Fleiri fréttir Stækkunarstjóri ESB: Ekki skemma fyrir Íslendingum Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hvetur Hollendinga og Breta til að koma ekki í veg fyrir og leyfa aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu að hefjast fyrir alvöru. Þetta kom fram í máli Fule á fundi með utanríkismálanefnd Evrópuþingsins í Strassborg í gær, að fram kemur á vef Business Week. 9.3.2010 08:37 Verkfall flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í fyrramálið Samningaviðræðum fulltrúa flugumferðarstjóra við vinnuveitendur verður haldið áfram hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu fyrir hádegi. Ef ekki næst samkomulag hefst verkfall flugumferðarstjóra klukkan sjö í fyrramálið með tilheyrandi truflun á flugi. 9.3.2010 08:05 Interpol lýsir eftir fleirum vegna morðsins í Dubai Enn berast fréttir af morði á einum af leiðtogum palestínsku Hamas hreyfingarinnar í Dubai í janúar. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir 16 mönnum til viðbótar vegna morðsins. 9.3.2010 07:56 Fiskflutningabíl valt - ökumaðurinn slapp með skrámur Ökumaður á stórum fiskflutningabíl með tengivagni, slapp með skrámur þegar vindhviða feykti vagninum á hliðina út fyrir veg og dró bílinn með sér, skammt fyrir austan Ólafsvík á sjötta tímanum í morgun. 9.3.2010 07:52 Sendi Jackie vikulega bréf eftir morðið á JFK Mánuðina eftir morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta fyrir 47 árum barst ekkjunni Jacqueline 1,5 milljón bréfa sem innihéldu samúðarkveðjur almennings í Bandaríkjunum. Þar á meðal voru á þriðja tug bréfa frá 11 ára stúlku í Texas sem skrifaði forsetafrúnni fyrrverandi vikulega bréf í hálft ár eftir morðið. 9.3.2010 07:50 Yfir 200 strandveiðibátar sektaðir Fiskistofa hefur lagt gjald á 224 strandveiðibáta af þeim hátt í 600, sem stunduðu strandveiðar í fyrrasumar, vegna þess að þeir komu með of mikinn afla að landi. Gjaldið nemur andvirði umframaflans. 9.3.2010 07:46 58 fórust í sjálftanum í Tyrklandi Talið er að 58 hafi farist í jarðskjálftanum sem varð í austurhluta Tyrklands snemma í gærmorgun. Íbúar á svæðinu voru flestir í fastasvefni. Skjálftinn mældist sex stig á Richter og lagði fjölmörg hús og bænaturna í rúst. Tugir voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið bjargað úr rústum. 9.3.2010 07:43 Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni ef engin raunhæf úrræði koma fram á næstu vikum, segir meðal annars í ályktun miðstjórnar Samiðnar, sem samþykkt var á fundi hennar í gær. 9.3.2010 06:57 Biden ræðir við Palestínumenn og Ísraela Varaforseti Bandaríkjanna er kominn til Ísraels en þar hyggst hann gera hvað hann getur til að fá Ísraela og Palestínumenn til að setjast á nýjan leik við samningaborðið. 9.3.2010 06:53 Líkamsleifar fyrrum forseta Kýpur fundnar Talið er að líkamsleifar sem lögreglan á Kýpur fann í grafreit í Nícosíu á sunnudag séu af Tassos Papadopoulos, fyrrverandi forseta landsins, sem var rænt í desember á síðasta ári. Ekki er vitað hvað ræningjunum gekk til en málið vakti hörð viðbrögð meðal almennings á Kýpur. 9.3.2010 06:45 Jón vill allan afla á land „Það er mín skoðun að koma eigi með allan afla að landi. Þetta snýr að siðlegri umgengni okkar við sjávarauðlindina og séu á því gerðar undantekningar, þá séu þær vel ígrundaðar,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tilefnið er niðurstaða nýrrar skýrslu Matís um nýtingu sjávarafla, en nýting frystiskipa er talsvert lakari en landvinnslunnar. 