Erlent

Sykursjúkir hugsanlega sviptir ökuréttindum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Hátt í milljón breskra ökumanna eiga á hættu að missa ökuréttindin vegna þess að þeir eru sykursjúkir. Um er að ræða löggjöf frá Evrópusambandinu sem nýlega var innleidd. Umferðastofa Breta hefur hinsvegar túlkað löggjöfina mun þrengra en önnur Evrópuríki hafa gert. Þannig þurfa þeir ökumenn, sem hafa lent í skyndilegu blóðsykursfalli á síðustu 12 mánuðum, að skila inn ökuskírteinum sínum.

Samtök sykursjúkra í Bretlandi mótmæla þessu harðlega og halda því fram að sykursjúkir valdi ekki meiri hættu í umferðinni en aðrir ökumenn. Sykursjúkir þurfa að endurnýja ökuskírteinin á eins til þriggja ára fresti.

Talsmaður bresku umferðastofunnar segir að hvert eitt og tilvik verði skoðað vandlega og því séu menn ekki svipti ökuréttindum að ósekju.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef Daily Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×