Innlent

Komu saman til kröfufundar á Austurvelli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópur fólks kom saman á Austurvelli í dag á ellefta kröfufundi vetrarins. Aðstandendur mótmælanna, samtökin Nýtt Ísland, telja að um 1500 manns hafi verið saman komin. Lögreglan gat þó ekki staðfest þann fjölda.

Þegar samtökin boðuðu til fundarins skoruðu þau á verkalýðshreyfinguna að ganga til liðs við fólkið í landinu. Þau segja að fólkið berjist við gerspilltar bankastofnanir sem afskrifi tug milljarða króna af útrásarvíkingum og tengdra fyrirtækja þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×