9.3.2010 06:45 Ekki útséð um niðurskurð hjá Stígamótum Nýjum málum fækkaði um 15 prósent árið 2009 hjá Stígamótum í fyrra, samkvæmt ársskýrslu. Efnahagsástandið kann að hafa áhrif. Dómstólar leggja of mikla áherslu á líkamlega áverka í nauðgunarmálum, segir talskona Stígamóta. 9.3.2010 06:00 Gleymdu að fá leyfi í friðlandi „Þetta var einfaldlega yfirsjón af okkar hálfu,“ segir Magnús Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðvesturlandi, um framkvæmdir án leyfis í friðlandi í Vatnsfirði. 9.3.2010 06:00 Konur boða verkfall í þriðja sinn Mánudaginn 25. október hefur kvennahreyfingin öll boðað til endurtekningar á kvennafríi. „Þetta verður hápunkturinn á afmælishátíð okkar,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þegar hún upplýsti um fyrirætlanina á kynningu á ársskýrslu Stígamóta. 9.3.2010 06:00 Óskilalampar til Ríkiskaupa Þeir gróðurhúsalampar sem lögregla hefur lagt hald á þegar kannabisræktanir eru stöðvaðar fara til Ríkiskaupa, eftir að hafa verið gerðir upptækir með dómi. Þar eru þeir seldir eins og aðrir óskilamunir. Andvirðið rennur í ríkissjóð. 9.3.2010 06:00 Vill nota veiðikvóta til kolefnisjöfnunar Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. 9.3.2010 06:00 Ungt fólk fari ekki í ljósabekki Landlæknisembættið hefur hafið átak þar sem fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra er bent á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. 9.3.2010 06:00 Kemst á skrið í þessum mánuði Öreindahraðall kjarneindarannsóknarstöðvarinnar CERN í Sviss verður kominn á fullt skrið síðar í þessum mánuði og búist er við mikilvægum vísindalegum nýjungum á árinu. 9.3.2010 06:00 Blóðug átök þjóðernishópa Svo virðist sem árás á kristna menn í þremur þorpum í Jos-héraði í Nígeríu hafi verið hefndaraðgerðir vegna árásar á múslima í sama héraði fyrir nokkrum vikum. 9.3.2010 06:00 Nori al-Maliki er spáð sigri Nouri al-Maliki, forsætis-ráðherra Íraks, og flokki súnní-múslima er spáð kosningasigri í Írak. Nokkrir dagar eru reyndar þangað til úrslit kosninganna á sunnudag verða birt, en spárnar byggja á mati talsmanna íraskra stjórnmálaflokka, sem hafa fengið að fylgjast með talningunni. 9.3.2010 06:00 Öll málin berast saksóknara í einu Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, á ekki von á sligandi álagi á starfsmenn sína þegar rannsóknarnefnd Alþingis sendir saksóknara á næstunni yfirlit yfir alla þá gjörninga í aðdraganda bankahrunsins sem nefndin telur hafa verið refsiverða. 9.3.2010 05:00 Lögreglan nýtur mests trausts Lögreglan mælist nú með mest traust meðal þjóðarinnar, samkvæmt nýrri mælingu Þjóðarpúls Gallups sem tekur til fjórtán stofnana og embætta. Rúmlega 81 prósent segist nú bera mikið traust til lögreglunnar. Háskóli Íslands sem lengst af hefur verið sú stofnun sem notið hefur mests trausts kemur þar á eftir en 76 prósent bera mikið traust til hans. 9.3.2010 05:00 Draga verður úr mæðradauða Fimmtán hundruð konur deyja dag hvern vegna meðgöngu eða fæðingar, langflestar í Afríku sunnan Sahara. Á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna kom fram rík krafa um að þetta þyrfti að breytast. 9.3.2010 05:00 Hangir óviljugur á myndatöflu Starfsmaður ónefnds stórfyrirtækis í Garðabæ þarf að sætta sig við að hengd sé ljósmynd af honum á upplýsingatöflu í fyrirtækinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9.3.2010 05:00 Átök ef krónan styrkist ekki „Við munum ekkert líða það að ákveðinn geiri hérna moki til sín hagnaði, það mun enginn sæta því,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, þegar hagspá sambandsins var kynnt á dögunum. Í spánni er gert ráð fyrir lítilli styrkingu á krónunni til ársloka. 9.3.2010 04:00 FÍB gefur félögum festubana Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gefur félagsmönnum „festubana“ á meðan birgðir endast. Öðrum býðst að kaupa gripinn á þúsund krónur. „Gamall og góður félagsmaður í FÍB sem kominn er á eftirlaun hefur fært félaginu að gjöf mjög gott kanadískt hjálpartæki fyrir bíleigendur til að bjarga sér úr festum í snjó og hálku,“ segir á vef FÍB, en félagsmaðurinn gjafmildi flutti hjálpartækið áður inn. „Og þegar hann flutti á dögunum í nýtt húsnæði, gaf hann FÍB þær umframbirgðir af þessu ágæta hjálpartæki sem hann átti enn í bílskúrnum sínum.“ 9.3.2010 03:30 Álversstækkun í Straumsvík óviss þótt íbúar samþykki „Það myndi hjálpa okkur ef bæjar-yfirvöld myndu lýsa yfir stuðningi við málið,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, um orð Rannveigar Rist, forstjóra fyrirtækisins, í bréfi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. 9.3.2010 03:15 Hélt að byssan væri Nintendo-fjarstýring Þriggja ára gömul stúlka lést á sjúkrahúsi í Nashville í Bandaríkjunum í gær af skotsári sem hún hlaut á heimili sínu í fyrrakvöld. Móðir stúlkunnar fullyrðir að dóttir sín hafi haldið að hlaðin skammbyssa væri fjarstýring fyrir Nintendo Wii leikjatölvu. Skot hljóp úr byssunni og hafnaði í maga stúlkunnar sem dró hana síðar til dauða. 9.3.2010 08:01 Facebook morðingi dæmdur í 35 ára fangelsi Dæmdur nauðgari í Bretlandi sem þóttist vera unglingur og ginnti þannig til sín unga stúlku á Facebook samskiptasíðunni hefur verið dæmdur í 35 ára langt fangelsi fyrir að nauðga stúlkunni og myrða hana. 8.3.2010 21:23 Vilja ekki Lada bifreiðar Danir eru hættir að vilja Lada bifreiðar. Í tvö ár hefur ekki verið skráð ein ný Lada í Danmörku. Umboðsaðili bílanna í Kolding, Nic Christiansen, hefur því ákveðið að hætta innflutningi þeirra, segir danska blaðið Politiken. 8.3.2010 20:49 Vill að varaformenn stjórnarflokkanna taki við keflinu Það þarf kynslóðaskipti í ríkisstjórninni, en ekki endilega nýja rikisstjórn, sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar á Alþingi í dag. 8.3.2010 17:47 Kalkþörungavinnsla undirbúin við Húnaflóa Franskt fyrirtæki hefur fengið leyfi til tilraunadælingar á kalkþörungum úr Hrútafirði og Miðfirði. Húnvetningar vonast til að verkefnið leiði til þess allt að tuttugu manna iðnfyrirtækið byggist upp í héraðinu. 8.3.2010 18:59 Erlendar listakonur hópast á Skagaströnd Mannlífið á Skagaströnd hefur tekið stakkaskiptum eftir að útlendar listakonur tóku að hópast þangað tugum saman til langdvalar. Líf og fjör hefur færst í Kántríbæ. 8.3.2010 19:08 Litháíska stúlkan ekki einsdæmi Mál nítján ára litháískrar stúlku virðist vera langt í frá einsdæmi hér á landi. 8.3.2010 18:49 Ömurleg saga litháísku stúlkunnar Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. 8.3.2010 17:05 Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. 8.3.2010 16:26 Ríkisstjórnin hefur stórskaðað trúverðugleika landsins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins gagnrýndi harðlega á þingi í dag það sem hann kallar útúrsnúninga og spuna ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu. Hann segir að Íslendingar hafi í atkvæðagreiðslu sýnt eindreginn vilja sinn í málinu en samt sem áður leyfi menn sér að snúa út úr. 8.3.2010 16:11 Steingrímur: Margar og langar brekkur eftir Steingrímur J. Sigfússon talaði í dag við fjármálaráðherra Hollands og við formann íslensku samninganefndarinnar um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór á laugardag. Hann segist vonast til þess að hægt verði að halda viðræðum áfram á allra næstu dögum. Þetta kom meðal annars fram í máli Steingríms þegar þingmenn ræddu niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. 