Erlent

Ríkir Grikkir aðstoða stjórnvöld í baráttunni við kreppuna

Mouskouri.
Mouskouri.

Gríska ríkið, sem á í gríðarlegum fjárhagsvandræðum þessa daganna, hefur biðlað til ríkra Grikkja um að leggjast á sveif með ríkinu og aðstoða það við að vinna úr þeim ógöngum sem ríkið stendur frammi fyrir eftir efnahagshrun.

Gríska söngkonan Nana Mouskouri hefur svarað kallinu og býður gríska ríkinu eftirlaunin sín sem hún hefur fengið síðan hún gegndi þingmannstörfum hjá Evrópusambandinu árið 1990. Mouskouri fær greiddar tæplega fimmtán þúsund evrur á ári eða tæpar þrjár milljónir króna sem renna nú til gríska ríkissjóðsins.

Mouskouri, sem er frá eyjunni Krít, er ein af söluhæstu tónlistarkonum veraldar en hún hefur selt meira en 300 milljónir platna út um allan heim.

Hún hefur meðal annars sungið með tónlistarmönnunum Quincy Jones og Julio Iglesias auk þess sem Bob Dylan sjálfur samdi lag fyrir hana.

Í viðtali við gríska blaðið Eleftherotypia daily sagði Mouskouri: „Ég vil ekki að Grikkland verði meðhöndlað eins og krabbamein."

Söngkonan segist vera að svara kalli grískra yfirvalda sem þarf að takast á við gríðarlega skuldir eftir efnahagshrun sem oft var líkt við efnahagshörmungarnar á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×