Fleiri fréttir

Ríkir Grikkir aðstoða stjórnvöld í baráttunni við kreppuna

Gríska ríkið, sem á í gríðarlegum fjárhagsvandræðum þessa daganna, hefur biðlað til ríkra Grikkja um að leggjast á sveif með ríkinu og aðstoða það við að vinna úr þeim ógöngum sem ríkið stendur frammi fyrir eftir efnahagshrun.

Ákærður fyrir að verða veiðimanni að bana með flugvélahreyfli

Réttað var yfir Bryan Griffiths í dag í Birmingham í Bretlandi en hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fyrir um ári síðan varð hann veiðimanninum Trevor Morse að bana við heldur undarlegar aðstæður. Hreyfill í smáflugvél sem Bryan stjórnaði fór í höfuðið á Morse og klauf í sundur.

Fengu fótboltalúxus að láni

Björgólfur Guðmundsson skilur eftir sig 30 milljóna króna skuld hjá knattspyrnufélaginu West Ham vegna lúxusmeðferðar Landsbankamanna á heimaleikjum félagsins.

Kvíða sumrinu á Landspítalanum

Mun fleiri deildum á Landspítalanum verður lokað í sumar en áður hefur tíðkast. Þórir Steingrímsson, formaður félags fólks sem hefur fengið heilablóðfall, segist mjög uggandi. Forstjóri spítalans segir þetta óumflýjanlegt og við blasir enn frekari niðurskurður á næsta ári.

Gæti dregið til úrslita á næsta sólarhring

Það ræðst á næsta sólarhring eða svo, hvort nýr Icesavesamningur liggur fyrir áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer fram á laugardag. Forsætis- og fjármálaráðherra sjá ekki tilgang með þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi nýr samningur náðst.

Símafundur með Icesave-nefndinni í kvöld

Formenn stjórnarflokkanna funduðu með annars vegar formanni Sjálfstæðisflokksins og hins vegar formanni Framsóknarflokksins og þingflokksformanni Hreyfingarinnar í dag.

Boltinn hjá Bretum og Hollendingum

Fundi Icesave-samninganefndarinnar með Bretum og Hollendingum lauk síðdegis í dag. Að sögn aðstoðarmanns fjármálaráðherra, Elíasar Jóns Guðjónssonar kynnti Íslenska sendinefndin ákveðna hluti fyrir bresku og hollensku nefndunum. Elías útskýrði ekki frekar hvaða atriði voru kynnt fyrir samninganefndunum.

Sjötug kona handtekin vegna ofbeldisfullrar hegðunar

Kona á sjötugsaldri var handtekin um helgina en hún sló til gesta og starfsfólks á öldurhúsi í Reykjavík. Lögreglan var því kölluð á vettvang og þurfti að handtaka konuna sem lét öllum illum látum.

Einar Karl í iðnaðarráðuneytið tímabundið

Einar Karl Haraldsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra tímabundið. Áður starfaði Einar sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.

Sóley Tómasdóttir: Rýr áætlun meirihlutans

Frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar á árunum 2011-2013 er afskaplega rýr og endurspeglar hvorki forgangsröðun né pólítíska sýn meirihluta borgarstjórnar að mati Sóleyjar Tómasdóttur.

Saksóknari ber af sér leka

Sérstakur saksóknari hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna lekinna rannsóknargagna. Yfirlýsingin fer hér á eftir:

Björguðu konu úr sprungu - myndir

Björgunarsveitarmenn björguðu konu í dag sem fallið hafði ofan í 4-5 metra djúpa sprungu mitt á milli Valabóls og Húsfells við Hafnarfjörð. Konan hafði verði í göngu á svæðinu, með annarri konu, þegar hún steig á snjó sem huldi sprunguna og féll niður. Björgunarsveitamenn sigu niður í sprunguna og náðu konunni upp heillri á húfi.

Flugumferðarstjórar boða til verkfalls

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boða til vinnustöðvunar félagsmanna sinna dagana 10. mars til 19. mars 2010, alls fimm sinnum í fjórar klukkustundir samfellt í hvert skipti. „Félagið leggur þannig áherslu á kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning, þar sem hvorki gengur né rekur,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Þriggja ára fangelsi fyrir hnífstungu

Fimmtugur karlmaður, Hans Alfreð Kristjánsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hann stakk annan mann með hnífi ofarlega á brjóstkassann með þeim afleiðingum að hann hlaut þriggja sentimetra langan skurð. Árásin átti sér stað á Akureyri í júní í fyrra. Auk fangelsisdómsins þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.

Hvar í fjandanum er brauðið?

Íbúum í smábænum Lajamanu í Ástralíu brá heldur betur í brún þegar það byrjaði að rigna yfir þá fiskum.

Líst ekkert á friðinn

Atlantshafsbandalagið tilkynnti í dag að deildir úr flugher þess muni taka þátt í heræfingum í Eystrasaltsríkjunum síðar í þessum mánuði.

Hópuppsagnir í febrúar: 39 sagt upp

Vinnumálastofnun bárust 3 hópuppsagnir í febrúarmánuði þar sem sagt var upp 39 manns. Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð, iðnaði og upplýsingaog útgáfustarfsemi. Í frétt á heimasíðu stofnunarinnar segir að ástæður uppsagnanna séu verkefnaskortur, endurskipulagning og rekstrarerfiðleikar. Þessar hópuppsagnir koma til framkvæmda á tímabilinu apríl til júní 2010.

Ekkert box í Albert Hall

Hæstiréttur Bretlands hefur fellt úr gildi leyfi til þess að halda hnefaleika- og glímukeppnir í Royal Albert Hall.

