Fleiri fréttir

Kallar skilanefndir fyrir

Efnahags- og skattanefnd Alþingis hyggst kalla skilanefndir bankanna til fundar við sig á föstudag og ræða samskipti þeirra við skattrannsóknarstjóra.

Vill setja skuldsett félög í þrot

„Við tryggjum ekki atvinnu og velferð í landinu nema við hættum að tipla á tánum í kringum kröfuhafa og útrásarvíkinga," sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í umræðum á Alþingi í gær.

Allt fullt af síld í Grundarfirði

Allt er nú fullt af síld í Grundarfirði, að sögn vestlenska fréttablaðsins Skessuhorns. Telja heimildarmenn blaðsins að allt að hálf milljón tonn af síld sé þar að finna.

Ölvaður á hesti hrækti á löggu

Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan mann fyrir að vera drukkinn á hesti og hrækja síðan á lögregluvarðstjóra.

Áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið metin

Meta þarf hvort og þá hvaða áhrif starfsemi einkarekins spítala á Ásbrú (gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli) hefur á íslenska heilbrigðiskerfið. Þetta segir Geir Gunnlaugsson landlæknir.

Leita botnfisks á 600 stöðum

Vorrall Hafrannsóknastofnunar, eins og stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er jafnan kölluð, hófst síðustu helgina í febrúar og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu: þrjú togskip auk rannsóknaskipa Hafró. Alls verður togað á um 600 stöðvum vítt og breitt á landgrunninu á 20 til 500 metra dýpi.

Starfsmönnum deildarinnar ekki fjölgað

Aðeins var brugðist við einni af fjórum ábendingum sem Ríkisendurskoðun gerði vegna starfsemi efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra (RLS) í stjórnsýsluúttekt árið 2006, samkvæmt eftirfylgni stofnunarinnar sem upplýst var um í gær.

Sjálfstraust atvinnulausra byggt upp

Virkir og óvirkir atvinnuleitendur eru leiddir saman í nýju verkefni Rauða krossins sem ber heitið Félagsvinir atvinnuleitenda. Markmið verkefnisins er að virkja þá sem hafa verið atvinnulausir lengi.

Þarf ekki að skerða þjónustu

Strætó bs. hagnaðist um 296 milljónir króna á síðasta ári eftir fjármagnsliði. Verulegur viðsnúningur hefur orðið á neikvæðri stöðu eigin fjár, samkvæmt tilkynningu á vef fyrirtækisins.

Flóðbylgjur skullu á strandbyggðunum

Svo virðist sem dregið hafi verulega úr gripdeildum í Concepcion í Chile, næststærstu borg landsins, en hún varð einna verst úti í jarðskjálftanum á laugardag.

Domus og hótel áfram óafgreitt

Afgreiðslu leyfa fyrir tvær umdeildar framkvæmdir á Heilsuverndarreitnum við Barónsstíg og Egilsgötu var frestað á síðasta fundi skipulagsráðs Reykjavíkur.

Fékk fjórar milljónir í framlög vegna prófkjörs

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls fjórar milljónir og 250 þúsund krónur í framlög vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar 2007, þar af hálfa milljón króna frá Baugi Group ehf. Önnur framlög lögaðila námu 2.750.000 krónum, undir hálfri milljón hvert og eitt. Ein milljón kom frá einstaklingum. Ragnheiður reiddi svo fram tæpar 2,5 milljónir úr eigin vasa.

Kosið um breytingu á lögum

Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum gefst þjóðinni færi á að kjósa um tiltekið mál í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið sem liggur fyrir er hvort lög um breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave taki gildi.

Umfjöllun erlendis skilar ferðamönnum

Alls komu 3.600 gestir í Upplýsingamiðstöð ferðamanna vikuna 14. til 20. febrúar síðastliðinn. Þetta er um 25 prósent fjölgun miðað við venjulega febrúarviku samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu.

