Innlent

Boltinn hjá Bretum og Hollendingum

Fundi Icesave-samninganefndarinnar með Bretum og Hollendingum lauk síðdegis í dag. Að sögn aðstoðarmanns fjármálaráðherra, Elíasar Jóns Guðjónssonar kynnti Íslenska sendinefndin ákveðna hluti fyrir bresku og hollensku nefndunum. Elías útskýrði ekki frekar hvaða atriði voru kynnt fyrir samninganefndunum.

Bretar og Hollendingar fara yfir þessi atriði nú. Elías segir nefndirnar vinna hratt, enda þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta leyti.

Hann segir boltann hjá Bretum og Hollendingum og beðið er viðbragða frá þeim. Spurður hvort sendinefnd Íslands sé á leiðinni heim segist hann ekki vita til þess að svo standi til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×