Erlent

Dregur úr umsvifum sínum

Mark Thompson Forstjóri BBC kynnir samdráttinn.Nordicphotos/AFP
Mark Thompson Forstjóri BBC kynnir samdráttinn.Nordicphotos/AFP

Breska ríkisútvarpið BBC ætlar að leggja niður tvær af sérhæfðari útvarpsrásum sínum og fækka vefsíðum til að ná fram hagræðingu í rekstri. Einnig verður dregið úr kaupum á amerísku sjónvarpsefni.

Alls verða útgjöld dregin saman um fjórðung.

Með þessu er hugmyndin að spara 600 milljónir punda, eða um 115 milljarða króna, en það fé verður notað til að efla fréttaflutning, framleiða vandaðri breska sjónvarpsþætti, styrkja vandað barnaefni og dagskrárefni sem eflir samstöðu í bresku samfélagi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×