Ísland sett í öndvegi í Mílanó

Ljósmyndir frá Íslandi prýða nú eina fjölförnustu göngugötu Mílanóborgar, Corso Vittorio Emanuele. Ljósmyndasýningin var opnuð á Íslandsdegi í Mílanó síðastliðinn föstudag, af þeim Kristjáni L. Möller samgönguráðherra og Massimiliano Orsatti, yfirmanni markaðs- og ferðamála borgarinnar.

Eftirlitsnefnd sveitarfélaga fær upplýsingar

Frumvarp sem veitir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skýra heimild til að kalla eftir ársfjórðungslegum reikningsskilum frá sveitarfélögum var samþykkt í ríkisstjórn í gær.

Icesave varðar við lög og rétt

„Icesave-deilan varðar lög og rétt,“ segir í tilkynningu nýrra samtaka sem nefnast Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave.

Ekki þvælast fyrir framkvæmdum

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu, um að atvinnuleysið í landinu væri „áfellisdómur yfir stjórnvöldum þessa lands“.

Of langt liðið frá skjálftanum

Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður ekki send á skjálftasvæðið í Chile. Ástæðan er sú að of langt er liðið frá skjálftanum og fjarlægðir miklar, samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsbjargar.

Segir fjöldamorð uppspuna

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, segir að fjöldamorðin í Srebrenica og 44 mánaða umsátur um borgina Sarajevo séu einber uppspuni. Allur málatilbúnaður á hendur sér vegna stríðsglæpa sé byggður á fölsunum.

52.000 króna útgjöld á ári

Venjuleg fjölskylda þarf 100.000 króna heildartekjur til að standa undir hækkunum á bensínverði undanfarið ár. Þetta staðhæfði Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, á Alþingi í gær.

Dregur úr umsvifum sínum

Breska ríkisútvarpið BBC ætlar að leggja niður tvær af sérhæfðari útvarpsrásum sínum og fækka vefsíðum til að ná fram hagræðingu í rekstri. Einnig verður dregið úr kaupum á amerísku sjónvarpsefni.

Gömul raftæki valda skaða á umhverfinu

Umhverfinu er hætta búin af gömlum raftækjum sem safnast upp, einkum í þriðja heiminum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn umhverfisráðs Sameinuðu þjóðanna (UNEP).

Bannar allar sjálfsvígsárásir

Muhammad Tahir-ul-Qadri, leiðtogi alþjóðlegra samtaka múslima, hefur gefið út trúaryfirlýsingu, svokallaða ‚fatwa', sem bannar sjálfsvígs­árásir.

Leyniskýrslur um hvarf Madeleine

Foreldrum bresku telpunnar Madeleine McCann er mjög brugðið við fréttir um að hjá portúgölsku lögreglunni eru til leyniskýrslur um hvarf hennar upp á mörghundruð blaðsíður.

Ríkir Grikkir aðstoða stjórnvöld í baráttunni við kreppuna

Gríska ríkið, sem á í gríðarlegum fjárhagsvandræðum þessa daganna, hefur biðlað til ríkra Grikkja um að leggjast á sveif með ríkinu og aðstoða það við að vinna úr þeim ógöngum sem ríkið stendur frammi fyrir eftir efnahagshrun.

Ákærður fyrir að verða veiðimanni að bana með flugvélahreyfli

Réttað var yfir Bryan Griffiths í dag í Birmingham í Bretlandi en hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fyrir um ári síðan varð hann veiðimanninum Trevor Morse að bana við heldur undarlegar aðstæður. Hreyfill í smáflugvél sem Bryan stjórnaði fór í höfuðið á Morse og klauf í sundur.

Fengu fótboltalúxus að láni

Björgólfur Guðmundsson skilur eftir sig 30 milljóna króna skuld hjá knattspyrnufélaginu West Ham vegna lúxusmeðferðar Landsbankamanna á heimaleikjum félagsins.

