Erlent

Bannar allar sjálfsvígsárásir

Muhhammed Tahir-ul-qadri Stofnandi samtaka sem berjast fyrir hófsamri íslamstrú.fréttablaðið/AP
Muhhammed Tahir-ul-qadri Stofnandi samtaka sem berjast fyrir hófsamri íslamstrú.fréttablaðið/AP

Muhammad Tahir-ul-Qadri, leiðtogi alþjóðlegra samtaka múslima, hefur gefið út trúaryfirlýsingu, svokallaða ‚fatwa', sem bannar sjálfsvígs­árásir.

Tahir-ul-Qadri er fyrrverandi þingmaður frá Pakistan. Hann birti yfirlýsinguna, sem er 600 blaðsíðna löng, í London í gær og segir hana innihalda afdráttarlaust bann við hvers kyns hryðjuverkum.

Allir trúarleiðtogar múslima geta gefið út yfirlýsingar, sem litið er á sem lög þótt þær hafi mismunandi mikið vægi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×