Þriggja ára áætlun í Reykjavík - engar skattahækkanir fyrirhugaðar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, mælir í dag fyrir frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar fyrir árin 2011-2013. Í tilkynningu frá borginni segir að áætlunin byggi á grunni fjárhagsáætlunar ársins 2010 og fylgi þeirri stefnumörkun sem þar var sett um að áfram verði staðinn vörður um grunnþjónustu við borgarbúa og forgangsraðað í þágu þjónustu við börn og ungmenni og velferðarþjónustu.

Kallaði eftir lægri álögum á bensín

Skattahækkanir hafa hækkað bensínlítrann um 26 krónur á lítrann á undanförnu ári, sagði Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Hann sagði að þetta þýddi að bensínkostnaður fyrir meðalfjölskyldu hækki um rúmar 50 þúsund krónur á ári. Ásbjörn spurði Magnús Orra Schram hvort - hækkar bensínkostnaðinn um rúmar 50 þúsund krónur á ári.

Landgönguliðar aftur á Iwo Jima

Hundruð bandarískra landgönguliða lentu í dag á japönsku eynni Iwo Jima, 65 árum eftir að fyrirrennarar þeirra háðu þar eina blóðugustu orrustu síðari heimsstyrjaldarinnar.

Áfram opið í Bláfjöllum

Opið verður í Bláfjöllum í dag, annan daginn í röð en í gær opnaði í fyrsta sinn í vetur. Opið verður frá 14-21 í fjallinu og er þar hæglætisveður, en snjóar annað slagið, frost er um 1,5 gráður.

Orrustuþotur sendar eftir flugdólgi

Tvær breskar orrustuþotur voru í dag sendar til móts við flugvél frá American Airlines eftir að tilkynnt var um farþega sem lét ófriðlega.

Paisley dregur sig í hlé

Eldklerkurinn og stjórnmálaleiðtoginn Ian Paisley ætlar að draga sig í hlé frá þingmennsku í næstu þingkosningum. Hann hefur setið á breska þinginu fyrir Norður-Írland í 40 ár.

Slapp ómeidd upp úr sprungunni

Kona sem sat föst í sprungu á um 4-5 metra dýpi mitt á milli Valabóls og Húsfells við Hafnarfjörð um hádegið er komin upp úr sprungunni ómeidd. Konan hafði verði í göngu á svæðinu, með annarri konu, um svæðið þegar að hún steig á snjó sem huldi sprunguna og féll niður. Björgunarsveitamenn sigu niður í sprunguna og náðu konunni upp heillri á húfi.

Vonast eftir lausn í Icesave í dag - eða á morgun

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sögðu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að vonir væru bundnar við að nýr Icesave samningur gæti náðst í dag eða á morgun.

Ekki talið að Guðbjarni sé farinn úr landi

Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott.

Björgunarsveitamenn aðstoða konu við Helgafell

Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu eru á leið að Helgafelli til að aðstoða konu sem féll ofan í fjögurra metra djúpa sprungu. Konan sem féll var á göngu með annarri konu þegar að óhappið varð. Björgunarsveitamenn hafa heyrt í þeim í gegnum síma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem björgunarsveitamenn hafa fengið er konan ekki alvarlega slösuð.

Helmingur strandveiðibáta braut reglur um hámarksafla

"Það er staðreynd að a.m.k. helmingur þeirra 554 báta sem stunduðu svokallaðar strandveiðar á síðasta sumri braut gegn ákvæðum reglugerðar um hámarksafla," segir Friðrik Friðriksson, lögmaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Sophia Hansen áfrýjar skilorðsdómi

Sophia Hansen hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi hana sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir að bera rangar sakir á Sigurð Pétur Harðarson. Dómur var felldur í héraði yfir Sophiu þann 12 febrúar síðastliðinn.

Rætt um transfitu og transfólk á Alþingi

Þingfundur hefst í dag klukkan hálftvö og eru tíu mál á dagskrá fundar. Þar á meðal má finna þingsályktunartillögu um transfitusýrur og aðra um transfólk.

Fákunnandi um fjármál sín

Ný könnun í Danmörku hefur leitt í ljós að meira en helmingur af ungu fólki þar í landi veit ekkert um persónuleg fjármál sín.

Árekstur á Háleitisbraut

Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar í morgun. Að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins rákust tveir bílar saman og eru þeir töluvert skemmdir. Slys á fólki voru hinsvegar minniháttar.

Óöld í Chile

Sjöþúsund hermenn hafa verið sendir til jarðskjálftasvæðanna í Chile til þess að stöðva þar rán og gripdeildir.

Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaunin í dag

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag klukkan fjögur. Í tilkynningu frá embættinu segir að markmið verðlaunanna sé að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunar-sjóði námsmanna.

Svör á íslensku um umhverfismál

Umhverfisráðuneytið hefur látið þýða á íslensku svör ráðuneytisins við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um umhverfismál. Spurningalistinn var unninn í tengslum við aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Hægt er að nálgast svörin á heimasíðu umhverfisráðuneytisin og með því að smella hér.

Þráinn Bertelsson: Fimm prósent þjóðarinnar eru fábjánar

Þeir sem eru á móti því að ríkið greiði listamannalaun eru fábjánar, sagði Þráinn Bertelsson þingmaður í bítinu á Bylgjunni. Þetta sagði hann í tilefni af því að netkönnun sem gerð var á Vísi bendir til þess að mikill meirihluti er á móti því að ríkið greiði. 1183 tóku þátt í könnuninni. Um 80% sögðust vera á móti því að ríkið greiddi listamannalaun.

Clinton vill miðla málum á Falklandseyjum

Bandarísk stjórnvöld eru reiðubúin til þess að aðstoða Breta og Argentínumenn við að leysa deilur þeirra um yfirráð yfir Falklandseyjum, segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Guðbjarni enn ófundinn

Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku.

Sjá næstu 50 fréttir