Erlent

Benjamin og Barack hittust í Hvíta húsinu

MYND/AP

Forsætisráðherra Ísraela Benjamin Netanyahu ræddi í nótt við Barack Obama bandaríkjaforseta í fyrsta sinn síðan deilur komu upp á milli ríkjanna vegna íbúðabygginga Ísraela í Jerúsalem.

Þeir hittust tvisvar sinnum í Hvíta húsinu en gáfu fjölmiðlum ekkert tækifæri á sér að fundunum loknum. Netanyahu er sagður halda fast við þá skoðun sína að Ísraelar séu í fullum rétti til þess að byggja 1600 íbúðir fyrir ísraelskar fjölskyldur í borginni en Palestínumenn hafa harðlega mótmælt áætlununum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×