Kvíða sumrinu á Landspítalanum

Mun fleiri deildum á Landspítalanum verður lokað í sumar en áður hefur tíðkast. Þórir Steingrímsson, formaður félags fólks sem hefur fengið heilablóðfall, segist mjög uggandi. Forstjóri spítalans segir þetta óumflýjanlegt og við blasir enn frekari niðurskurður á næsta ári.

Gæti dregið til úrslita á næsta sólarhring

Það ræðst á næsta sólarhring eða svo, hvort nýr Icesavesamningur liggur fyrir áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer fram á laugardag. Forsætis- og fjármálaráðherra sjá ekki tilgang með þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi nýr samningur náðst.

Símafundur með Icesave-nefndinni í kvöld

Formenn stjórnarflokkanna funduðu með annars vegar formanni Sjálfstæðisflokksins og hins vegar formanni Framsóknarflokksins og þingflokksformanni Hreyfingarinnar í dag.

Boltinn hjá Bretum og Hollendingum

Fundi Icesave-samninganefndarinnar með Bretum og Hollendingum lauk síðdegis í dag. Að sögn aðstoðarmanns fjármálaráðherra, Elíasar Jóns Guðjónssonar kynnti Íslenska sendinefndin ákveðna hluti fyrir bresku og hollensku nefndunum. Elías útskýrði ekki frekar hvaða atriði voru kynnt fyrir samninganefndunum.

Sjötug kona handtekin vegna ofbeldisfullrar hegðunar

Kona á sjötugsaldri var handtekin um helgina en hún sló til gesta og starfsfólks á öldurhúsi í Reykjavík. Lögreglan var því kölluð á vettvang og þurfti að handtaka konuna sem lét öllum illum látum.

Einar Karl í iðnaðarráðuneytið tímabundið

Einar Karl Haraldsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra tímabundið. Áður starfaði Einar sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.

Sóley Tómasdóttir: Rýr áætlun meirihlutans

Frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar á árunum 2011-2013 er afskaplega rýr og endurspeglar hvorki forgangsröðun né pólítíska sýn meirihluta borgarstjórnar að mati Sóleyjar Tómasdóttur.

Saksóknari ber af sér leka

Sérstakur saksóknari hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna lekinna rannsóknargagna. Yfirlýsingin fer hér á eftir:

Björguðu konu úr sprungu - myndir

Björgunarsveitarmenn björguðu konu í dag sem fallið hafði ofan í 4-5 metra djúpa sprungu mitt á milli Valabóls og Húsfells við Hafnarfjörð. Konan hafði verði í göngu á svæðinu, með annarri konu, þegar hún steig á snjó sem huldi sprunguna og féll niður. Björgunarsveitamenn sigu niður í sprunguna og náðu konunni upp heillri á húfi.

Flugumferðarstjórar boða til verkfalls

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boða til vinnustöðvunar félagsmanna sinna dagana 10. mars til 19. mars 2010, alls fimm sinnum í fjórar klukkustundir samfellt í hvert skipti. „Félagið leggur þannig áherslu á kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning, þar sem hvorki gengur né rekur,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Þriggja ára fangelsi fyrir hnífstungu

Fimmtugur karlmaður, Hans Alfreð Kristjánsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hann stakk annan mann með hnífi ofarlega á brjóstkassann með þeim afleiðingum að hann hlaut þriggja sentimetra langan skurð. Árásin átti sér stað á Akureyri í júní í fyrra. Auk fangelsisdómsins þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.

Hvar í fjandanum er brauðið?

Íbúum í smábænum Lajamanu í Ástralíu brá heldur betur í brún þegar það byrjaði að rigna yfir þá fiskum.

Líst ekkert á friðinn

Atlantshafsbandalagið tilkynnti í dag að deildir úr flugher þess muni taka þátt í heræfingum í Eystrasaltsríkjunum síðar í þessum mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir