Innlent

Arion banki gerir samstarfssamning um fjármálalæsi

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Arion banka og Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, innsigla samninginn.
Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Arion banka og Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, innsigla samninginn.

Arion banki hefur gert samstarfs- og styrktarsamning við Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík til þess að stuðla að betra fjármálalæsi almennings.

Samningurinn felur í sér að stofnunin kemur framvegis til með að leiða fræðslufundi Arion banka um fjármál.

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, verður hér eftir leiðandi í mótun fyrirlestra og námskeiða sem fjármál Arion banka standa fyrir.

Samstarfssamningingurinn var undirritaður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×