8.3.2010 15:52 Jóhanna: Ekki vantraust á ríkisstjórnina Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir fráleitt að túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem vantraust á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í dag. 8.3.2010 15:44 Bjarni Benediktsson: Ríkisstjórnin stendur á brauðfótum Ríkisstjórnin hefur brugðist fólkinu í landinu og er rúin trausti eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Hann sagði sjálfstæðismenn tilbúna í alþingiskosningar strax eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í vor. 8.3.2010 15:38 Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8.3.2010 15:35 Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8.3.2010 15:08 Hundruð þúsunda mótmæla í Bandaríkjunum Fjölmennustu skipulögðu mótmæli bandarískra námsmanna um margra ára skeið voru haldin fyrir helgi. Þá mótmæltu hundruð þúsunda námsmanna og kennara víða í Bandaríkjunum, niðurskurði í opinbera skólakerfinu. Mótmælt var í yfir þrjátíu fylkjum Bandaríkjanna. 8.3.2010 14:44 Rafverktakar lýsa vanþóknun á framgöngu ráðamanna Aðalfundur SART- Samtaka rafverktaka ítrekar og ítrekar og mótmælir harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og fyrirtækjum í landinu. 8.3.2010 14:27 Verstu tíu löndin fyrir konur að búa í Alþjóðasamtökin Care hafa tekið saman lista yfir þau 10 lönd sem verst er fyrir konur að búa í. Það kemur varla á óvart að Afganistan er efst á þeim lista. 8.3.2010 13:56 Sjá næstu 50 fréttir
Stækkunarstjóri ESB: Ekki skemma fyrir Íslendingum Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hvetur Hollendinga og Breta til að koma ekki í veg fyrir og leyfa aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu að hefjast fyrir alvöru. Þetta kom fram í máli Fule á fundi með utanríkismálanefnd Evrópuþingsins í Strassborg í gær, að fram kemur á vef Business Week. 9.3.2010 08:37
Verkfall flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í fyrramálið Samningaviðræðum fulltrúa flugumferðarstjóra við vinnuveitendur verður haldið áfram hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu fyrir hádegi. Ef ekki næst samkomulag hefst verkfall flugumferðarstjóra klukkan sjö í fyrramálið með tilheyrandi truflun á flugi. 9.3.2010 08:05
Interpol lýsir eftir fleirum vegna morðsins í Dubai Enn berast fréttir af morði á einum af leiðtogum palestínsku Hamas hreyfingarinnar í Dubai í janúar. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir 16 mönnum til viðbótar vegna morðsins. 9.3.2010 07:56
Fiskflutningabíl valt - ökumaðurinn slapp með skrámur Ökumaður á stórum fiskflutningabíl með tengivagni, slapp með skrámur þegar vindhviða feykti vagninum á hliðina út fyrir veg og dró bílinn með sér, skammt fyrir austan Ólafsvík á sjötta tímanum í morgun. 9.3.2010 07:52
Sendi Jackie vikulega bréf eftir morðið á JFK Mánuðina eftir morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta fyrir 47 árum barst ekkjunni Jacqueline 1,5 milljón bréfa sem innihéldu samúðarkveðjur almennings í Bandaríkjunum. Þar á meðal voru á þriðja tug bréfa frá 11 ára stúlku í Texas sem skrifaði forsetafrúnni fyrrverandi vikulega bréf í hálft ár eftir morðið. 9.3.2010 07:50
Yfir 200 strandveiðibátar sektaðir Fiskistofa hefur lagt gjald á 224 strandveiðibáta af þeim hátt í 600, sem stunduðu strandveiðar í fyrrasumar, vegna þess að þeir komu með of mikinn afla að landi. Gjaldið nemur andvirði umframaflans. 9.3.2010 07:46
58 fórust í sjálftanum í Tyrklandi Talið er að 58 hafi farist í jarðskjálftanum sem varð í austurhluta Tyrklands snemma í gærmorgun. Íbúar á svæðinu voru flestir í fastasvefni. Skjálftinn mældist sex stig á Richter og lagði fjölmörg hús og bænaturna í rúst. Tugir voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið bjargað úr rústum. 9.3.2010 07:43
Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni ef engin raunhæf úrræði koma fram á næstu vikum, segir meðal annars í ályktun miðstjórnar Samiðnar, sem samþykkt var á fundi hennar í gær. 9.3.2010 06:57
Biden ræðir við Palestínumenn og Ísraela Varaforseti Bandaríkjanna er kominn til Ísraels en þar hyggst hann gera hvað hann getur til að fá Ísraela og Palestínumenn til að setjast á nýjan leik við samningaborðið. 9.3.2010 06:53
Líkamsleifar fyrrum forseta Kýpur fundnar Talið er að líkamsleifar sem lögreglan á Kýpur fann í grafreit í Nícosíu á sunnudag séu af Tassos Papadopoulos, fyrrverandi forseta landsins, sem var rænt í desember á síðasta ári. Ekki er vitað hvað ræningjunum gekk til en málið vakti hörð viðbrögð meðal almennings á Kýpur. 9.3.2010 06:45
Jón vill allan afla á land „Það er mín skoðun að koma eigi með allan afla að landi. Þetta snýr að siðlegri umgengni okkar við sjávarauðlindina og séu á því gerðar undantekningar, þá séu þær vel ígrundaðar,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tilefnið er niðurstaða nýrrar skýrslu Matís um nýtingu sjávarafla, en nýting frystiskipa er talsvert lakari en landvinnslunnar. 9.3.2010 06:45
Ekki útséð um niðurskurð hjá Stígamótum Nýjum málum fækkaði um 15 prósent árið 2009 hjá Stígamótum í fyrra, samkvæmt ársskýrslu. Efnahagsástandið kann að hafa áhrif. Dómstólar leggja of mikla áherslu á líkamlega áverka í nauðgunarmálum, segir talskona Stígamóta. 9.3.2010 06:00
Gleymdu að fá leyfi í friðlandi „Þetta var einfaldlega yfirsjón af okkar hálfu,“ segir Magnús Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðvesturlandi, um framkvæmdir án leyfis í friðlandi í Vatnsfirði. 9.3.2010 06:00
Konur boða verkfall í þriðja sinn Mánudaginn 25. október hefur kvennahreyfingin öll boðað til endurtekningar á kvennafríi. „Þetta verður hápunkturinn á afmælishátíð okkar,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þegar hún upplýsti um fyrirætlanina á kynningu á ársskýrslu Stígamóta. 9.3.2010 06:00
Óskilalampar til Ríkiskaupa Þeir gróðurhúsalampar sem lögregla hefur lagt hald á þegar kannabisræktanir eru stöðvaðar fara til Ríkiskaupa, eftir að hafa verið gerðir upptækir með dómi. Þar eru þeir seldir eins og aðrir óskilamunir. Andvirðið rennur í ríkissjóð. 9.3.2010 06:00
Vill nota veiðikvóta til kolefnisjöfnunar Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. 9.3.2010 06:00
Ungt fólk fari ekki í ljósabekki Landlæknisembættið hefur hafið átak þar sem fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra er bent á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. 9.3.2010 06:00
Kemst á skrið í þessum mánuði Öreindahraðall kjarneindarannsóknarstöðvarinnar CERN í Sviss verður kominn á fullt skrið síðar í þessum mánuði og búist er við mikilvægum vísindalegum nýjungum á árinu. 9.3.2010 06:00
Blóðug átök þjóðernishópa Svo virðist sem árás á kristna menn í þremur þorpum í Jos-héraði í Nígeríu hafi verið hefndaraðgerðir vegna árásar á múslima í sama héraði fyrir nokkrum vikum. 9.3.2010 06:00
