Börn með fæðingargalla búa við misrétti í læknisþjónustu 20. febrúar 2010 06:00 Mikilvæg barátta Árni Stefánsson og Bjarni Gunnar, tveggja ára sonur hans. „Þar sem drengurinn okkar er að verða tveggja ára er ekki farið að reyna á tannréttingakostnað en hann er þegar byrjaður í talþjálfun. réttablaðið /Anton Reglugerðir sem heilbrigðisráðherra setti um áramót og fjalla um endurgreiðslur vegna tannréttinga og aðgerða í gómi barna með skarð í vör og gómi hafa valdið foreldrum barnanna miklum vonbrigðum. Árni Stefánsson stjórnarmaður í félaginu Breið bros, samtökum aðstandenda barna með skarð í vör og/eða gómi, og faðir tveggja ára drengs með skarð í vör og gómi, bendir á að nýjar reglur takmarki tíma til tannréttinga barnanna við þrjú ár. Það sé of stuttur tími í mörgum tilvikum. Eins hafi verið sett of lágt þak á endurgreiðslur vegna þess hluta meðferðarinnar sem lýtur að því að víkka góm og gera hann tilbúinn fyrir beinígræðslu sem framkvæmd er við átta til tíu ára aldur barna. Börn sem fæðast með skarð í vör og góm gangast undir margs konar aðgerðir. Svo dæmi séu tekin þá er skarðinu lokað þegar þau eru mjög ung og er það gert af lýtalæknum inni á spítölum. Sá hluti meðferðarinnar er þeim að kostnaðarlausu. Vegna þess að tann- og tannréttingalæknar eru ekki hluti af sjúkratryggingakerfi landsins greiða foreldrar þann hluta meðferðar barna sinna úr eigin vasa en hafa fengið hluta kostnaðarins endurgreiddan. Fram til síðustu áramóta miðaðist endurgreiðslan við gjaldskrá heilbrigðisráðherra sem sett var 1994 og hefur ekki verið uppfærð í samræmi við verðlagsbreytingar á tímabilinu. Þess má geta að tannlæknar eru einnig afar óánægðir með reglugerðirnar, til að mynda þann hluta sem kveður á um að þeir geri kostnaðaráætlun vegna tannréttinga barnanna áður en þær hefjast og að endurgreiðslur miðist við þá upphæð. Árni segir dæmin sanna að ekki sé hægt að segja til um það nákvæmlega fyrirfram hversu miklar aðgerðir börnin þurfi. Hann segir hins vegar að það sé óþolandi fyrir aðstandendur að dragast inn í deilur tannréttingalækna og ríkisins. „Þessar deilur hafa tekið mörg ár og á meðan koma gluggaumslögin til foreldranna,“ segir Árni og undir þetta sjónarmið taka fleiri foreldrar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Kynning á reglugerðunum á fundi hjá Sjúkratryggingum Íslands hafi til að mynda leiðst út í umræður um gjaldskrár tannréttingalækna. „Ég á nóg með að hugsa um börnin mín og gæta hagsmuna þeirra og á ekki að þurfa að hugsa um stríðið á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands,“ sagði foreldri sem ekki vill láta nafns síns getið. Árni segir eðlilegt að jafnræðis væri gætt og heilbrigðiskerfið greiddi fyrir alla læknismeðferð barnanna, þar með talið tannréttingar og talþjálfun, rétt eins og læknismeðferð barna með annars konar fæðingargalla er greidd af íslenska ríkinu. sigridur@frettabladid.is Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Reglugerðir sem heilbrigðisráðherra setti um áramót og fjalla um endurgreiðslur vegna tannréttinga og aðgerða í gómi barna með skarð í vör og gómi hafa valdið foreldrum barnanna miklum vonbrigðum. Árni Stefánsson stjórnarmaður í félaginu Breið bros, samtökum aðstandenda barna með skarð í vör og/eða gómi, og faðir tveggja ára drengs með skarð í vör og gómi, bendir á að nýjar reglur takmarki tíma til tannréttinga barnanna við þrjú ár. Það sé of stuttur tími í mörgum tilvikum. Eins hafi verið sett of lágt þak á endurgreiðslur vegna þess hluta meðferðarinnar sem lýtur að því að víkka góm og gera hann tilbúinn fyrir beinígræðslu sem framkvæmd er við átta til tíu ára aldur barna. Börn sem fæðast með skarð í vör og góm gangast undir margs konar aðgerðir. Svo dæmi séu tekin þá er skarðinu lokað þegar þau eru mjög ung og er það gert af lýtalæknum inni á spítölum. Sá hluti meðferðarinnar er þeim að kostnaðarlausu. Vegna þess að tann- og tannréttingalæknar eru ekki hluti af sjúkratryggingakerfi landsins greiða foreldrar þann hluta meðferðar barna sinna úr eigin vasa en hafa fengið hluta kostnaðarins endurgreiddan. Fram til síðustu áramóta miðaðist endurgreiðslan við gjaldskrá heilbrigðisráðherra sem sett var 1994 og hefur ekki verið uppfærð í samræmi við verðlagsbreytingar á tímabilinu. Þess má geta að tannlæknar eru einnig afar óánægðir með reglugerðirnar, til að mynda þann hluta sem kveður á um að þeir geri kostnaðaráætlun vegna tannréttinga barnanna áður en þær hefjast og að endurgreiðslur miðist við þá upphæð. Árni segir dæmin sanna að ekki sé hægt að segja til um það nákvæmlega fyrirfram hversu miklar aðgerðir börnin þurfi. Hann segir hins vegar að það sé óþolandi fyrir aðstandendur að dragast inn í deilur tannréttingalækna og ríkisins. „Þessar deilur hafa tekið mörg ár og á meðan koma gluggaumslögin til foreldranna,“ segir Árni og undir þetta sjónarmið taka fleiri foreldrar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Kynning á reglugerðunum á fundi hjá Sjúkratryggingum Íslands hafi til að mynda leiðst út í umræður um gjaldskrár tannréttingalækna. „Ég á nóg með að hugsa um börnin mín og gæta hagsmuna þeirra og á ekki að þurfa að hugsa um stríðið á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands,“ sagði foreldri sem ekki vill láta nafns síns getið. Árni segir eðlilegt að jafnræðis væri gætt og heilbrigðiskerfið greiddi fyrir alla læknismeðferð barnanna, þar með talið tannréttingar og talþjálfun, rétt eins og læknismeðferð barna með annars konar fæðingargalla er greidd af íslenska ríkinu. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira