Erlent

Ekkert box í Albert Hall

Óli Tynes skrifar
Royal Albert Hall verður ekki boxhringur.
Royal Albert Hall verður ekki boxhringur.

Hæstiréttur Bretlands hefur fellt úr gildi leyfi til þess að halda hnefaleika- og glímukeppnir í Royal Albert Hall.

Hingaðtil hefur húsið aðeins verið notað fyrir menningaratburði eins og ballet, óperu og tónleika.

Íbúar í grennd við þessa virðulegu og sögufrægu byggingu kærðu leyfisveitinguna og sögðu meðal annars að þessar keppnir myndu laða andfélagslega hópa inn í hverfið og valda þar meiri hávaða.

Þeir báru einnig fyrir sig ónóga grenndarkynningu. Leyfisnefnd Westminster City notaði tölvuforrit til þess að kynna málið en sumir íbúanna fengu aldrei það bréf.

Í úrskurði hæstaréttar segir að kynningunni hafi verið svo ábótavant að ekki komi annað til greina en fella leyfið úr gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×