Nori al-Maliki er spáð sigri Nouri al-Maliki, forsætis-ráðherra Íraks, og flokki súnní-múslima er spáð kosningasigri í Írak. Nokkrir dagar eru reyndar þangað til úrslit kosninganna á sunnudag verða birt, en spárnar byggja á mati talsmanna íraskra stjórnmálaflokka, sem hafa fengið að fylgjast með talningunni. 9.3.2010 06:00
Öll málin berast saksóknara í einu Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, á ekki von á sligandi álagi á starfsmenn sína þegar rannsóknarnefnd Alþingis sendir saksóknara á næstunni yfirlit yfir alla þá gjörninga í aðdraganda bankahrunsins sem nefndin telur hafa verið refsiverða. 9.3.2010 05:00
Lögreglan nýtur mests trausts Lögreglan mælist nú með mest traust meðal þjóðarinnar, samkvæmt nýrri mælingu Þjóðarpúls Gallups sem tekur til fjórtán stofnana og embætta. Rúmlega 81 prósent segist nú bera mikið traust til lögreglunnar. Háskóli Íslands sem lengst af hefur verið sú stofnun sem notið hefur mests trausts kemur þar á eftir en 76 prósent bera mikið traust til hans. 9.3.2010 05:00
Draga verður úr mæðradauða Fimmtán hundruð konur deyja dag hvern vegna meðgöngu eða fæðingar, langflestar í Afríku sunnan Sahara. Á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna kom fram rík krafa um að þetta þyrfti að breytast. 9.3.2010 05:00
Hangir óviljugur á myndatöflu Starfsmaður ónefnds stórfyrirtækis í Garðabæ þarf að sætta sig við að hengd sé ljósmynd af honum á upplýsingatöflu í fyrirtækinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9.3.2010 05:00
Átök ef krónan styrkist ekki „Við munum ekkert líða það að ákveðinn geiri hérna moki til sín hagnaði, það mun enginn sæta því,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, þegar hagspá sambandsins var kynnt á dögunum. Í spánni er gert ráð fyrir lítilli styrkingu á krónunni til ársloka. 9.3.2010 04:00
FÍB gefur félögum festubana Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gefur félagsmönnum „festubana“ á meðan birgðir endast. Öðrum býðst að kaupa gripinn á þúsund krónur. „Gamall og góður félagsmaður í FÍB sem kominn er á eftirlaun hefur fært félaginu að gjöf mjög gott kanadískt hjálpartæki fyrir bíleigendur til að bjarga sér úr festum í snjó og hálku,“ segir á vef FÍB, en félagsmaðurinn gjafmildi flutti hjálpartækið áður inn. „Og þegar hann flutti á dögunum í nýtt húsnæði, gaf hann FÍB þær umframbirgðir af þessu ágæta hjálpartæki sem hann átti enn í bílskúrnum sínum.“ 9.3.2010 03:30
Álversstækkun í Straumsvík óviss þótt íbúar samþykki „Það myndi hjálpa okkur ef bæjar-yfirvöld myndu lýsa yfir stuðningi við málið,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, um orð Rannveigar Rist, forstjóra fyrirtækisins, í bréfi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. 9.3.2010 03:15
Hélt að byssan væri Nintendo-fjarstýring Þriggja ára gömul stúlka lést á sjúkrahúsi í Nashville í Bandaríkjunum í gær af skotsári sem hún hlaut á heimili sínu í fyrrakvöld. Móðir stúlkunnar fullyrðir að dóttir sín hafi haldið að hlaðin skammbyssa væri fjarstýring fyrir Nintendo Wii leikjatölvu. Skot hljóp úr byssunni og hafnaði í maga stúlkunnar sem dró hana síðar til dauða. 9.3.2010 08:01
Facebook morðingi dæmdur í 35 ára fangelsi Dæmdur nauðgari í Bretlandi sem þóttist vera unglingur og ginnti þannig til sín unga stúlku á Facebook samskiptasíðunni hefur verið dæmdur í 35 ára langt fangelsi fyrir að nauðga stúlkunni og myrða hana. 8.3.2010 21:23
