Erlent

Bannar sjálfsmorðsárásir og fordæmir hryðjuverk

Óli Tynes skrifar
Muhammad Tahir-ul-Qadri.
Muhammad Tahir-ul-Qadri.

Áhrifamikill leiðtogi alþjóðasamtaka múslima hefur gefið út trúarlega tilskipun eða fatwa sem hann segir vera algera fodæmingu á öllum hryðjuverkum.

Muhammad Tahir-ul-Qadri er fyrrverandi pakistanskur þingmaður og stofnandi samtakanna Minhaj-ul-Koran.

Samtökin eiga sér hundruð þúsunda áhangenda aðallega í Pakistan og meðal Pakistana sem búa í öðrum löndum.

Þau boða ópólitíska og umburðarlynda túlkun á Kóraninum. Meðal þess sem er að finna í tilskipuninni er algert bann við sjálfsmorðsárásum án nokkurra afsakana eða undantekninga.

Ungu fólki sem att er út í sjálfsmorðsárásir er innrætt að með því verði það píslarvottar sem eigi vísan stað í himnaríki.

Tilskipunin verður birt við hátíðlega athöfn í Lundúnum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×