Börn með fæðingargalla búa við misrétti í læknisþjónustu 20. febrúar 2010 06:00 Mikilvæg barátta Árni Stefánsson og Bjarni Gunnar, tveggja ára sonur hans. „Þar sem drengurinn okkar er að verða tveggja ára er ekki farið að reyna á tannréttingakostnað en hann er þegar byrjaður í talþjálfun. réttablaðið /Anton Reglugerðir sem heilbrigðisráðherra setti um áramót og fjalla um endurgreiðslur vegna tannréttinga og aðgerða í gómi barna með skarð í vör og gómi hafa valdið foreldrum barnanna miklum vonbrigðum. Árni Stefánsson stjórnarmaður í félaginu Breið bros, samtökum aðstandenda barna með skarð í vör og/eða gómi, og faðir tveggja ára drengs með skarð í vör og gómi, bendir á að nýjar reglur takmarki tíma til tannréttinga barnanna við þrjú ár. Það sé of stuttur tími í mörgum tilvikum. Eins hafi verið sett of lágt þak á endurgreiðslur vegna þess hluta meðferðarinnar sem lýtur að því að víkka góm og gera hann tilbúinn fyrir beinígræðslu sem framkvæmd er við átta til tíu ára aldur barna. Börn sem fæðast með skarð í vör og góm gangast undir margs konar aðgerðir. Svo dæmi séu tekin þá er skarðinu lokað þegar þau eru mjög ung og er það gert af lýtalæknum inni á spítölum. Sá hluti meðferðarinnar er þeim að kostnaðarlausu. Vegna þess að tann- og tannréttingalæknar eru ekki hluti af sjúkratryggingakerfi landsins greiða foreldrar þann hluta meðferðar barna sinna úr eigin vasa en hafa fengið hluta kostnaðarins endurgreiddan. Fram til síðustu áramóta miðaðist endurgreiðslan við gjaldskrá heilbrigðisráðherra sem sett var 1994 og hefur ekki verið uppfærð í samræmi við verðlagsbreytingar á tímabilinu. Þess má geta að tannlæknar eru einnig afar óánægðir með reglugerðirnar, til að mynda þann hluta sem kveður á um að þeir geri kostnaðaráætlun vegna tannréttinga barnanna áður en þær hefjast og að endurgreiðslur miðist við þá upphæð. Árni segir dæmin sanna að ekki sé hægt að segja til um það nákvæmlega fyrirfram hversu miklar aðgerðir börnin þurfi. Hann segir hins vegar að það sé óþolandi fyrir aðstandendur að dragast inn í deilur tannréttingalækna og ríkisins. „Þessar deilur hafa tekið mörg ár og á meðan koma gluggaumslögin til foreldranna,“ segir Árni og undir þetta sjónarmið taka fleiri foreldrar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Kynning á reglugerðunum á fundi hjá Sjúkratryggingum Íslands hafi til að mynda leiðst út í umræður um gjaldskrár tannréttingalækna. „Ég á nóg með að hugsa um börnin mín og gæta hagsmuna þeirra og á ekki að þurfa að hugsa um stríðið á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands,“ sagði foreldri sem ekki vill láta nafns síns getið. Árni segir eðlilegt að jafnræðis væri gætt og heilbrigðiskerfið greiddi fyrir alla læknismeðferð barnanna, þar með talið tannréttingar og talþjálfun, rétt eins og læknismeðferð barna með annars konar fæðingargalla er greidd af íslenska ríkinu. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Reglugerðir sem heilbrigðisráðherra setti um áramót og fjalla um endurgreiðslur vegna tannréttinga og aðgerða í gómi barna með skarð í vör og gómi hafa valdið foreldrum barnanna miklum vonbrigðum. Árni Stefánsson stjórnarmaður í félaginu Breið bros, samtökum aðstandenda barna með skarð í vör og/eða gómi, og faðir tveggja ára drengs með skarð í vör og gómi, bendir á að nýjar reglur takmarki tíma til tannréttinga barnanna við þrjú ár. Það sé of stuttur tími í mörgum tilvikum. Eins hafi verið sett of lágt þak á endurgreiðslur vegna þess hluta meðferðarinnar sem lýtur að því að víkka góm og gera hann tilbúinn fyrir beinígræðslu sem framkvæmd er við átta til tíu ára aldur barna. Börn sem fæðast með skarð í vör og góm gangast undir margs konar aðgerðir. Svo dæmi séu tekin þá er skarðinu lokað þegar þau eru mjög ung og er það gert af lýtalæknum inni á spítölum. Sá hluti meðferðarinnar er þeim að kostnaðarlausu. Vegna þess að tann- og tannréttingalæknar eru ekki hluti af sjúkratryggingakerfi landsins greiða foreldrar þann hluta meðferðar barna sinna úr eigin vasa en hafa fengið hluta kostnaðarins endurgreiddan. Fram til síðustu áramóta miðaðist endurgreiðslan við gjaldskrá heilbrigðisráðherra sem sett var 1994 og hefur ekki verið uppfærð í samræmi við verðlagsbreytingar á tímabilinu. Þess má geta að tannlæknar eru einnig afar óánægðir með reglugerðirnar, til að mynda þann hluta sem kveður á um að þeir geri kostnaðaráætlun vegna tannréttinga barnanna áður en þær hefjast og að endurgreiðslur miðist við þá upphæð. Árni segir dæmin sanna að ekki sé hægt að segja til um það nákvæmlega fyrirfram hversu miklar aðgerðir börnin þurfi. Hann segir hins vegar að það sé óþolandi fyrir aðstandendur að dragast inn í deilur tannréttingalækna og ríkisins. „Þessar deilur hafa tekið mörg ár og á meðan koma gluggaumslögin til foreldranna,“ segir Árni og undir þetta sjónarmið taka fleiri foreldrar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Kynning á reglugerðunum á fundi hjá Sjúkratryggingum Íslands hafi til að mynda leiðst út í umræður um gjaldskrár tannréttingalækna. „Ég á nóg með að hugsa um börnin mín og gæta hagsmuna þeirra og á ekki að þurfa að hugsa um stríðið á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands,“ sagði foreldri sem ekki vill láta nafns síns getið. Árni segir eðlilegt að jafnræðis væri gætt og heilbrigðiskerfið greiddi fyrir alla læknismeðferð barnanna, þar með talið tannréttingar og talþjálfun, rétt eins og læknismeðferð barna með annars konar fæðingargalla er greidd af íslenska ríkinu. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira