Erlent

Gömul raftæki valda skaða á umhverfinu

Tölvur í haugum Starfsmaður í verksmiðju á Indlandi flokkar ónýtar tölvur áður en þær eru endurunnar.
markaðurinn/AP
Tölvur í haugum Starfsmaður í verksmiðju á Indlandi flokkar ónýtar tölvur áður en þær eru endurunnar. markaðurinn/AP

Umhverfinu er hætta búin af gömlum raftækjum sem safnast upp, einkum í þriðja heiminum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn umhverfisráðs Sameinuðu þjóðanna (UNEP).

Talið er að úrgangur af völdum gamalla tölva, síma og annarra raftækja sé um 36 milljón tonn ár hvert.

Framkvæmdastjóri ráðsins, Achim Steinar, segir að lönd heimsins séu illa búin undir ruslið sem safnast hefur upp af völdum raftækja ýmiss konar undanfarin áratug. Hann segir einnig að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi gefið ónýtar tölvur til Afríkulanda með þróunaraðstoð að yfirskini. Tölvunum sé svo hent á haugana í útjaðri fátækrahverfa þar sem þær eru mögulegir mengunarvaldar.

Bent er á að endurvinnsla ónýtra raftækja sem fer fram í Kína og á Indlandi fer yfirleitt fram án eftirlits og þannig að umhverfinu stafar hætta af. Tækin eru brædd með það að markmiði að ná út þeim málmum á borð við gull, með tilheyrandi hættulegri útgufun. Varað er við því að magn úrgangsins muni aukast mjög á næstu árum.- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×