Vilja ekki Lada bifreiðar Danir eru hættir að vilja Lada bifreiðar. Í tvö ár hefur ekki verið skráð ein ný Lada í Danmörku. Umboðsaðili bílanna í Kolding, Nic Christiansen, hefur því ákveðið að hætta innflutningi þeirra, segir danska blaðið Politiken. 8.3.2010 20:49
Vill að varaformenn stjórnarflokkanna taki við keflinu Það þarf kynslóðaskipti í ríkisstjórninni, en ekki endilega nýja rikisstjórn, sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar á Alþingi í dag. 8.3.2010 17:47
Kalkþörungavinnsla undirbúin við Húnaflóa Franskt fyrirtæki hefur fengið leyfi til tilraunadælingar á kalkþörungum úr Hrútafirði og Miðfirði. Húnvetningar vonast til að verkefnið leiði til þess allt að tuttugu manna iðnfyrirtækið byggist upp í héraðinu. 8.3.2010 18:59
Erlendar listakonur hópast á Skagaströnd Mannlífið á Skagaströnd hefur tekið stakkaskiptum eftir að útlendar listakonur tóku að hópast þangað tugum saman til langdvalar. Líf og fjör hefur færst í Kántríbæ. 8.3.2010 19:08
Litháíska stúlkan ekki einsdæmi Mál nítján ára litháískrar stúlku virðist vera langt í frá einsdæmi hér á landi. 8.3.2010 18:49
Ömurleg saga litháísku stúlkunnar Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. 8.3.2010 17:05
Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. 8.3.2010 16:26
Ríkisstjórnin hefur stórskaðað trúverðugleika landsins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins gagnrýndi harðlega á þingi í dag það sem hann kallar útúrsnúninga og spuna ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu. Hann segir að Íslendingar hafi í atkvæðagreiðslu sýnt eindreginn vilja sinn í málinu en samt sem áður leyfi menn sér að snúa út úr. 8.3.2010 16:11
Steingrímur: Margar og langar brekkur eftir Steingrímur J. Sigfússon talaði í dag við fjármálaráðherra Hollands og við formann íslensku samninganefndarinnar um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór á laugardag. Hann segist vonast til þess að hægt verði að halda viðræðum áfram á allra næstu dögum. Þetta kom meðal annars fram í máli Steingríms þegar þingmenn ræddu niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. 8.3.2010 15:52
Jóhanna: Ekki vantraust á ríkisstjórnina Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir fráleitt að túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem vantraust á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í dag. 8.3.2010 15:44
Bjarni Benediktsson: Ríkisstjórnin stendur á brauðfótum Ríkisstjórnin hefur brugðist fólkinu í landinu og er rúin trausti eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Hann sagði sjálfstæðismenn tilbúna í alþingiskosningar strax eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í vor. 8.3.2010 15:38
Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8.3.2010 15:35
Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8.3.2010 15:08
Hundruð þúsunda mótmæla í Bandaríkjunum Fjölmennustu skipulögðu mótmæli bandarískra námsmanna um margra ára skeið voru haldin fyrir helgi. Þá mótmæltu hundruð þúsunda námsmanna og kennara víða í Bandaríkjunum, niðurskurði í opinbera skólakerfinu. Mótmælt var í yfir þrjátíu fylkjum Bandaríkjanna. 8.3.2010 14:44
Rafverktakar lýsa vanþóknun á framgöngu ráðamanna Aðalfundur SART- Samtaka rafverktaka ítrekar og ítrekar og mótmælir harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og fyrirtækjum í landinu. 8.3.2010 14:27
Verstu tíu löndin fyrir konur að búa í Alþjóðasamtökin Care hafa tekið saman lista yfir þau 10 lönd sem verst er fyrir konur að búa í. Það kemur varla á óvart að Afganistan er efst á þeim lista. 8.3.2010 13:56