Erlent

Líst ekkert á friðinn

Óli Tynes skrifar
Franski flugherinn sendir Mirage þotur til Eystrasaltslandanna.
Franski flugherinn sendir Mirage þotur til Eystrasaltslandanna.

Atlantshafsbandalagið tilkynnti í dag að deildir úr flugher þess muni taka þátt í heræfingum í Eystrasaltsríkjunum síðar í þessum mánuði.

Flugvélar munu koma frá herjum Bandaríkjanna, Frakklands og Póllands.

Þetta mun kannski eitthvað róa Eistland, Lettland og Litháen sem hafa áhyggjur á batnandi sambúð Rússa og NATO að sögn Associated Press.

Þjóðirnar eru síst búnar að gleyma áratugum undir járnhæl Sovétríkjanna og líta enn á Rússland sem virka ógn við öryggi sitt.

Fátt var með Rússum og NATO eftir að Rússar réðust inn í Georgíu árið 2008. Barack Obama hefur hinsvegar lagt áherslu á að bæta sambúðina, meðal annars vegna þess að hann sækist eftir aðstoð Rússa vegna stríðsins í Afganistan.

Af þessu eru Eystrasaltslöndin ekki hrifin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×