Fleiri fréttir

Bjóða ferðamönnum upp á selaskoðun

Selaskoðun af sjó er það nýjasta í ferðaþjónustu. Tveir menn á Hvammstanga bregðast við verkefnaskorti með því að breyta gömlum rækjubáti í selaskoðunarbát.

Fundað vegna Icesave á þriðjudaginn

Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis munu að öllum líkindum eiga fund um Icesave með utanríkismálanefnd breska þingsins í Lundúnum á þriðjudag í næstu viku. Árni Þór Sigurðsson formaður nefndarinnar staðfesti þetta við fréttastofu í dag.

Bótasvikasveit sparar ríkinu á fjórða hundrað milljónir

Hópur sem vinnur að því að uppræta bótasvik sparaði Vinnumálastofnun útgjöld sem nema á fjórða hundrað milljónum króna á um 3 mánaða tímabili. Tugir mála vegna ofgreiddra bóta verða sendir til innheimtu á næstu vikum.

Vilja mansalsathvarf

Unnið er að því að koma á fót svo kölluðum mansalsathvörfum þar sem hægt að er vernda fórnarlömb skipulagðrar glæpstarfsemi. Hildur Jónsdóttir, formaður samhæfingarhóps gegn mansali, segir afar brýnt að koma hugsanlegum fórnarlömbum í öruggt skjól.

Tiger snýr aftur í golfið

Tiger Woods hefur tilkynnt að hann ætli að byrja aftur að spila golf og muni taka þátt í US Masters keppninni í apríl.

Mottuvefurinn hrundi vegna álags

Fyrir helgi hrundi vefurinn karlmennogkrabbamein.is vegna gríðarlegs álags og þurfti að flytja hann á nýjan vefþjón sem hannaður er fyrir stærri vefi. Ástæðan var einfaldlega þær miklu vinsældir sem átakið nýtur en það sem af er mánaðar hefur vefurinn fengið yfir milljón flettingar.

Enn skelfur í Eyjafjallajökli

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli en skjálftarnir eru ekki stórir. Þar hafa mælst 30 til 40 skjálftar á klukkustund og var sá snarpasti 2,4 á Richter. Flestir voru þó um og innan við tveir á Richter. Upptök skjálftanna eru á stærra svæði en áður.

Flugvél nefnd eftir Alfreð Elíassyni

Þess var minnst með athöfn á Reykjavíkurflugvelli síðdegis að Alfreð Elíasson, stofnandi Loftleiða, hefði orðið níræður í dag. Flugakademía Keilis heiðraði minningu Alfreðs með því að nefna flaggskip flugflota síns eftir honum en það var Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs, sem afhjúpaði nafnið. Meðal viðstaddra voru samgönguráðherra, gamlir Loftleiðamenn, fjölskylda Alfreðs og helstu forystumenn íslenskra flugmála.

Allar greinar smábátaútgerðanna með í úttekt

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hélt fund í morgun með Arthuri Bogasyni, formanni Landssambands smábátaeigenda ásamt Sjöfn Sigurgísladóttur, forstjóra Matís ohf. og Sigurjóni Arasyni, verkfræðingi Matís ohf. Þar varð samkomulag um að Matís ohf. ynni greiningu á nýtingar- og gæðamálum smábátaútgerðanna í samvinnu við Landsamband smábátaeigenda. Markmiðið er skýrt og það er að komið sé með allan afla að landi og jafnframt að ná fram hámarks nýtingu og gæðum hráefnisins að öðru leyti, að fram kemur í fréttatilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Úthelltu eigin blóði

Tugþúsundir Tailendinga úthelltu blóði sínu fyrir málstaðinn í dag, í orðsins fyllstu merkingu.

Þjóðverjarnir eru komnir

Það tókst ekki í fyrri heimsstyrjöldinni og það tókst ekki í síðari heimsstyrjöldinni. En í dag stjórna Þjóðverjar öllum helstu bílaverksmiðjum Bretlands.

Dagur: Ráðhúsið orðið eitt helsta vígi frjálshyggjunnar

Ráðhús Reykjavíkur er orðið eitt helsta vígi frjálshyggjunnar eftir hrun, að mati Dags B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann segir að í þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að 11% atvinnuleysi haldist óbreytt til 2013 og að athygli veki að borgastjóri boði engin viðbrögð heldur einungis 70% niðurskurði í framkvæmdum borgarinnar næstu þrjú árin.

