraðist út úr rafmagnsdós í morgun þegar rafvirki var að vinna í skólanum. Hann sýndi einskonar ofnæmisviðbrögð við duftinu og það gerðu tveir einstaklingar aðrir sem komu að og því var ákveðið að rýma skólann. Duftið er þó enn í rannsókn og hefur kjörstaður hverfisins verið færður í nærliggjandi kirkju.

Langflestar kostaðar stöður við Háskóla Íslands

Tuttugu og sex stöður í háskólum á Íslandi hafa verið kostaðar af aðilum öðrum en skólunum sjálfum frá árinu 2000. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, setts menntamálaráðherra, við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Langflestar stöðurnar eru við Háskóla Íslands, eða 21 samtals. Fjórar stöður eru við Háskólann í Reykjavík og ein við Háskólann á Akureyri.

Hundur beit stúlku á reiðhjóli

Stúlka var bitin af hundi í suðurbænum í Hafnarfirði í gær. Stúlkan var á reiðhjóli og beit hundurinn hana í fótinn svo á sá en flúði svo af vettvangi. Hann fannst svo eftir leit lögreglu í nágrenninu og var fangaður. Eigandinn var hinsvegar hvergi sjáanlegur en hann var með hundinum þegar hann beit stúlkuna. Síðdegis í gær fékk lögreglan aðra tilkynningu þar sem hundur kom við sögu. Sá glefsaði í konu í Ártúnsholti í Reykjavík með þeim afleiðingum að fatnaður hennar skemmdist.

Alsæl með verðlaunin

„Ég er alsæl með þetta. Svo er maður líka bara svo þakklátur af því að það voru svo margir sem komu að þessu," segir Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, um þá viðurkenningu sem Inspired by Iceland átakið hefur fengið. Átakið vann í gærkvöldi til gullverðlauna á European Effie awards, en verðlaunin eru þau virtustu sem evrópsku auglýsingafólki getur hlotnast.

Cameron og Sarkozy heimsækja Líbíu

David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti eru nú staddir í Líbíu en þeir eru háttsettustu leiðtogar vestrænna ríkja sem heimsótt hafa landið frá því einræðisherranum Gaddafí var komið frá völdum.

Íslendingar keppa um Bermúdaskálina

Landslið Íslands í Bridge mun keppa á ný um Bermúdaskálina eftirsóttu eða heimsmeistaratitilinn í veitakeppni í bridge í ár. Tuttugu ár eru síðan að íslenska liðið hreppti titilinn eftirsótta.

Gjaldþrot sólarkísilverksmiðju skekur Bandaríkjastjórn

Gjaldþrot sólarkísilverksmiðju í Kaliforníu skekur ríkisstjórn Baracks Obama, sem er sökuð um að hafa sólundað 60 milljörðum króna í fyrirtæki sem átti að verða táknmynd endurreisnar bandarísks efnahagslífs.

Segir ríkisstjórnina þrýsta Alcoa út af borðinu

Formaður bæjarráðs Norðurþings kennir núverandi ríkisstjórn um að Alcoa íhugi nú að hætta við álver á Bakka og segir hana engan áhuga hafa á verkefninu. Ríkisstjórnin noti friðun Gjástykkis meðal annars til að koma álveri út af borðinu.

Um 60% vilja Hönnu Birnu en 13% vilja Bjarna

Um 59% aðspurðra í skoðanakönnun MMR segjast frekar vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur en Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins, sé einungis litið til svara þeirra sem tóku afstöðu. Um 13,4% sögðust heldur vilja Bjarna en 27,9% sögðust hvorugt þeirra vilja.

Sjá næstu 50 fréttir