Ömurleg saga litháísku stúlkunnar 8. mars 2010 17:05 Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. Ung hneppt í vændisánauð Stúlkan var hneppt í vændisánauð í Litháen, þegar hún var 17 eða 18 ára. Hún bar fyrir dómi að henni hefðu verið byrluð eiturlyf, í heimalandi sínu. Við slíkt tækifæri hefði hún vaknað inni í íbúð þar sem hún ekki komst út. Meðan hún var lokið inni í íbúðinni var hún neydd til vændis. Brotin niður og dópuð Sannað þykir fyrir héraðsdómi að stúlkan hefði átt að stunda vændi hérlendis. Segir í dóminum að framburður stúlkunnar hafi í upphafi verið á reiki. Til að mynda hafi hún ekki gefið upp rétt nafn. Vísað er til alþjóðlegra skilgreininga um að fórnarlömb mansals verði fyrir sálrænu áfalli þegar þeim hafi verið hótað og þau beitt ofbeldi. Þau séu oft send félítil til annarra landa. Þar séu þau ólögleg og treysti sér þess vegna ekki til þess að gefa sig fram við yfirvöld. Þegar fórnarlömb hafi verið brotin niður telji þau sig oft háða gerendunum og treysti þeim betur en lögreglunni. Átti ekkert val Eftir að stúlkan kom til landsins var henni komið fyrir í íbúð í Keflavík. Þaðan hvarf hún og kom ekki fram fyrr en nokkrum dögum síðar. Í dóminum segir að á þessum tíma hafi verið farið með hana í íbúð í Hafnarfirði. Þar hafi hún verið „prófuð", eins og segir í dóminum. Þar var hún látin veita tveimur mannanna munnmök. „Hún kvaðst hafa látið þetta yfir sig ganga þar sem hún hafi ekki átt neitt val," segir í dóminum. Hún hafi á þessari stundu gert sér grein fyrir að ætlast væri til þess að hún stundaði vændi hér á landi. Ótrúverðugur framburður Fram kemur í dóminum að framburður allra ákærðu þyki ótrúverðugur. Í tilviki Tadasar Jasnauskasar þykir framburðurinn afar ótrúverðugur og fjarstæðukenndur. Samkvæmt dóminum er hann annar mannanna sem „prófaði" stúlkuna. Fram kom í umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 af málinu að í bréfi sem hann skrifaði móður sinni, segði hann stúlkuna ljúga upp á sig. Fjölskipaður héraðsdómur Reykjaness er á öðru máli. Tengdar fréttir Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8. mars 2010 15:08 Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8. mars 2010 15:35 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. Ung hneppt í vændisánauð Stúlkan var hneppt í vændisánauð í Litháen, þegar hún var 17 eða 18 ára. Hún bar fyrir dómi að henni hefðu verið byrluð eiturlyf, í heimalandi sínu. Við slíkt tækifæri hefði hún vaknað inni í íbúð þar sem hún ekki komst út. Meðan hún var lokið inni í íbúðinni var hún neydd til vændis. Brotin niður og dópuð Sannað þykir fyrir héraðsdómi að stúlkan hefði átt að stunda vændi hérlendis. Segir í dóminum að framburður stúlkunnar hafi í upphafi verið á reiki. Til að mynda hafi hún ekki gefið upp rétt nafn. Vísað er til alþjóðlegra skilgreininga um að fórnarlömb mansals verði fyrir sálrænu áfalli þegar þeim hafi verið hótað og þau beitt ofbeldi. Þau séu oft send félítil til annarra landa. Þar séu þau ólögleg og treysti sér þess vegna ekki til þess að gefa sig fram við yfirvöld. Þegar fórnarlömb hafi verið brotin niður telji þau sig oft háða gerendunum og treysti þeim betur en lögreglunni. Átti ekkert val Eftir að stúlkan kom til landsins var henni komið fyrir í íbúð í Keflavík. Þaðan hvarf hún og kom ekki fram fyrr en nokkrum dögum síðar. Í dóminum segir að á þessum tíma hafi verið farið með hana í íbúð í Hafnarfirði. Þar hafi hún verið „prófuð", eins og segir í dóminum. Þar var hún látin veita tveimur mannanna munnmök. „Hún kvaðst hafa látið þetta yfir sig ganga þar sem hún hafi ekki átt neitt val," segir í dóminum. Hún hafi á þessari stundu gert sér grein fyrir að ætlast væri til þess að hún stundaði vændi hér á landi. Ótrúverðugur framburður Fram kemur í dóminum að framburður allra ákærðu þyki ótrúverðugur. Í tilviki Tadasar Jasnauskasar þykir framburðurinn afar ótrúverðugur og fjarstæðukenndur. Samkvæmt dóminum er hann annar mannanna sem „prófaði" stúlkuna. Fram kom í umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 af málinu að í bréfi sem hann skrifaði móður sinni, segði hann stúlkuna ljúga upp á sig. Fjölskipaður héraðsdómur Reykjaness er á öðru máli.
Tengdar fréttir Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8. mars 2010 15:08 Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8. mars 2010 15:35 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8. mars 2010 15:08
Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8. mars 2010 15:35