Þrír teknir undir áhrifum fíkniefna

Um helgina voru þrír ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru allt karlar, 19-35 ára, en í bíl eins þeirra fundust fíkniefni. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptir ökuleyfi.

Forystumenn bankanna kallaðir á fund vegna bónuskerfa

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og formaður viðskiptanefndar, ætlar að boða fulltrúa bankanna á fund viðskiptanefndar til að ræða hugmyndir um bónusgreiðslur til bankastarfsmanna. Lilja sagði á þingfundi í dag að ótímabært væri að innleiða slíkt kerfi á nýjan leik.

Ég SAGÐI þér að fara í sætið þitt

Samtök flugfreyja og flugþjóna í Bandaríkjunum vilja að bardagalist sé bætt inn á kennsluskrá þeirra svo þau geti tekist á við hryðjuverkamenn og óróaseggi ef því er að skipta.

Brýnt að aðskilja sýslumenn og lögreglu

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, telur brýnt að lögregluumdæmum verði fækkað og að þau verði skilin frá embættum sýslumanna. Þetta kom fram í máli ráðherrans í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag um þjónustu- og öryggisstig löggæslu á Íslandi.

Landið verði eitt kjördæmi

Nítján þingmenn úr öllum flokkum, utan Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um að landið verði gert að einu kjördæmi. Fyrsti flutningsmaður er Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Frumvarpinu verður dreift á Alþingi í dag og mælt fyrir því í á næstu dögum, að fram kemur í tilkynningu.

Vorþokan er komin í Hong Kong

Það er farið að vora víða um heim. Meðal annars í Hong Kong. En þótt menn heilsi vorinu þar fagnandi fylgja því oft nokkur óþægingi.

Lögðu hald á 120 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í austurborginni í gær. Við húsleit fundust 120 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Yankee stay home

Þúsundir manna mættu á útifundi í Indónesíu um helgina til þess að mótmæla fyrirhugaðri heimsókn Baracks Obama til landsins síðar í þessum mánuði.

Flugumferðastjórar aflýstu verkfalli aftur

Félag íslenskra flugumferðastjóra hefur aflýst boðuðum verkföllum flugumferðastjóra á morgun og á föstudaginn. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag lagði Félag íslenskra flugumferðarstjóra fyrir viðsemjendur sína tillögu að lausn yfirstandandi kjaradeilu.

Hálfgert borgarastríð í Mexíkó

Baráttan við eiturlyfjabarónana í Mexíkó er sífellt meira að taka á sig mynd borgarastríðs. Ekki er óvenjulegt að tugir manna falli í skotbardögum á degi hverjum.

Bónuskerfi bankastarfsmanna verði skattlagt upp í rjáfur

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að berjast gegn því að bónuskerfi verði tekin upp í bönkunum. Hann segir eðlilegt að slíkt kerfi verði skattlagt upp í rjáfur. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag.

Vill vita um kostnað við hrunið

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði fjármálaráðherra á Alþingi í gær um kostnað við bankahrunið.

Sett verði þak á auglýsingakostnað í kosningabaráttunni

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að leggja til við að aðra flokka að sett verði þak á auglýsingakostnað fyrir kosningabaráttuna vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Þetta var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar í gær eftir að Samfylkingin í Reykjavík beindi málinu til stjórnarinnar, að fram kemur á vef flokksins.

Geta sótt um frystingu hjá LÍN

Þeir sem eiga í verulegum fjárhagsörðugleikum geta nú sótt um þriggja ára frystingu á greiðslu afborgana námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Til að fá frystinguna þarf viðkomandi að vera með öll sín bankalán í frystingu, vera í skuldaaðlögun eða með mat frá Ráðgjafastofu heimilanna um að greiðslugeta viðkomandi sé mjög slæm.

Funda með Buchheit

Forystufólk stjórnar og stjórnarandstöðu situr nú í hádeginu fund með Lee Buchheit formanni samninganefndar Íslands í Icesave deilunni í fjármálaráðuneytinu.

Gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar í deilu flugumferðarstjóra

Aðalritari Alþjóðaflutninga- verkamannasambandsins lýsir þungum áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um að stöðva fyrirhugað verkfall flugumferðarstjóra með lögum. Hann hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, bréf í tilefni af deilu Flugstoða og flugumferðarstjóra.

Fundi ólokið

Fundi Flugstoða og samninganefndar flugumferðarstjóra sem hófst klukkan hálf tíu í morgun er ólokið, að sögn Ottós Garðars Eiríkssonar formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ottó vonast til þess að samningsaðilar komist að sameiginlegri niðurstöðu á fundinum. Gerist það ekki hafa flugumferðarstjórar boðað til fjögurra klukkustunda verkfall í fyrramálið.

Fæðingum fjölgaði um 13%

Fæðingum á Landspítala fjölgaði um 70, eða 13%, á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Sænskur vísindamaður hlýtur norræn líforkuverðlaun

Göran Berndes, sænskur vísindamaður, hlaut í dag líforkuverðlauna Norrænu ráðherranefndarinnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða samtökum sem hafa lagt mikið af mörkum til að auka notkun eða framleiðslu á líforku. Það var Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, sem afhenti Berndes verðlaunin á orkuþingi sem fer fram í dag í Stokkhólmi.

Mótmæla fyrir utan Íslandsbanka

Samtökin Nýtt Ísland ætla að mótmæla bílalánum fyrir utan Íslandsbanka á Kirkjusandi kl 12.15 í dag. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að Nýtt Ísland muni bjóða bankann upp með sérstöku uppboði. Engin ábyrgð verði tekin á uppboðinu. Skipuleggjendur mótmælanna hvetja fólk til að fjölmenna fyrir utan bankann og þeyta flautur bifreiða sinna í hið minnsta þrjár mínútur til að mótmæla óréttlætinu í íslenska bankakerfinu.

Krefja stjórnvöld um aðgerðir

Darraðardansinn í kring um Icesave minnir á lönguvitleysu og tekur allan tíma Alþingis og stjórnvalda, segir í ályktun AFLs Starfsgreinafélags.

Verulega dregur úr umferð

Verulega hefur dregið úr umferð á vegum landsins fyrstu tvo mánuði ársins, og þarf að far fjögur ár aftur í tímann til að finna álíka umferðartölur og nú.

Einn á slysadeild eftir harðan árekstur

Beita þurfti klippum á bifreið til að ná manni úr bíl eftir harðan árekstur sem varð á Kringlumýrabraut rétt eftir klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum var einn maður fluttur á slysadeild. Ekki er vitað um tildrög slyssins að öðru leyti en því að um aftanákeyrslu var að ræða.

Pólitíkusar vilja stýra nýjum skóla í Úlfarsárdal

Þrjátíu umsækjendur voru um stöðu skólastjóra í samreknum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í Úlfarsárdal sem tekur til starfa í haust. Umsóknarfrestur rann út fyrir helgi og sóttu 23 konur um stöðuna og sjö karlar. Á meðal umsækjenda voru Hermann Valsson, varaborgarfulltrúi VG, og Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Grindavík. Báðum var nýverið hafnað í forvali flokka sinna.

Landsmönnum fækkaði um hálft prósent í fyrra

Fólksfækkun varð á landinu í fyrra í fyrsta sinn frá lokum 19. aldar. Þann 1. janúar síðastliðinn voru 317.630 íbúar með fasta búsetu á Íslandi, en 319.368 ári áður. Fækkunin nemur hálfu prósenti. Á síðustu fimm árum hefur fjölgun landsmanna þó verið hlutfallslega ör eða 1,6% á ári að jafnaði.

Eftirskjálfti upp á 6,7 skók Chile

Eftirskjálfti upp á 6,7 á Richter skók strendur Chile í gærkvöld um 70 kílómetrum frá borginni Conception. Borgin varð illa úti í skjálfta upp á 8,8 á Richter sem reið yfir landið þann 27. febrúar síðastliðinn. Björgunarsveitamenn í Chile segja að enginn hafi skaðast í eftirskjálftanum og ekki sé vitað um að neinar skemmdir hafi orðið. Ekki er búist við að skjálftinn valdi flóðbylgju.

Sjá næstu 50 fréttir