Erlent

Segir fjöldamorð uppspuna

Radovan Karadzic
Radovan Karadzic

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, segir að fjöldamorðin í Srebrenica og 44 mánaða umsátur um borgina Sarajevo séu einber uppspuni. Allur málatilbúnaður á hendur sér vegna stríðsglæpa sé byggður á fölsunum.

Karadzic heldur í dag áfram að lesa yfirlýsingu sína fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, þar sem hann sætir alvarlegum ákærum vegna Bosníustríðsins árin 1992-95.

Hann segist ætla að færa fram sönnur á sakleysi Serba í máls­vörn sinni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×