Erlent

Ráðist á skæruliða í Pakistan

MYND/AP

Pakistanskar öryggissveitir felldu að minnsta kosti fjórtán skæruliða í nótt þegar gerðar voru árásir á búðir Talíbana við Afgönsku landamærin. Einn hermaður slasaðist í aðgerðinni en hún er liður í því að hrekja skæruliðana frá Pakistan en þaðan hafa þeir getað skipulagt árásir á hermenn NATO í Afganistan.

Loftárásir voru gerðar á búðir skæruliðanna áður en fótgönguliðar létu til skarar skríða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×